Bæjarráð - 915. fundur - 25. janúar 2016

Allir bæjarfulltrúar eru velkomnir til að sitja fund bæjarráðs undir 1. lið dagskrár þessarar.

 

Dagskrá:

1.  

Þjónusta Flugfélags Íslands við Ísafjarðarflugvöll - 2016010005

 

Fulltrúar Flugfélags Íslands mæta til fundarins til umfjöllunar um framtíð flugs til Ísafjarðarflugvallar.

 

Rætt var um hugsanlegar breytingar á þjónustu Flugfélags Íslands í kjölfar breytinga á flugvélaflota Flugfélagsins, framtíðarhorfur og áætlanir.

 

 

Gestir

 

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands og Arnór Jónatansson, stöðvarstjóri Flugfélags Íslands á Ísafirði - 08:05


Gestirnir yfirgáfu fundinn kl. 8:59.

 

   

2.  

Verkefni sem vísað er til bæjarstjóra af bæjarráði og bæjarstjórn - 2014100021

 

Lagður er fram til kynningar verkefnalisti bæjarstjóra.

 

Bæjarstjóri fer yfir verkefnalistann.

 

   

3.  

Umsóknir um undanþágur til að starfa í verkfalli 2016 - 2016010014

 

Lagt er fram minnisblað Herdísar Rósar Kjartansdóttur, mannauðsstjóra, dags. 19. janúar sl., með tillögu að endurnýjun lista yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.

 

Bæjarráð samþykkir lista yfir þá starfsmenn sem þurfa undanþágu verkfallsheimilda.

 

   

4.  

Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007

 

Íþrótta- og tómstundanefnd lagði til við bæjarstjórn á 165. fundi sínum að samþykkt yrði beiðni SFÍ um áframhaldandi uppbyggingarsamning við sveitarfélagið.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá sambærilegum uppbyggingarsamningi við SFÍ og gerður var árið 2015.

 

   

5.  

Beiðni Golfklúbbs Ísafjarðar um nýtingu Sundhallarloftsins til frambúðar - 2016010037

 

Íþrótta- og tómstundanefnd lagði til við bæjarstjórn 165. fundi sínum að hafna beiðni Golfklúbbs Ísafjarðar um heimild til afnota af Sundhallarloftinu til frambúðar þar sem nefndin taldi ekki hægt að úthluta húsnæðinu til frambúðar að svo stöddu.

 

Samkvæmt erindisbréfi íþrótta- og tómstundanefndar er fullnægjandi að íþrótta- og tómstundanefnd fjalli um erindið og því ekki þörf á að vísa því til bæjarstjórnar.

 

   

6.  

Beiðni um breytingar á skiltum við sánaklefa í Sundhöll Ísafjarðar - 2016010052

 

Lagt er fram opið bréf Eiríks Arnar Norðdahl, f.h. 10 aðila, frá 20. janúar sl., með áskorun varðandi gufubað Sundhallar Ísafjarðar.

 

Bæjarráð þakkar erindið og vísar erindinu til sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.

 

   

7.  

Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

 

Kynntur er fyrirhugaður fundur með bæjarfulltrúum og íbúafundur vegna snjóflóðavarna í Kubba 28. janúar nk.

 

Íbúafundur er 28. janúar nk. kl. 20:00 vegna snjóflóðavarna í Kubba með fulltrúum frá Veðurstofu Íslands, Ofanflóðasjóði og bæjarstjóra.

 

   

8.  

Leiksýning Litla leikklúbbsins 2016 - 2016010058

 

Lagt er fram bréf Jóhönnu Ásu Einarsdóttur, formanns Litla leikklúbbsins, dags. 17. janúar sl., varðandi leiksýningu félagsins í tilefni af 50 ára afmæli leikklúbbsins.

 

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til Hátíðarnefndar.

 

   

9.  

Fasteignagjöld á íbúðir í útleigu til ferðamanna, gististaði - 2015080010

 

Lagt er fram til kynningar svar Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 5. janúar sl., við fyrirspurn Ragnheiðar Hákonardóttur um álagningu fasteignagjalda á íbúðir í útleigu til ferðamanna.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.  

Skipan samráðshóps Þjóðskjalasafns Íslands og héraðsskjalasafna - 2016010049

 

Lagt er fram bréf Eiríks G. Guðmundssonar, þjóðskjalavarðar, dags. 12. janúar sl., þar sem tilkynnt er um skipun í samráðshóp Þjóðskjalasafns og héraðsskjalasafna.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

11.  

Hátíðarnefnd - 4 - 1601012F

 

Fundargerð 4. fundar hátíðarnefndar sem haldinn var 19. janúar sl., fundargerðin er í 1 lið.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

12.  

Íþrótta- og tómstundanefnd - 165 - 1601002F

 

Fundargerð 165. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 20. janúar sl., fundargerðin er í 5 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:28

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?