Bæjarráð - 874. fundur - 16. febrúar 2015

Dagskrá:

1.

2015010017 - Almennar styrkbeiðnir og styrktarlínur 2015

 

Lagt er fram bréf Kristjáns Einarssonar, formanns undirbúningsnefndar þorrablóts Flateyringa, dags. 11. febrúar sl.

 

Bæjarráð samþykkir beiðni um niðurfellingu á gjöldum er varða leigu á íþróttahúsinu á Flateyri.

 

   

2.

2015020063 - Landsfundur Sjálfsbjargar á Ísafirði

 

Lagt er fram bréf Magnúsar Reynis Guðmundssonar, formanns Sjálfsbjargar á Ísafirði, dags. 10. febrúar sl., vegna landsfundar samtakanna.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og afgreiða í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

3.

2013010070 - Dægradvöl - húsnæði

 

Lagt er fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 10. febrúar sl., með beiðni um húsnæði fyrir Dægradvöl.

 

Bæjarráð samþykkir erindið, með þeim fyrirvara að það leiði ekki til frekari kostnaðar en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

 

   

4.

2015020033 - Tjón vegna asahláku í febrúar 2015

 

Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 12. febrúar sl., auk minnisblaðs Herdísar Sigurjónsdóttur, dags. 10. febrúar sl., um úrvinnslu mála vegna asahláku

 

Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að gera viðauka vegna málsins.

 

   

5.

2015020074 - Tillögur að breyttri tilhögun á úthlutun til landshlutanna.

 

Lagður er fram tölvupóstur Hrafnhildar Ýrar Víglundsdóttur, f.h. Ferðamálastofu, bréf Ólafar Ýrr Atladóttur, ferðamálastjóra, dags. 3. desember 2014 um tillögur á breyttri tilhögun á úthlutunum til landshlutanna, auk áliti hagsmunaðila á Vestfjörðum á breyttu vinnulagi.

 

Díana Jóhannsdóttir mætir til fundarins undir þessum lið kl. 08:42.
Umræður fóru fram um þessa breyttu tilhögun. Fulltrúar Ísafjarðarbæjar munu mæta á boðaðan fund með ferðamálastjóra 23. febrúar n.k. til að ræða málið enn frekar.

 

   

6.

2015020032 - Frumvarp til laga um náttúrupassa

 

Lagt er fram frumvarp til laga um náttúrupassa, 455. mál. Frumvarpið var tekið fyrir á 9. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar.

 

Lögð voru fram drög að ályktun fyrir bæjarstjórn vegna frumvarps til laga um náttúrupassa.
Díana Jóhannsdóttir yfirgefur fundinn kl. 09:15.

 

   

7.

2015020035 - Frumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn

 

Lagt er fram frumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn, 427. mál. Frumvarpið var tekið fyrir á 9. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar.

 

Bæjarráð tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar en gerir ekki frekari athugasemdir við frumvarpið.

 

   

8.

2014010051 - Velferðarráðuneyti - Ýmis erindi 2014-2015

 

Lagður er fram tölvupóstur frá Velferðarráðuneytinu 11. febrúar sl., vegna breytinga á lánveitingum Íbúðalánasjóðs.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.

2014050056 - Tækjahús og 30m mastur á Laugabólsfjalli - byggingarleyfi - Sæstrengur Arnarfirði

 

Lagt er fram bréf Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 29. janúar sl., til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi vegna Sæstrengs í Arnarfirði.

 

Málinu er frestað til næsta fundar.

 

   

10.

2013100042 - Gatnagerð á Hlíðarvegi

 

Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 12. febrúar sl., vegna endurbyggingar Hlíðarvegs.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs og felur honum að ganga til samninga við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf.

 

   

11.

2015020034 - Ísafjarðarhöfn - ýmis mál 2015-2016

 

Fyrir 177. fundi hafnarstjórnar lágu tilboð frá Vegagerðinni, hafnarmáalsviði, og Verkís vegna hönnunar og eftirlits á byggingu þybbu við enda Mávagarðs.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu hafnarstjórnar og felur hafnarstjóra að ganga til samninga við Verkís vegna verksins.

 

   

12.

2015020037 - Frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum

 

Lagt er fram frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum, 512. mál. Frumvarpið var lagt fram til kynningar á 9. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar.

 

Bæjarráð vísar frumvarpinu til slökkviliðsstjóra til umsagnar.

 

   

13.

2015020036 - Frumvarp til laga um stjórn vatnamála

 

Lagt er fram frumvarp til laga um stjórn vatnamála, 511. mál. Frumvarpið var tekið fyrir á 9. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

14.

2010110076 - Atvinnumál á Flateyri

 

Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 13. febrúar sl., auk upplýsinga um verkefnið Sterkari stoðir.

 

Bæjarráð vísar málinu til atvinnu- og menningarmálanefndar. Bæjarráð óskar eftir að fá að sitja fund með atvinnu- og menningarmálanefnd.

 

   

15.

2011010006 - Samstarfssamningur Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar

 

Lagt er fram bréf Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra HSV, dags. 6. febrúar sl., varðandi samstarfssamning Ísafjarðarbæjar og HSV.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

16.

2014090054 - Fundargerðir Fjórðungssambands Vestfirðinga 2014/2015

 

Lagðar eru fram fundargerðir Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 2. og 9. febrúar sl. auk samnings um sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019.

 

Lagðar fram til kynningar.

 

   

17.

2015010049 - Samb.ísl.sveitarf. - Ýmis erindi og fundargerðir 2015

 

Fundargerð 824. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

18.

1502006F - Hafnarstjórn - 177

 

177. fundur hafnarstjórnar haldinn 10. febrúar sl., fundargerðin er í 6 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

19.

1501008F - Skipulags- og mannvirkjanefnd - 427

 

427. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar, haldinn 11. febrúar sl., fundargerðin er í 1 lið.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

20.

1501017F - Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 9

 

9. fundur umhverfis- og framkvæmdanefndar haldinn 12. febrúar sl., fundargerðin er í 7 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?