Bæjarráð - 905. fundur - 2. nóvember 2015

Dagskrá:

1.  

Hverfisráð Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis - 2011030002

 

Lagt er fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, dags. 30. október sl., varðandi beiðni Hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis um nýtingu framkvæmdafjár til kaupa á leiktækjum til uppsetningar í Tunguhverfi og Holtahverfi.

 

Bæjarráð samþykkir beiðni Hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis.

 

   

2.  

Hverfisráð Þingeyrar, Íbúasamtökin Átak - 2011030002

 

Lagt er fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 30. október sl., varðandi beiðni Hverfisráðs Þingeyrar, Íbúasamtakanna Átak, um nýtingu framkvæmdafjár til viðhalds á Félagsheimilinu Þingeyri.

 

Bæjarráð samþykkir beiðni Íbúasamtakanna Átaks.

 

   

3.  

Hverfisráð Súgandafjarðar - 2011030002

 

Lagt er fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, dags. 30. október sl., varðandi beiðni Hverfisráðs Súgandafjarðar um nýtingu framkvæmdafjár til kaupa hönnunar og fegrunar umhverfis.

 

Bæjarráð samþykkir beiðni hverfisráðs Súgandafjarðar.

 

   

4.  

Hverfisráðið Íbúasamtökin í Hnífsdal - 2011030002

 

Lagt er fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs og Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara vegna beiðni Íbúasamtakanna í Hnífsdal um nýtingu framkvæmdafjár hverfisráðsins 2015.

 

Bæjarráð samþykkir beiðni Íbúasamtakanna í Hnífsdal.

 

   

5.  

Fjórðungssamband Vestfirðinga - aukaþing - 2014090054

 

Lagður er fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra BsVest, vegna aukaþings BsVest, 4. nóvember n.k. auk dagskrár og upplýsingum um atkvæðavægi.

 

Bæjarráð felur Örnu Láru Jónsdóttur, formanni bæjarráðs, að vera fulltrúi Ísafjarðarbæjar á aukaþingi Fjórðungssambands Vestfjarða, sem haldið verður á Hólmavík 4. nóvember n.k.

 

   

6.  

Náttúrustofa - fundarboð - 2014030020

 

Lagt er fram bréf Huldu Birnu Albertsdóttur, forstöðumanns Náttúrustofu Vestfjarða, þar sem aðildarsveitarfélögin eru boðuð til fundar 4. nóvember nk. í Félagsheimilinu á Hólmavík, þar sem kjósa á stjórn Náttúrustofu.

 

Bæjarráð felur Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, að mæta á fund Náttúrustofu Vestfjarða.

 

   

7.  

Byggðakvóti fiskveiðiárið 2015/2016 - 2015090027

 

Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, dags. 30. október sl., vegna almennra reglna um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í byggðalögum. Enn fremur er lagt fram bréf smábátasjómanna á Þingeyri, dags. 23. október sl.

 

Bæjarráð leggur eftirfarandi tillögur til við bæjarstjórn að breytingum á reglugerð um úthlutun byggðakvóta í Ísafjarðarbæ fiskveiðiárið 2015/2016:
- 30% verði skipt jafnt, þó ekki meira en viðkomandi landaði á fyrra fiskveiðiári, undanskildir eru frístundabátar.
- landa megi hvar sem er í sveitarfélaginu til vinnslu í viðkomandi byggðalagi.
- frístundabátar fá 1,0 tonn per bát.
- a-liður og b-liður verði áfram eins og á síðasta fiskveiðiári. (Um er að ræða í a-lið ákvæði um frístundabáta og í b-lið um lögheimili í sveitarfélagi þess sem rekur útgerð í byggðalagi)

 

   

8.  

Innkaupareglur Ísafjarðarbæjar - endurskoðun 2014/2015 - 2014050024

 

Lögð er fram að nýju tillaga að breytingum á innkaupareglum Ísafjarðarbæjar.

 

Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur, með þeirri breytingu að öll innkaup á verkum yfir kr. 20.000.000,- skuli bjóða út.

 

   

9.  

Bókasafnið á Suðureyri - 2015100067

 

Lagt er fram minnisblað Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns Safnahússins, dags. 30. október sl., vegna bókasafnsins á Suðureyri.

 

Bæjarráð vísar málinu til umsagnar Hverfisráðs Súgandafjarðar.

 

   

10.  

Fjölsmiðja - samstarfsverkefni Starfsendurhæfingar og Vesturafls - 2014090066

 

Lagt er fram bréf Hörpu Lindar Kristjánsdóttur, forstöðumanns Starfsendurhæfingar Vestfjarða og Hörpu Guðmundsdóttur, forstöðumanns Vesturafls, dags. 29. október sl., með beiðni um stuðning Ísafjarðarbæjar vegna Vinnuvers sem væri samstarfsverkefni Starfsendurhæfingar Vestfjarða og Vesturafls.

 

Bæjarráð vísar beiðninni til fjárhagsáætlunar.

 

   

11.  

Þjónustuhús við Skrúð í Dýrafirði - 2015100068

 

Lagt er fram bréf Brynjólfs Jónssonar, formanns Framkvæmdasjóðs Skrúðs, dags. 28. október sl., þar sem óskað er eftir aðkomu Ísafjarðarbæjar að uppbyggingu þjónustuhúss við Skrúð.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

 

   

12.  

Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

 

Lögð verða fram drög á fundinum að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2016.

 

Fjallað var um drög að rekstraráætlun Ísafjarðarbæjar 2016. Fjárhagsáætlun 2016 verður til umræðu á bæjarstjórnarfundi 5. nóvember n.k. Gert er ráð fyrir vinnufundi bæjarstjórnar 13. nóvember, fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 19. nóvember og seinni umræðu 3. desember.

 

   

13.  

Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. - 2013030023

 

Lögð er fram fundargerð 33. verkfundar Framkvæmdasýslu ríkisins, sem haldinn var 22. október sl., vegna ofanflóðavarna Ísafirði, byggðar neðan Gleiðarhjalla.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

14.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 21 - 1510016F

 

Fundargerð 21. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 27. október sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?