Bæjarráð - 901. fundur - 5. október 2015

 Dagskrá:

1.  

Grunnskólinn á Ísafirði 2012-2014 - 2012030090

 

Lagður er fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli 76/2013, þar sem kærð var ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 6. júní 2013 um breytingar á skólalóð Grunnskólans á Ísafirði. Málinu var vísað frá úrskurðarnefndinni.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.  

Dagverðardalur 3 - byggingarleyfi - 2012060005

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Framför styrktarsjóði verði boðnar bætur fyrir framkvæmdir sem byggingarleyfi var gefið út fyrir skv. kostnaðarmati Tækniþjónustu Vestfjarða og að úthlutun lóðarinnar verði afturkölluð. Í ljósi innsendra athugasemda og álits bæjarlögmanns tók nefndin ákvörðun um að ekki yrðu frekari framkvæmdir á lóðinni.

Enn fremur er lagt fram bréf Einars Ólafssonar, f.h. Framfarar, dags. 29. september sl., með beiðni um endurskoðun á framangreindri tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

Gestir

 

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir - 08:40


Ólöf Guðný yfirgaf fundinn klukkan 09:18.

 

   

3.  

Brekka 1 og 2 lóð 1 - umsókn um stækkun lóðar - 2015090067

 

Valdimar Steinþórsson sækir um stækkun lóðarinnar Brekka 1 og 2 lóð 1. Meðfylgjandi er afsal og uppdráttur. Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við erindið.

 

   

4.  

Tjaldsvæði í Ísafjarðarbæ 2016 - 2015080043

 

Á 19. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar lagði nefndin til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær hætti rekstri tjaldsvæðis við Dynjanda í óbreyttu formi og skoði aðrar leiðir. Það væri sérstök staða að sveitarfélag tæki jafn ríkan þátt í rekstri salerna fyrir umferð alls ferðafólks um jafn vinsælan áningarstað og Dynjandisvog. Kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna reksturs salerna er langt umfram tekjur af tjaldsvæðinu.

 

Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd um að hætta rekstri tjaldsvæðis á Dynjanda í óbreyttu formi og felur umhverfisfulltrúa að vera í sambandi við Umhverfisstofnun um framtíð svæðisins. Ljóst er að umferð um Dynjanda mun stóraukast með Dýrafjarðargöngum og því mikilvægt að tryggja lausn til framtíðar.

 

   

5.  

Ósk um aukningu á stöðugildum Eyrarskjól - 2015090024

 

Á 359. fundi fræðslunefndar var lagt fram beiðni Eyrarskjóls um að fá að ráða starfsmann í 100% starfshlutfall, sbr. minnisblað dags. 29. september sl. frá Margréti Halldórsdóttur. Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að beiðni um stuðning á Eyrarskjóli verði samþykkt í samræmi við eldri framkvæmd í svipuðum málum, enda sé stuðningur sá sami í öllum leikskólum sveitarfélagsins. Nefndin felur starfsmönnum að leggja fyrir næsta fund drög að endurskoðuðum vinnureglum um úthlutun á stuðningi við börn með sérþarfir í leikskólum sveitarfélagsins.

 

Bæjarráð leggur til að beiðnin verði samþykkt og bæjarstjóra falið að gera viðauka í fjárhagsáætlun vegna aukakostnaðar.

 

   

6.  

Gjaldskrár Ísafjarðarbæjar 2016 - 2015030048

 

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 2. október sl., vegna tillagna að breytingum á gjaldskrám Ísafjarðarbæjar 2016.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.  

Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

 

Umræður um fjárhagsáætlun 2016 og vinnufund vegna rammaáætlunar 2016.

 

Ákveðið að halda vinnufund mánudaginn 12. október.

 

   

8.  

Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2015 - 2015020104

 

Lögð er fram fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 25. september 2015.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.  

Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, fundargerðir, ársreikingar o.ff. - 2015050017

 

Fundargerð aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, haldinn 25. september sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.  

Fræðslunefnd - 359 - 1509022F

 

Lögð er fram fundargerð 359. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 1. október sl., fundargerðin er í 5 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

11.  

Íþrótta- og tómstundanefnd - 160 - 1509017F

 

Lögð er fram fundargerð 160. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 30. september sl., fundargerðin er í 5 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

12.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 19 - 1509010F

 

Lögð er fram fundargerð 19. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 29. september sl., fundargerðin er í 6 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?