Bæjarráð - 892. fundur - 6. júlí 2015

Dagskrá:

1.  

Aðalgata, Suðureyri, akstursstefna - 2014090031

 

Á 438. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var lagt til við bæjarstjórn að Aðalgata Suðureyri yrði gerð að tvístefnugötu samkvæmt tillögu Vegagerðarinnar, jafnframt var sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs falið að vinna í samvinnu við Hverfisráð Súgandafjarðar um útfærslur á hraðatakmörkunum.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar og felur bæjarstjóra að hafa samband við Vegagerðina um þátttöku.

 

 

Gestir

 

Sigurður Hreinsson - 08:18


Sigurður Hreinsson yfirgefur fundinn kl. 8:26.

 

   

2.  

Silfurgata 5 - nýting forkaupsréttar - 2015070020

 

Lagt er fram kauptilboð í fasteignina Silfurgötu 5, sem Ísafjarðarbær hefur forkaupsrétt að. Óskað er eftir því að bæjarráð staðfesti afstöðu Ísafjarðarbæjar um hvort það falli frá forkaupsrétti eða hyggist nýta forkaupsrétt sinn.

 

Bæjarráð fellur frá forkaupsrétti á Silfurgötu 5, Ísafirði.

 

   

3.  

Brothættar byggðir - 2014090062

 

Lagt er fram bréf Elínar Gróu Karlsdóttur, forstöðumanns fyrirtækjasviðs og staðgengils forstjóra Byggðastofnunar, f.h. Byggðastofnunar, sem dagsett er 26. júní sl., þar sem kynnt er að byggðalög innan Ísafjarðarbæjar séu ekki tekin inn í verkefnið Brothættar byggðir að svo stöddu.

 

Bæjarráð telur brýna þörf á að Byggðastofnun hafi frekari úrræði til að koma að störfum með Ísafjarðarbæ til styrkingar þeirra byggðalaga sem hér eru.

 

   

4.  

Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

 

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu fjárhagsáætlunargerðar 2016 og fer yfir næstu skref.

 

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu fjárhagsáætlunargerðar 2016 og fer yfir næstu skref.

 

   

5.  

Fjárhagsáætlun 2016 - 2015030048

 

Á 357. fundi fræðslunefndar var lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dagsett 26. júní 2015, þar sem fram kemur að í upphafi vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 gefist nefndarmönnum tækifæri til að koma með athugsemdir eða tillögur að breytingum við allt starf sviðsins. Gjaldskrá 2015 er lögð fram samhliða minnisblaðinu.

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að hugað verði að fækkun starfsdaga leikskóla á dagvinnu í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2016.

 

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunar.

 

   

6.  

Bæjarráðsfundir 2015 - 2015010009

 

Rætt um skipulagningu bæjarráðsfunda í sumarlokun bæjarskrifstofa Ísafjarðarbæjar sem stendur frá 13. júlí n.k. til og með 31. júlí n.k.

 

Bæjarráð ræddi að haldnir yrðu fundir í sumarlokuninni ef áríðandi mál kæmu fram á tímabilinu.

 

   

7.  

Fjármögnun Eyrar Hjúkrunarheimilis - 2014090018

 

Lögð eru fram drög að samkomulagi milli Sjúkratrygginga Íslands og Ísafjarðarbæjar varðandi rekstur hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að samkomulaginu og ljúka gerð samkomulagsins í samræmi við þau drög sem fyrirliggja og athugasemdir sem fram komu á fundinum.

 

   

8.  

Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002

 

Lögð er fram fundargerð fundar hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis sem haldinn var 10. júní sl.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

9.  

Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. - 2013030023

 

Lögð er fram fundargerð fundar Framkvæmdasýslu ríkisins sem haldinn var 25. júní sl. vegna ofanflóðavarna Ísafirði, byggðar neðan Gleiðarhjalla.

 

Lögð fram til kynningar.

 

 

 

10.  

Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 135 - 1506023F

 

Fundargerð 135. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 29. júní sl., fundargerðin er í 1 lið.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

11.  

Fræðslunefnd - 357 - 1506019F

 

Fundargerð 357. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 2. júlí sl., fundargerðin er í 12 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

12.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 438 - 1506022F

 

Fundargerð 438. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 1. júlí sl., fundargerðin er í 8 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:23

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?