Bæjarráð - 879. fundur - 23. mars 2015

Dagskrá:

1.  

Tjaldsvæði Tungudalur 2015 - 2014090032

 

Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 16. mars sl., þar sem lagt er til að samið verði við G.I. Halldórsson á grundvelli aðaltilboðs í verkið Tjaldsvæðið í Tungudal.

 

Bæjarráð samþykkir að samið verði við G.I. Halldórsson ehf. vegna Tjaldsvæðisins í Tungudal að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

 

   

2.  

Tómstundir barna á Þingeyri - akstur strætisvagna - 2015030063

 

Lagður er fram tölvupóstur Signýjar Þallar Kristinsdóttur, f.h. Íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri, frá 16. mars sl., þar sem óskað er eftir viðbótar ferðum í tengslum við skíðaæfingar við íþróttaskóla HSV milli Þingeyrar og Ísafjarðar.

 

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að skoða málið áfram.

 

   

3.  

Hverfisráð Súgandafjarðar - 2011030002

 

Lagt er fram bréf Magnúsar S. Jónssonar, f.h. Hverfisráðsins í Súgandafirði, dags. 10. mars sl., vegna pottaaðstöðu við sundlaugina á Suðureyri.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.  

Hverfisráð Súgandafjarðar - 2011030002

 

Lögð er fram fundargerð 4. fundar Hverfisráðs Súgandafjarðar frá 4. mars sl.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

5.  

Gatnagerð á Flateyri 2014 - 2014010006

 

Lagt fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, þar sem hann leggur til að gengið verði til samninga við Gröfuþjónustu Bjarna ehf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins í verkið „Gatnagerð á Flateyri“. Aðeins þetta eina tilboð barst.

 

Bæjarráð samþykkir að samið verði við Gröfuþjónustu Bjarna ehf. vegna gatnagerðar á Flateyri að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

 

   

6.  

Afhending Eyrarrósarinnar 2014 - 2015030071

 

Lagður fram tölvupóstur Hönnu Styrmisdóttur, stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík, dagsettur 18. mars sl., ásamt bréfi, þar sem upplýst er að Eyrarrósin verði afhent við hátíðlega athöfn á Ísafirði þann 4. apríl næstkomandi. Stjórn Eyrarrósarinnar fer þess á leit við bæjarstjórn að bæjarstjóri ávarpi gesti og bjóði til móttöku að afhendingu lokinni.

 

Bæjarráð samþykkir beiðnina og felur bæjarstjóra að skipuleggja viðburðinn í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík.

 

   

7.  

Heimkomuhátíð - 2015030073

 

Lagt er fram til kynningar minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 19. mars sl., um heimkomuhátíðina 2015.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.  

Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

 

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, dags. 20. mars sl., vegna fundar með íbúum Kjarrholts í kjölfar rýmingar vegna snjóflóðahættu.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið.

 

   

9.  

Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2014-2015 - 2014030020

 

Lagt fram bréf Náttúrustofu Vestfjarða, dagsett 16. mars sl., þar sem boðað er til ársfundar Náttúrustofu þann 15. apríl nk.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.  

Tækjahús og 30m mastur á Laugabólsfjalli - byggingarleyfi - Sæstrengur Arnarfirði - 2014050056

 

Lagt fram bréf Lögreglustjórans á Vestfjörðum, dagsett 17. mars sl., þar sem óskað er eftir öllum gögnum Ísafjarðarbæjar er varða rafstreng er liggur í sjó yfir Arnarfjörð. Óskað er eftir þessum gögnum vegna rannsóknar sakamáls.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afhenda þau gögn sem óskað er eftir.

 

   

11.  

Styrkbeiðni vegna forvarnarstarfs. - 2009010048

 

Lagt fram bréf Saman-hópsins, dagsett 15. mars sl., þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna forvarnastarfs.

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

 

   

12.  

Asahláka í febrúar 2015 - lærdómsskýrsla, verksamningur við VSÓ ráðgjöf - 2015020033

 

Lagt fram minnisblað Verkís, dagsett 9. mars sl., vegna asahláku sem varð í Ísafjarðarbæ 8. febrúar sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

13.  

Sjókvíaeldi ÍS 47 ehf. í Önundarfirði - 2013110015

 

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar, dagsett 13. mars sl., ásamt starfsleyfi ÍS 47 ehf. fyrir fiskeldi í Önundarfirði.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

14.  

Hugsanlegt vinabæjarsamstarf við Les Sables-d"Olonne - 2015020117

 

Lagður fram tölvupóstur Kristínar Hálfdánsdóttur, bæjarfulltrúa, dagsettur 20. mars sl., þar sem óskað er eftir svörum við eftirtöldum spurningum varðandi ferð embættismanna til Les Sables-d"Olonne í Frakklandi.

1. Hvert er markmið ferðarinnar?
2. Hverjir fara á vegum Ísafjarðarbæjar?
3. Hver er kostnaður Ísafjarðarbæjar vegna þessar ferðar?

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.

 

   

15.  

Fræðslunefnd - 354 - 1503012F

 

354. fundur fræðslunefndar, haldinn 19. mars 2015.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:48

 

 

Kristján Andri Guðjónsson

 

Daníel Jakobsson

Sigurður Jón Hreinsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?