Bæjarráð - 888. fundur - 8. júní 2015

Dagskrá:

1.  

Sýslumaðurinn á Ísafirði - leyfisveitingar 2015 - 2015010098

 

Lögð er fram umsókn Sveins Yngva Valgeirssonar um rekstrarleyfi til sölu gistingar að Drafnargötu 4, Flateyri, í flokki I, dags. 1. júní sl., auk umsagnar Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, skipulags- og byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 1. júní sl.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

 

   

2.  

Sýslumaðurinn á Ísafirði - leyfisveitingar 2015 - 2015010098

 

Lögð er fram umsókn Eyþórs Fannars Valgeirssonar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki I að Ránargötu 8, Flateyri, dags. 24. maí sl. auk umsagnar Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 1. júní sl.

 

Bæjarráð getur ekki samþykkt að rekstrarleyfi verði veitt fyrir Ránargötu 8, Flateyri, fyrr en framkvæmdum hefur verið lokið við eignina og eignin færð í matsstig 7.

 

   

3.  

Sýslumaðurinn á Ísafirði - leyfisveitingar 2015 - 2015010098

 

Lögð er fram umsókn Iceland Profishing hf. um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir gististað að Melgötu 1, Flateyri. ásamt umsögn Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 2. júní sl.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

 

   

4.  

Bílastæði við Neðstakaupstað - 2014030044

 

Lagt er fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, dags. 4. júní sl., vegna bílastæða við Neðstakaupstað, þar sem óskað er eftir að bætt verði við fyrirfram ákveðið verk. Viðbótin rúmast innan heildar framkvæmdaráætlunar Ísafjarðarbæjar 2015.

 

Bæjarráð samþykkir umbeðnar breytingar á framkvæmdum vegna bílastæða við Neðstakaupstað.

 

 

 

5.  

Malbikun gatna 2015 - 2015050020

 

Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 5. júní sl. vegna kostnaðar við malbikun gatna í Ísafjarðarbæ árið 2015.

 

Bæjarráð samþykkti framkomna beiðni sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.

 

   

6.  

Hornstrandafriðlandið - 2015050041

 

Lagt er fram boð Umhverfisstofnunar á málþing í tilefni 40 ára afmælis friðlandsins á Hornströndum þann 12. júní n.k.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.  

BSVest - Ýmis mál 2015 - 2015010113

 

Lagður er fram tölvupóstur Sifjar Huldar Albertsdóttur, f.h. Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, frá 2. júní sl., þar sem farið er fram á framlag til að byggja upp varasjóð til að mæta halla á rekstri málaflokksins.

 

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

 

   

8.  

Áskorun um endurskoðun á hækkun veiðigjalds á bolfiski - 2015060022

 

Bæjarstjórn vísaði tillögu Jónasar Þórs Birgissonar um áskorun um endurskoðun á hækkun veiðigjalds á bolfisk frá bæjarstjórnarfundi 4. júní sl. til bæjarráðs.

 

Jónas Þór Birgisson dregur áskorunina um endurskoðun á hækkun veiðigjalds á bolfisk til baka.

 

   

9.  

Málefni eldri borgara - 2015060027

 

Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 4. júní sl., í kjölfar fundar hans með formanni Félags eldri borgara á Ísafirði.

 

Bæjarráð tekur fram að stofnun öldungaráðs er á lokametrunum og hefur drögum að samþykktum öldungaráðs verið vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarráð fagnar umræðunni um húsnæðisþörf eldri borgara og vísar erindinu að öðru leyti en varðar öldungaráð til félagsmálanefndar.

 

   

10.  

LÚR-festival 2015, óskað eftir styrk - 2015040004

 

Lagður er fram tölvupóstur Þórðar Ingólfs Úlfs Júlíussonar, f.h. skipulagsnefndar LÚR-festivals, frá 1. júní sl., þar sem óskað er eftir fjárframlagi fyrir starfsmann í einn mánuð vegna framkvæmdar LÚR festivals.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn sem er í 11. lið þessarar fundargerðar verði samþykktur.

 

   

11.  

6. viðauki við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

 

Lögð eru fram drög að 6. viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015 vegna tómstundarútu og framlags til LÚR.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

 

   

12.  

7. viðauki við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

 

Lögð eru fram drög að 7. viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015 vegna leigu á geymslu fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

 

   

13.  

Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002

 

Lögð er fram fundargerð félagsfundar Hverfisráðs Eyrar og efri bæjar, frá 21. maí 2015

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

14.  

Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. - 2013030023

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð fundar Framkvæmdasýslu ríkisins sem haldinn var 28. maí sl., vegna ofanflóðavarna Ísafirði, byggðar neðan Gleiðarhjalla.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

15.  

Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 133 - 1505016F

 

Fundargerð 133. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 28. maí sl., fundargerðin er í 4 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

16.  

Íþrótta- og tómstundanefnd - 158 - 1505017F

 

Fundargerð 158. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 29. maí sl., fundargerðin er í 6 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:16

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?