Bæjarráð - 880. fundur - 31. mars 2015

Dagskrá:

1.  

Sýslumaðurinn á Ísafirði - leyfisveitingar 2015 - 2015010098

 

Lögð er fram umsókn félagsins Aldrei fór ég suður um tækifærisleyfi, dags. 23. mars sl.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

 

   

2.  

Styrkir til félaga- og félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum 2015 - 2015030028

 

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 21. mars sl., varðandi afgreiðslu styrkja til félaga- og félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum 2015.

 

Bæjarráð samþykkti tilllögur að afgreiðslu umsókna um styrki til félagasamtaka.

 

   

3.  

Almennar styrkbeiðnir og styrktarlínur 2015 - 2015010017

 

Lagt er fram bréf Karitasar Pálsdóttur, formanns Harmonikufélags Vestfjarða, dags. 23. mars sl., þar sem óskað er eftir styrk í tengslum við Landsmót Sambands íslenskra harmonikuunnenda sem haldið verður á Ísafirði 2017.

 

Bæjarráð samþykkir erindið.

 

   

4.  

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2015 - 2014060014

 

Lagt er fram bréf Jóns Svanbergs Hjartarsonar, f.h. Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, dags. 30. mars sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna landsþings félagsins á Ísafirði 29.-30. maí n.k.

 

Bæjarráð samþykkir beiðni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um að fá afnot af íþróttahúsinu á Torfnesi, endurgjaldslaust.

 

   

5.  

Umsókn um skotsvæði til æfinga og keppni undir áhorfendastúku við Torfnesvöll - 2015020040

 

Lagður er fram tölvupóstur Karls Vilbergssonar, lögreglustjóra Lögreglunnar á Vestfjörðum, dags. 9. febrúar sl., vegna beiðni um leyfi til að starfrækja skotsvæði til æfinga og keppni undir áhorfendastúku við Torfnesvöll á Ísafirði.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingar leyfis til að starfrækja skotsvæði til æfinga og keppni undir áhorfendastúku við Torfnesvöll á Ísafirði.

 

   

6.  

Leyfi fyrir fornleifauppgreftri í Hnífsdal - 2015030087

 

Lagt er fram bréf Kristjáns Pálssonar, sagnfræðings, dags. 24. mars sl., þar sem óskað er eftir leyfi Ísafjarðarbæjar fyrir fornleifagreftri í Hnífsdal.

 

Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar. Enn fremur mun bæjarráð senda Íbúasamtökunum í Hnífsdal afrit af bréfinu til kynningar.

 

   

7.  

Vegagerðin - starfsleyfi fyrir rekstur bikbirgðastöðvar á Ísafirði - 2015010015

 

Lagt er fram bréf Sigurðar Ingasonar, f.h. Umhverfisstofnunar, dags. 24. mars sl. vegna útgáfu starfsleyfis fyrir bikbirgðastöð á Ísafirði.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.  

Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

 

Lagt er fram bréf íbúa Kjarrholts á Ísafirði, dags. 25. mars sl., vegna stoðvirkis í Kubba.

 

Varnirnar í Kubba hafa lengi staðið til og málið hefur ekki tafist vegna andmæla íbúa. Stöðugt hefur verið unnið í vörnum í Skutulsfirði á undanförnum árum og skal þeim lokið árið 2020. Það eru hinsvegar Ofanflóðasjóður og fjárlög ríkisins sem ráða mestu um það hvenær ráðist er í verkin. Í vetur hefur það verið rætt milli fulltrúa Ísafjarðarbæjar, Framkvæmdasýslunnar og Ofanflóðasjóðs að nú þurfi að hefjast handa við undirbúning lokaverksins í Kubba. Ekki er ástæða til að ætla annað en það gangi eftir og framkvæmdir geti jafnvel hafist á næsta ári.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfriturum.

 

   

9.  

Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. - 2013030023

 

Lagt er fram bréf Hafsteins Steinarssonar, f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 1. desember s.l., með tillögu að seinni áfanga aurvarnargarðs ofan Hjallavegar.

 

Bæjarráð óskar eftir umsögn sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs á beiðninni.

 

   

10.  

Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2014, framlag til Fastís - 2015010057

 

Lagt er fyrir minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 24. mars sl., með tillögu að framlagi til Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. vegna ársins 2014.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu að framlagi til Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. vegna ársins 2014.

 

   

11.  

Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 132 - 1503008F

 

Fundargerð 132. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum, haldinn 25. mars 2015, fundargerðin er í 3 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Daníel Jakobsson

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?