Bæjarráð - 873. fundur - 9. febrúar 2015

Dagskrá:

1.

2015020033 - Tjón vegna asahláku í febrúar 2015

 

Rætt um tjón og aðgerðir vegna asahláku sem varð um liðna helgi.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgjast með framvindu mála.

 

   

2.

2014090032 - Tjaldsvæði Tungudalur 2015

 

Lagt fram minnisblað Ralfs Trylla, umhverfisfulltrúa, dagsett 30. janúar sl., þar sem hann leggur til að komið verði til móts við verktaka, sem séð hefur um rekstur tjaldsvæðisins, vegna raforkukostnaðar.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisfulltrúa.

 

   

3.

2015020031 - Frímerkjaútgáfa í tilefni 150 ára kaupstaðarafmælis Ísafjarðarbæjar

 

Lagður fram tölvupóstur Vilhjálms Sigurðssonar, forstöðumanns frímerkjasölu Póstsins, dagsettur 6. febrúar sl., þar sem hann tilkynnir að ákveðið hafi verið að gefa út frímerki í tilefni 150 ára kaupstaðarafmælis Ísafjarðarbæjar árið 2016.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

2011020091 - Leiga á efri hæð Hafnarstrætis 11, Flateyri - Dellusafn

 

Lagður fram leigusamningur milli eigasjóðs Ísafjarðarbæjar og Dellusafnsins um leigu á húsnæði að Hafnarstræti 11, Flateyri.

 

Bæjarráð staðfestir samninginn.

 

 

 

 

5.

2014090065 - Mánaðaryfirlit 2014

 

Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dagsett 29. janúar sl., ásamt rekstraryfirliti 31.12.2014.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

2013030023 - Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi.

 

Lagður fram tölvupóstur Halldóru Vífilsdóttur, fyrir hönd Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsettur 3. febrúar sl., ásamt sáttagjörð, vegna kröfu Íslenskra aðalverktaka um greiðslu á efni í jöfnunarlag. Lagt er til að fallist verði á niðurstöðu sáttamanns, sem fram kemur í fyrrgreindri sáttagjörð.

 

Bæjarráð samþykkir erindið.

 

   

7.

2015020029 - Sjónvarp í dreifbýli

 

Lagður fram tölvupóstur Jóns Jónssonar, menningarfulltrúa Vestfjarða, dagsettur 4. febrúar sl., vegna breytinga á möguleikum íbúa í dreifbýli til að sjá sjónvarp eftir að slökkt var á hliðrænni útsendingu RÚV. Óskað hefur verið eftir upplýsingum frá RÚV um þá staði sem ekki ná stafrænni útsendingu, og óskar Jón einnig eftir upplýsingum frá sveitarfélögum.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman upplýsingar um þá staði í dreifbýli sem ekki ná stafrænni útsendingu.

 

   

8.

2015010049 - Tilnefning í ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

 

Lagt fram afrit af bréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga til innanríkisráðuneytis, dagsett 2. febrúar sl., þar sem tilkynnt er um tilnefningar í ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, en Kristján Andri Guðjónsson, bæjarfulltrúi, var tilnefndur sem varamaður.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.

2015010017 - Almennar styrkbeiðnir og styrktarlínur 2015

 

Lagt fram bréf frá Yrkjusjóði, dagsett 4. febrúar sl., þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á trjáplöntum, sem síðan verður úthlutað til grunnskólanema til plöntunar.

 

Bæjarráð hafnar erindinu.

 

   

10.

2015010049 - Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Lagður fram tölvupóstur Magnúsar Karels Hannessonar, fyrir hönd Sambandsins, ásamt fundargerð 824. fundar stjórnar Sambandsins, sem haldinn var 30. janúar sl.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

11.

1502002F - Fundargerð fræðslunefndar

 

353. fundur, haldinn 5. febrúar 2015.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

11.1.

2013010070 - Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum

   

Lagt fram minnisblað, dagsett 5. febrúar 2015, frá Sigríði Ólöfu Kristjánsdóttur, formanni fræðslunefndar, þar sem hún telur að mikilvægt sé að skilgreina upp á nýtt stefnu Ísafjarðarbæjar varðandi málefni leikskóla og skoða til hvaða aðgerða hægt er að grípa til að setja Ísafjarðarbæ í fremstu röð sem búsetukost fyrir foreldra ungra barna.

Fræðslunefnd óskar eftir að bæjarstjórn heimili vinnu við mótun heildstæðrar stefnu í dagvistarmálum, með hliðsjón af minnisblaði Sigríðar.

   

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við bókun fræðslunefndar.

 

 

   

12.

1502001F - Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar

 

155. fundur, haldinn 4. febrúar 2015.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09.01

  

Kristján Andri Guðjónsson

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

Jónas Þór Birgisson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Hjördís Þráinsdóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?