Bæjarráð - 871. fundur - 26. janúar 2015

Dagskrá:

1.

2007100029 - Kaplaskjól 2 Engidal - byggingarleyfi fyrir hesthúsi

 

Lagt fram afrit af bréfi Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, til Hestamannafélagsins Hendingar, dags 21. janúar sl.,vegna húsnæðismála félagsins.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.

2015010063 - Vatnsleki við sjúkrahúsið á Torfnesi

 

Lagt fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 23. janúar sl., vegna vatnsleka við sjúkrahúsið á Ísafirði.

 

Bæjarráð samþykkir að fella niður reikning frá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar að fjárhæð kr. 280.754,-, í samræmi við beiðni Heilbrigðisstofnunarinnar, dags. 13. janúar sl.

 

   

3.

2015010094 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2015

 

Lagður fram 1. viðauki við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, frá Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra. Viðaukinn er gerður til að mæta aukinni þörf fyrir starfsfólk á leikskólanum Tjarnarbæ.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

 

   

4.

2015010020 - Umsóknir um undanþágur til að starfa í verkfalli 2015

 

Lagt fram minnisblað Herdísar Rósar Kjartansdóttur, mannauðsstjóra, dagsett 23. janúar 2015, og varðar lista yfir starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild.

 

Bæjarráð staðfestir framlagða auglýsingu.

 

   

5.

2011120009 - Hjúkrunarheimili á Ísafirði

 

Lagt er fram svar Gísla Halldórs Halldórssonar, dags. 26. janúar 2015, við fyrirspurn Daníels Jakobssonar og Kristínar Hálfdánsdóttur frá 19. janúar sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

1501011F - Félagsmálanefnd - 394

 

394. fundur - 22. janúar sl.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:37

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?