Bæjarráð - 899. fundur - 21. september 2015

Dagskrá:

1.  

Kalkþörunganám í Ísafjarðardjúpi - umsagnarbeiðni - 2015080041

 

Á 895. fundi bæjarráðs vísaði bæjarráð beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn um kalkþörunganám í Ísafjarðardjúpi til umsagnar umhverfis- og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar. Á 441. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við tillögu að matsáætlun en leggur áherslu á að áhrif efnistöku og vinnslu efnisins verði metin heildstætt."

 

Bæjarráð tekur undir bókun skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

   

2.  

Umsókn um framlag til eflingar tónlistarnámi - 2011100075

 

Lagt er fram bréf Elínar Pálsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur, f.h. innanríkisráðherra, dags. 16. september sl., vegna tímabundinna breytinga á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á eflingu tónlistarnáms.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við innanríkisráðuneytið varðandi eflingu tónlistarnáms.

 

   

3.  

Raggagarður - Samstarfssamningur, styrkur - 2015040005

 

Lagður er fram tölvupóstur Vilborgar Arnarsdóttur, f.h. Raggagarðs, fjölskyldugarðs í Súðavík, frá 9. september sl. þar sem óskað er eftir frekara samstarfi Ísafjarðarbæjar við Raggagarð næstu ár.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að samningi við Raggagarð um samvinnu milli vinnuskólans og Raggagarðs.

 

   

4.  

Rekstur LRÓ 2015-2016 - 2015090059

 

Lagt er fram bréf Margrétar Gunnarsdóttur, f.h. Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, dags. 7. ágúst sl., með beiðni um leiðréttingu á styrk til skólans skólaárið 2014-2015.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra í samvinnu við sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að endurreikna framlag bæjarins til LRÓ og leggja fram að nýju.


Margrét Halldórsdóttir mætti til fundarins kl. 8:22 og yfirgaf fundinn kl. 8:32

 

   

5.  

Fundur sveitastjórnar með fjárlaganefnd 2015 - 2015090042

 

Fulltrúar Ísafjarðarbæjar munu funda með fjárlaganefnd miðvikudaginn 21. september n.k.

 

Bæjarráð fjallaði um hvaða málefni yrðu tekin fyrir á fundi með fjárlaganefnd.

 

   

6.  

Umsóknir um úttektir á grunnskólum - 2011120054

 

Lagt fram bréf Stefáns Baldurssonar og Gunnars J. Árnasonar, fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis, ásamt skýrslu með niðurstöðum úttektar á starfsemi Grunnskólans á Suðureyri. Skýrslan, ásamt áætlun um úrbætur, verður birt á vef ráðuneytisins.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

7.  

Tenging hjúkrunarheimilisins við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða - 2011120009

 

Lagt fram bréf Guðrúnar Sigurjónsdóttur og Hrannar Ottósdóttur fyrir hönd Velferðarráðuneytis, dagsett 15. september 2015, þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær annist nauðsynlegar framkvæmdir vegna tengingar hjúkrunarheimilisins Eyrar við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

 

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið, en leggur áherslu á að fari verkið fram úr kostnaðaráætlun sé það ekki á ábyrgð Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

 

   

8.  

Tillaga að dagsetningu hátíðarhalda vegna afmælis Ísafjarðar og Ísafjarðarbæjar 2016 - 2015090060

 

Á 1. fundi hátíðarnefndar í tengslum við 20 ára afmæli Ísafjarðarbæjar og 150 ára kaupstaðarafmæli Ísafjarðar lagði hátíðarnefndin til við bæjarráð að hátíðardagskrá afmælisársins yrði 14.-17. júlí 2016 og að hátíðahöld yrðu jafnframt í aðdraganda helgarinnar í sem flestum byggðakjörnum sveitarfélagsins.

 

Bæjarráð samþykkir tillögur hátíðarnefndar að dagsetningu.

 

   

9.  

Lokanir afgreiðslustöðva Landsbankans á Suðureyri, Þingeyri og í Bolungarvík - 2015090065

 

Umræður um aðgerðir Landsbankans um lokanir afgreiðslustöðva á Suðureyri, Þingeyri og í Bolungarvík.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Landsbankans að loka útibúum sínum á Suðureyri, Þingeyri og í Bolungarvík. Ljóst er að bankinn hefur ákveðið að fara strax í mjög harkalegar aðgerðir sem bitna á því starfsfólki sem missir vinnu sína auk þess að nærþjónustan hverfur úr byggðarlögunum.

Á s.l. þremur árum hefur Landsbankinn lokað útibúum sínum í Súðavík og á Flateyri og nú fylgja Suðureyri, Þingeyri og Bolungarvík eftir. Í þeim aðgerðum hefur fjöldi starfsmanna misst vinnuna, án þess að bankinn hafi gert neina tilraun til mótvægisaðgerða t.d. með því að flytja störf úr miðlægum vinnslum inn á svæðið.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar skorar á Landsbankann að endurskoða ákvörðun sína og leita leiða hvernig tryggja megi áframhald bankaþjónustu í dreifðari byggðum.

 

   

10.  

Hátíðarnefnd í tengslum við 20 ára afmæli Ísafjarðarbæjar og 150 kaupstaðarafmæli Ísafjarðar - 2015090060

 

Fundargerð hátiðarnefndar í tengslum við 20 ára afmæli Ísafjarðarbæjar og 150 ára kaupstaðarafmæli Ísafjarðar sem haldinn var 8. september sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Lögð fram.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:07

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?