Bæjarráð - 877. fundur - 9. mars 2015

Dagskrá:

1.  

Úthlutun 2014 - 2013090028

 

Lagt er fram bréf Elínar Pálsdóttur og Halldórs V. Kristjánssonar hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga f.h. innanríkisráðherra, dags. 26. febrúar sl. þar sem gerð er grein fyrir úthlutun og uppgjöri framlaga úr Jöfnunarsjóði vegna ársins 2014.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.  

Boðun XXIX. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2015010049

 

Lagt er fram bréf frá Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslensksra sveitarfélaga, dags. 2. mars 2015, þar sem boðið er til XXIX. landsþings sambandsins föstudaginn 17. apríl n.k.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.  

Gatnagerð á Mávagarði - 2013100043

 

Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 4. mars sl., vegna gatnagerðar á Mávagarði, þar sem lagt er til að samið verði við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. vegna verksins.

 

Bæjarráð samþykkir að samið verði við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. vegna gatnagerðar á Mávagarði.

 

   

4.  

Asahláka í febrúar 2015 - lærdómsskýrsla, verksamningur við VSÓ ráðgjöf - 2015020033

 

Lagt er fram svarbréf Huldu Ragnheiðar Árnadóttur, framkvæmdastjóra Viðlagatrygginga Íslands, dags. 3. mars sl., vegna fyrirspurnar Ísafjarðarbæjar um aðkomu Viðlagatrygginga að asahlákunni 8. febrúar sl.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi Viðlagatrygginga Íslands.

 

   

5.  

Kaplaskjól 2 Engidal - byggingarleyfi fyrir hesthúsi - 2007100029

 

Lagt er fram bréf Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, hrl., f.h. Aðalsteins Ómars Ásgeirssonar, vegna leyfis til byggingar hesthúss að Kaplaskjóli 2 í Engidal. Auk bréfs Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 5. mars sl., til stjórnar Hestamannafélagsins Hendingar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.  

Ljósmyndasafn Ísafjarðarbæjar - 2014100015

 

Lagt er fram bréf Guðrúnar Svövu Guðmundsdóttur, dags. 4. mars sl., þar sem ítrekaðar eru hugmyndir um ljósmyndasafn bæjarfélagsins.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara í samræmi við minnisblað forstöðumanns Safnahússins.

 

   

7.  

Styrkir til félaga- og félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum 2015 - 2015030028

 

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 6. mars sl., varðandi afgreiðslu styrkja til félaga- og félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum 2015.

 

Bæjarráð samþykkir tillögur fjármálastjóra að afgreiðslu styrkja til félaga- og félagasamtaka til greiðslu á fasteignagjöldum 2015.


Marzellíus Sveinbjörnsson og Kristján Andri Guðjónsson yfirgáfu fundinn undir þessum lið.

 

   

8.  

Félagsmálanefnd - 395 - 1503001F

 

Fundargerð 395. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 3. mars sl., fundargerðin er í 7 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:37

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?