Bæjarráð - 896. fundur - 31. ágúst 2015

Dagskrá:

1.  

Setning siðareglna kjörinna fulltrúa - 2011070026

 

Lagt er fram bréf Hermanns Sæmundssonar og Stefaníu Traustadóttur, f.h. innanríkisráðherra, dags. 19. ágúst sl. ásamt siðareglum fyrir kjörna fulltrúa í Ísafjarðarbæ sem hafa verið staðfestar af innanríkisráðuneytinu.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.  

Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar - 2012120018

 

Lagt er fram bréf Stefaníu Traustadóttur, f.h. innanríkisráðuneytisins, dags. 19. ágúst sl., ásamt staðfestum breytingum á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 535/2014 með síðari breytingum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.  

Fyrirspurn varðandi innleiðingu laga um leikskóla og grunnskóla, Mennta- og menningarmálaráðuneyti - 2015010025

 

Lagt er fram bréf Ástu Maríu Reynisdóttur og Sigríðar Láru Ásbergsdóttur f.h. mennta- og menningarmálaráðherra, dags. 18. ágúst sl., þar sem óskað er eftir upplýsingum um innleiðingu og framkvæmd laga nr. 90/2008 um leikskóla og nr. 91/2008 um grunnskóla.

 

Bæjarráð vísar erindinu á skóla- og tómstundasvið Ísafjarðarbæjar.

 

   

4.  

Óskað eftir upplýsingum um innleiðingu laga um grunnskóla, Mennta- og menningarmálaráðuneyti - 2015010025

 

Lögð eru fram afrit af bréfum Ástu Maríu Reynisdóttur og Sigríðar Láru Ásbergsdóttur, f.h. mennta- og menningarmálaráðherra, dags. 15. ágúst sl., til skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri og Grunnskólans Suðureyri, þar sem óskað er eftir upplýsingum um innleiðingu laga nr. 91/2008 um grunnskóla.

 

Bæjarráð vísar erindinu á skóla- og tómstundasvið Ísafjarðarbæjar.

 

   

5.  

Fyrirspurn um fyrirhugaða byggingu þvottastöðvar fiskeldiskvía á Þingeyri - 2015080070

 

Lagt er fram bréf Wouters Van Hoeymissen dags. 14. ágúst sl., þar sem óskað er upplýsinga um fyrirhugaða byggingu þvottastöðvar fiskeldiskvía á Þingeyri.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

 

   

6.  

Þjóðarsáttmáli um læsi - 2015080073

 

Lagðir eru fram tölvupóstar Gylfa J. Gylfasonar, verkefnastjóra í Menntamálaráðuneytinu, frá 21. og 24. ágúst sl. varðandi hugsanlega undirskrift þjóðarsáttmála um læsi sem áætlað er að fari fram hjá Ísafjarðarbæ 16. september n.k.

 

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar og leggur til við bæjarstjórn að þjóðarsáttmáli um læsi sé samþykktur og að forseta bæjarstjórnar verði falið að undirrita þjóðarsáttmálann.

 

   

7.  

Bygging sauðfjárréttar við Bæ í Staðardal - 2015080074

 

Lagður er fram tölvupóstur Kristjáns Karlssonar sem barst 27. ágúst sl., þar sem óskað er eftir aðkomu Ísafjarðarbæjar að byggingu sauðfjárréttar að Bæ 2 í Staðardal ásamt minnisblaði Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, dags. 28. ágúst sl., um fjárréttir og viðhald þeirra.

 

Ekki er gert ráð fyrir viðhaldi og byggingu fjárrétta í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015. Bæjarráð felur fjallskilanefnd að kanna þörf á viðhaldi og byggingu fjárrétta í Ísafjarðarbæ og gera tilllögu að aðgerðum fyrir árin 2016-2020.

 

   

8.  

Endurmat á málefnum fatlaðs fólks - 2015080077

 

Lögð er fram, sem trúnaðarmál, skýrsla R3-Ráðgjafar ehf. um Endurmat í málefnum fatlaðra á Vestfjörðum frá því í júlí 2015 sem unnin var fyrir Jöfunarsjóð sveitarfélaga. Jafnframt er lögð fram greinargerð Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, frá 29. júlí sl., og minnisblað Sifjar Huldar Albertsdóttur, verkefnastjóra hjá Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, frá því í ágúst 2015 vegna skýrslunnar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Shiran Þórisson yfirgaf fundinn kl. 9:

9.  

Þróunarmiðstöð sjávarútvegsklasa Vestfjarða - 2015080075

 

Lagður er fram tölvupóstur Shirans Þórissonar, framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, frá 13. júlí sl., ásamt samstarfsyfirlýsingu sjávarútvegsklasa Vestfjarða og umsókn sjávarútvegsklasa Vestfjarða.

 

Shiran Þórisson kynnir verkefnið Sjávarútvegsklasi Vestfjarða og ræðir mögulega aðkomu Ísafjarðarbæjar og annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum.
Bæjarráð þakkar kynninguna.

 

 

Gestir

 

Shiran Þórisson - 08:30

 

   

10.  

Fjármögnun framkvæmda 2015, lánsfé - 2015080080

 

Lögð eru fram drög að lánssamningi milli Lánasjóðs sveitarfélaga og Ísafjarðarbæjar, nr. 1508_29, að fjárhæð kr. 237.800.000,- tvöhundruðþrjátíuogsjömilljónirogáttahundruðþúsund, til 20 ára, til að fjármagna framkvæmdir á árinu 2015. Lánið er í samræmi við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015.

Bæjarstjóri leggur til að samþykkt verði eftirfarandi bókun vegna lánveitinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga:

„Bæjarráð samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 237.800.000,- til 20 ára, í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem fram koma í lánssamningi þeim sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna fjárfestingar ársins 2015, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 151066-5779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“

 

Tillaga bæjarstjóra samþykkt.

 

   

11.  

Endurbætur á bílskúrum við Fjarðarstræti 20, tillaga - 2015080079

 

Lögð er fram tillaga fulltrúa sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, frá 28. ágúst sl., um að bílskúrar við Fjarðarstræti 20 á Ísafirði fái nýtt hlutverk og verði endurbættir.

 

Bæjarráð vísar tillögunni til umræðu bæjarstjórnar.

 

   

12.  

Tillaga um að Ísafjarðarbær kaupi íbúðir á Hlíf I - 2015080081

 

Lögð er fram tillaga fulltrúa framsóknarflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, frá 27. ágúst sl., um að Ísafjarðarbær kaupi íbúðir á Hlíf I þegar þær verða næst boðnar til sölu á frjálsum markaði.

 

Bæjarráð vísar erindinu til umræðu í bæjarstjórn.

 

   

13.  

Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 51 - 2014080051

 

Lögð er fram fundargerð 51. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis sem haldinn var 12. ágúst sl., fundargerðin er í 2 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

14.  

Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 52 - 2014080051

 

Lögð er fram fundargerð 52. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis sem haldinn var 19. ágúst sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

15.  

Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 53 - 2014080051

 

Lögð er fram fundargerð 53. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis sem haldinn var 26. ágúst sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:57

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?