Bæjarráð - 893. fundur - 13. júlí 2015

Fundargerð ritaði:  Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari.

 

Dagskrá:

1.  

Laugar í Súgandafirði - vatnsréttindi - 2014110014

 

Lagður er fram til kynningar dómur héraðsdóms Vestfjarða í máli nr. E-94/2014 frá 29. júní sl., þar sem stefnandi er GKP ehf., stefndi Orkubú Vestfjarða ohf. og Ísafjarðarbær er réttargæslustefndi.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.  

Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2015 - 2015010049

 

Lagt er fram bréf Klöru E. Finnbogadóttur, starfsmann stjórnar Námsleyfasjóðs, dags. 2. júlí sl., vegna úthlutunar úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2015.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.  

Fyrirspurn um sölu íbúða í eigu FastÍs - 2015070031

 

Lagt er fram bréf Steinars S. Jónssonar, hjá Garðatorgi eignamiðlun, dags. 8. júlí sl., þar sem spurst er fyrir um mögulega sölu bæjarins á íbúðum í eigu fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið betur og afla frekari upplýsinga.

 

   

4.  

Leiga á húsnæði vegna skjalageymslna Ísafjarðarbæjar - 2013080040

 

Lögð eru fram drög að húsaleigusamningi um Norðurtangahúsið vegna skjalageymslu Ísafjarðarbæjar ásamt athugasemdum bæjarstjóra.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið betur og afla frekari upplýsinga.

 

   

5.  

Rekstur hjúkrunarheimilisins Eyri á Ísafirði - 2014090018

 

Lögð eru fram ný drög að samkomulagi milli Sjúkratrygginga Íslands og Ísafjarðarbæjar varðandi rekstur hjúkrunarheimilisins Eyrar á Ísafirði.

 

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

 

   

Daníel Jakobsson yfirgaf fundinn undir þessum lið.

 

6.  

Uppbyggingarsamningar við SFÍ - 2015020007

 

Lögð eru fram drög að uppbyggingasamningum við Skíðafélags Ísafjarðar, til samþykktar í bæjarráði í sumarleyfi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

 

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

 

   

7.  

Uppbyggingarsamningar við GÍ - 2015020007

 

Lögð eru fram drög að uppbyggingarsamningi við Golfklúbb Ísafjarðar vegna ársins 2015, til samþykktar í bæjarráði í sumarleyfi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

 

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

 

   

8.  

Act Alone - samstarfssamningur 2015-2016 - 2015060010

 

Lögð eru fram drög að samstarfssamningi við Act Alone vegna hátíðarinnar árin 2015 og 2016, til samþykktar í bæjarráð í sumarleyfi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

 

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

 

   

9.  

Trúnaðarmál á stjórnsýslusviði - 2014090027

 

Lögð fram gögn á fundinum vegna eins trúnaðarmáls.

 

Málið er fært í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

 

   

10.  

Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002

 

Lögð er fram fundargerð stjórnar Hverfisráðs Eyrar og efri bæjar sem haldinn var 4. júní sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

11.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 439 - 1507005F

 

Fundargerð 439. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 9. júlí sl., fundargerðin er í 1 lið.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

12.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 16 - 1507004F

 

Fundargerð 16. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 9. júlí sl., fundargerðin er í 1 lið.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:20

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?