Bæjarráð - 875. fundur - 23. febrúar 2015

Dagskrá:

1.  

Mánaðaryfirlit Skatttekjur og laun - 2015020081

 

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, um skatttekjur og laun 31. janúar 2015, dags. 19. febrúar sl.

 

Edda María Hagalín mætir til fundarins kl. 8:14.
Lagt fram til kynningar.

 

   

2.  

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015 - 2015010094

 

Lagður er fram 3. viðauki við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2015 varðandi viðbótarstöðu í bókhaldi vegna fæðingarorlofs fjármálastjóra.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.
Edda María yfirgefurinn fundinn kl. 8:24.

 

   

3.  

Sýslumaðurinn á Ísafirði - leyfisveitingar 2015 - 2015010098

 

Lagt er fram bréf sýslumannsins á Ísafirði, dags. 18. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um umsókn um Slétt og Slitrótt ehf. um gistileyfi, dags. 12. febrúar sl.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

 

   

4.  

Sýslumaðurinn á Ísafirði - leyfisveitingar 2015 - 2015010098

 

Lagt er fram bréf sýslumannsins á Ísafirði, dags. 19. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um umsókn um Sigríðar Gunnsteinsdóttur, um gistileyfi I, dags. 19. febrúar sl.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

 

   

5.  

Tækjahús og 30m mastur á Laugabólsfjalli - byggingarleyfi - Sæstrengur Arnarfirði - 2014050056

 

Lagt er fram til kynningar bréf Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 29. janúar 2015, til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, vegna sæstrengs í Arnarfirði.

 

Lagt fram til kynningar.

Jónas Þór Birgisson leggur fram eftirfarandi bókun:
"Í fundargerð Umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar frá 21. maí 2014 má lesa undir 12. lið:

"Lagt fram erindi dags. 14. maí sl. frá Kjartani Gunnsteinssyni umsjónarmanni farskiptamannvirkjagerðar Neyðarlínunnar þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi til að leggja vegslóða frá núverandi Vodafone húsi yfir á Laugabólsfjall, leggja rafstreng yfir Arnarfjörð frá Hlaðseyri að Laugabóli og upp í nýtt fjarskiptahús

Umhverfisnefnd samþykkir erindið"

Það verður að teljast afar athyglisverð söguskýring bæjarstjóra, sem á ofangreindum fundi fór með formennsku nefndarinnar, að skilningur nefndarmanna á þessari bókun hafi verið að hún snerti á engan hátt lagningu strengs yfir Arnarfjörð."

 

   

6.  

Styrktarsjóður EBÍ 2015 - 2015020086

 

Lagt er fram bréf Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Brunabótafélags Íslands, dags. 12. febrúar 2015, varðandi styrktarsjóðs EBÍ 2015.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.  

Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078

 

Lagt er fram til umsagnar frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 339. mál.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við frumvarpið.

 

   

Bæjarráð samþykkir að taka fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar inn á dagskrá fundarins með afbrigðum.

8.  

Fyrirspurn til formanns bæjarráðs vegna fréttar á BB.is í tengslum breytingar á aðalskipulagi. - 2015020096

 

Lögð er fram fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar, frá 20. febrúar sl. vegna fréttar á BB.is í tengslum við breytingar á aðalsskipulagi um að minni líkur séu á veitu úr Stóra Eyjavatni.

 

Formaður bæjarráðs leggur fram eftirfarandi bókun vegna framangreindar fyrirspurnar:

"Þó bæjarstjóri hafi ekki atkvæðisrétt í bæjarstjórninni þá hefur hann bæði málfrelsi og tillögurétt.

Þetta mál er til vinnslu í skipulagsnefnd og mun koma til okkar í bæjarstjórninni eftir umfjöllun nefndarinnar, og þá er það okkar kjörinna fulltrúa að taka afstöðu til málsins. Bæjarstjóri má að sjálfsögðu hafa sína skoðun á málinu.

Varðandi þær ályktanir sem bæjarstjóri dregur eftir umsögn Umhverfisstofnunar, þá er ég þeim fyllilega sammála þó við höfum ekki rætt þær á formlegum vettvangi. Við þurfum að hafa afar góð rök fyrir því að fara gegn umsögn Umhverfisstofnunar að mínu mati. Þannig að það er fullkomnlega eðlilegt að bæjarstjóri telji að það dragi úr líkum á veitu úr stóra Eyjavatni eftir þessum umsögn."

Jónas Þór Birgisson, leggur fram eftirfarandi bókun við bókun formanns bæjarráðs:

"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ, rétt eins og örugglega allir aðrir Vestfirðingar, leggja mikla áherslu á að ekki verði farið í neinar þær framkvæmdir sem eyðileggja náttúruperluna Dynjanda. Það eru hins vegar eðlileg vinnubrögð og sjálfsagðir mannasiðir að leyfa Nefnd um skipulags- og framkvæmdamál að ljúka sinni umsagnarvinnu áður en bæjarfulltrúar fara að tjá sig opinberlega um hugsanlega veitu úr Stóra-Eyjavatni. Að sama skapi væri æskilegt að bæjarstjóri biði með að birta spádóma um hugsanlega niðurstöðubæjarstjórnar um þetta mál, þar til niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir."

Fulltrúar Í-listans í bæjarráði leggja fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaðir bæjarfulltrúar Í-listans telja það vera rétt bæjarfulltrúa að fá að tjá sig um mál sem eru til umræðu í stjórnkerfi bæjarins á öllum stigum málsins, sama gildir um bæjarstjóra.
Arna Lára Jónsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson"

 

   

9.  

Íþrótta- og tómstundanefnd - 156 - 1502011F

 

156. fundur íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 18. febrúar sl., fundargerðin er í 3 liðum. Á fundinum skoraði nefndin m.a. á bæjarstjórn að flýta framtíðarskipulagi á Torfnessvæðinu.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að koma með tillögu að vinnulagi varðandi framtíðarskipulagningu á Torfnessvæðinu.

 

   

10.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 428 - 1502013F

 

428. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 18. febrúar sl., fundargerðin er í 1 lið.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:18

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?