Bæjarráð - 876. fundur - 2. mars 2015

Dagskrá:

1.  

Vestfjarðavíkingurinn 2015 - 2015020099

 

Lagður er fram tölvupóstur Magnúsar Ver, f.h. Félags íslenskra kraftamanna, frá 23. febrúar sl., þar sem óskað er eftir styrk í tengslum við Vestfjarðavíkinginn 2015.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

2.  

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2015 - 2014060014

 

Lagður er fram tölvupóstur Herdísar Karlsdóttur, markaðs- og sölufulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, frá 24. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er boðin auglýsing í blaðinu Björgun.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um málið í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

3.  

Vestfirðir, hluti af heildinni - opinber störf á landsbyggðinni - 2015020058

 

Lagður er fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, frá 11. febrúar sl. auk skýrslunnar Vestfirðir, Hluti af heildinni, sem gerð var í kjölfar umræðufundar á Grand Hótel Reykjavík, 4. desember sl.

 

Skýrslan lögð fram til kynningar.

 

 

 

Sif Huld Albertsdóttir og Margrét Geirsdóttir mæta til fundarins undir þessum lið kl. 08:28.

4.  

BSVest - Ýmis mál 2015 - 2015010113

 

Lögð er fram fundargerð stjórnarfundar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, sem haldinn var 23. febrúar sl., auk samþykktar stjórnarfundarins þess efnis að stjórnin beinir því til aðildarsveitarfélaga sinna að óska eftir viðræðum við velferðarráðuneytið um að ríkið taki við málaflokki fatlaðs fólks á Vestfjörðum úr höndum sveitarfélaga.

 

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
"Ísafjarðarbær vill helst af öllu hafa málefni fatlaðra á hendi sveitarfélaga. Stöðugar forsendubreytingar, lág fjárframlög og sú staðreynd að upplýsingar um fjárframlög koma seint fram, og jafnvel eftir að árið er liðið, gera sveitarfélaginu hinsvegar ómögulegt að skipuleggja verkefnin og sinna þeim með sóma. Bæjarráð styður því tillögu BV um að teknar verði upp viðræður um málið."

Sif Huld Albertsdóttir og Margrét Geirsdóttir yfirgáfu fundinn kl. 8:40.

 

   

5.  

Tjón vegna asahláku í febrúar 2015 - 2015020033

 

Lögð eru fram frumdrög að viðauka vegna Lærdómsskýrslu, í samræmi við bókun 874. fundar bæjarráðs 16. febrúar sl.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

 

   

6.  

Samstarfssamningur við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða - 2010080057

 

Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að beiðni Atvest um styrk til markaðsstefnu Ísafjarðarbæjar verði veitt af fjárframlagi samningsins vegna ársins 2014.

Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að beiðni Atvest um styrk til location, markaðssetningar og viðburði verði samþykkt af fjárframlagi samningsins vegna ársins 2015.

 

Bæjarráð samþykkir framangreindar umsóknir Atvest um styrk á grundvelli samstarfssamnings Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar.

 

   

7.  

Aldrei fór ég suður 2015 - 2015020114

 

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 27. febrúar sl., auk draga að stuðsamningi vegna Aldrei fór ég suður hátíðarinnar.

 

Bæjarráð samþykkir drögin að samningnum með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera viðeigandi breytingar á samningnum og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn.

 

   

8.  

Hugsanlegt vinabæjarsamstarf við Les Sables-d"Olonne - 2015020117

 

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 27. febrúar sl., um hugsanlegt vinabæjarsamstarf við Les Sables-d"Olonne og heimsókn til Frakklands.

 

Lagt fram til umræðu.

 

   

9.  

Trúnaðarmál - 2015020077

 

Málið er fært í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

 

   

10.  

Lánsumsókn til Ofanflóðasjóðs 2015 - 2015020019

 

Lagt er fram afrit af lánsumsókn Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 27. febrúar sl., til Ofanflóðasjóðs vegna kostnaðar 2014, sem lagt er til að sent verði til Ofanflóðasjóðs.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, vegna lánsumsóknar til ofanflóðasjóðs.

 

   

11.  

Frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni - 2015020078

 

Lagt er fram frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni, 504. mál. Frumvarpið var tekið fyrir á 10. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem leggur til eftirfarandi umsögn:
"Mjög áríðandi sé að kostnaður við eftirlitið fari ekki fram úr tekjum af seldri þjónustu. Eins og fram kemur í frumvarpinu má ætla að auknar tekjur skili sér inn til Samgöngustofu vegna fleiri leyfisveitinga, allar hækkanir á leyfum og þjónustu lenda á endanum á neytendum í landinu."

 

Bæjarráð tekur undir umsögn umhverfis- og framkvæmdanefndar og vísar henni til bæjarstjórnar.

 

   

12.  

Frumvarp til laga um farmflutninga á landi - 2015020078

 

Lagt er fram frumvarp til laga um farmflutninga á landi (aukið eftirlit, starfsleyfi o.fl., EES-reglur), 503. mál. Frumvarpið var tekið fyrir á 10. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem leggur til eftirfarandi umsögn:
"Mjög áríðandi sé að kostnaður við eftirlitið fari ekki fram úr tekjum af seldri þjónustu. Eins og fram kemur í frumvarpinu má ætla að auknar tekjur skili sér inn til Samgöngustofu vegna fleiri leyfisveitinga, allar hækkanir á leyfum og þjónustu lenda á endanum á neytendum í landinu."

 

Bæjarráð tekur undir umsögn umhverfis- og framkvæmdanefndar og vísar henni til bæjarstjórnar.

Kristján Andri Guðjónsson, yfirgefur fundinn kl. 9:57.

 

   

13.  

Fundargerðir heilbrigðisnefndar 2015 - 2015020104

 

Lögð er fram fundargerð 100. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarða sem haldinn var 20. febrúar sl.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

14.  

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 124 - 1502008F

 

Fundargerð 124. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar haldinn 23. febrúar n.k., fundargerðin er í 5 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

15.  

Fundargerðir nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis - 2014080051

 

Fundargerð 42. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði haldinn 17. febrúar sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

16.  

Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu - 4 - 1501012F

 

Fundargerð 4. fundar nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu haldinn 20. febrúar sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

17.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 429 - 1502012F

 

Fundargerð 429. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 25. febrúar sl., fundargerðin er í tveimur liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

18.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 10 - 1502010F

 

Fundargerð 10. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar haldinn 26. febrúar, fundargerðin er í 3 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?