Bæjarráð - 909. fundur - 30. nóvember 2015

 Dagskrá:

1.  

Vatnssala frá Ísafirði - Kaldalind - 2007080062

 

Lagður er fram tölvupóstur Birgis Viðars Halldórssonar, f.h. Köldulindar ehf., frá 1. nóvember sl., með beiðni um framlengingu á vatnskaupsamningi við Ísafjarðarbæ.

 

Bæjarráð samþykkir að framlengja samninginn til eins árs að teknu tilliti til athugasemda sem fram komu á fundinum.

 

   

2.  

Daggæsla barna í heimahúsum. - 2015110053

 

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar lagði til við bæjarstjórn á 404. fundi sínum að meðferð umsókna um leyfi til daggæslu í heimahúsum verði flutt af verksviði nefndarinnar til fræðslunefndar. Félagsmálanefnd telur að þar sem öll önnur mál sem varða daggæslu í heimahúsum séu á hendi fræðslunefndar skapi það betri yfirsýn yfir málaflokkinn að hlutverkinu sé ekki skipt á milli tveggja nefnda. Samkvæmt reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005 er það hlutverk félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar að veita leyfi til daggæslu barna í heimahúsum, en sveitarstjórn getur ákveðið að önnur nefnd veiti leyfið.

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að gera viðeigandi breytingar á samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar og leggja fyrir bæjarstjórn.

 

   

3.  

Þróunar og starfsmenntunarsjóður, endurskoðun - 2015110072

 

Lagt er fram minnisblað Herdísar Rósar Kjartansdóttur, mannauðsstjóra, dags. 25. nóvember sl., um breytingar á reglum þróunar- og starfsmenntunarsjóðs.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

 

   

4.  

Skrúður á Núpi í Dýrafirði - breyting á deiliskipulagi - 2014110004

 

Á 446. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var lögð fram umsókn Framkvæmdasjóðs Skrúðs um óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Skrúð á Núpi í Dýrafirði. Nefndin telur að komið hafi verið til móts við innsendar athugasemdir að svo miklu leyti sem hægt er og leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt. Óskað er eftir að umsókn um byggingarleyfi verði vísað til nefndarinnar.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

 

   

5.  

Framkvæmdaleyfi - skíðasvæði Seljalandsdal - 2015110042

 

á 446. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var lögð fram umsókn Ísafjarðarbæjar um leyfi fyrir framkvæmdum á gönguskíðasvæðinu á Seljalandsdal. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að framkvæmdum, 1. áfangi, verði samþykkt þar sem svæðið er innan gildandi deiliskipulags og þegar raskað. Nefndin leggur jafnframt til að hafin verði endurskoðun á deiliskipulagi fyrir skíðasvæðið í heild. Framkvæmdin verði tilkynnt til umhverfisstofnunar þar sem svæðið er á náttúruminjaskrá.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

 

   

6.  

Þverárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110045

 

Á 446. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Þverárvirkjun. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 í samræmi við fyrirliggjandi beiðni. Aðalskipulagsbreytingin verði skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

 

   

7.  

Kaldárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110046

 

Á 446. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Kaldárvirkjun. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 í samræmi við fyrirliggjandi beiðni. Aðalskipulagsbreytingin verði skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

 

   

8.  

Fundargerðir stjórnar BSVest. - 2015030003

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, sem haldinn var 17. nóvember sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.  

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 128 - 1511018F

 

Fundargerð 128. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 25. nóvember sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.  

Félagsmálanefnd - 404 - 1511020F

 

Fundargerð 404. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 24. nóvember sl., fundargerðin er í 4 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

11.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 446 - 1511011F

 

Fundargerð 446. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 25. nóvember sl., fundargerðin er í 6 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

12.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 22 - 1511014F

 

Fundargerð 22. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 24. nóvember sl., fundargerðin er í 6 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:40

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?