Bæjarráð - 870. fundur - 19. janúar 2015

Dagskrá:

1.

2014090065 - Mánaðaryfirlit 2014

 

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín um skatttekjur og laun 31. desember 2014, ásamt yfirlitum yfir framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga.

 

Edda María Hagalín mætir til fundarins undir þessum lið kl. 8:15.

 

   

2.

2014050056 - Tækjahús og 30m mastur á Laugabólsfjalli - byggingarleyfi - Sæstrengur Arnarfirði

 

Lagt er fram bréf Friðriks Friðrikssonar, hdl., f.h. Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, dags. 9. janúar sl. auk minnisblaðs Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 15. janúar sl.

 

Daníel Jakobsson óskar eftir að bóka að stjórnsýsla Ísafjarðarbæjar hafi ekki verið til fyrirmyndar í þessu máli og eigi að leiða til þess að við bætum vinnulag. Að öðru leyti er málið lagt fram til kynningar.

 

   

3.

2015010063 - Vatnsleki við sjúkrahúsið á Torfnesi

 

Lagt er fram bréf Þrastar Óskarssonar, forstjóra Heilbriðisstofnunar Vestfjarða, dags. 13. janúar 2014, vegna vatnsleka við sjúkrahúsið á Torfnesi.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna frekar í málinu.

 

   

4.

2015010075 - Varmadæla í skotæfingahúsnæði

 

Lagður er fram tölvupóstur Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, frá 15. janúar sl., þar sem skotíþróttafélag Ísafjarðar óskar eftir styrk Ísafjarðarbæjar til kaupa á varmadælu.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna frekar í málinu.

 

   

5.

2011120009 - Hjúkrunarheimili á Ísafirði

 

Lögð er fram fyrirspurn Daníels Jakobssonar og Kristínar Hálfdánsdóttur varðandi byggingu hjúkrunarheimilisins Eyrar.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni í samráði við formann nefndar um byggingu hjúkrunarheimilisins Eyrar.

 

   

6.

2011030002 - Hverfisráð Ísafjarðarbæ

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá stofnfundi Íbúasamtakanna í Hnífsdal, hverfisráðs Hnífsdals.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

1501001F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 153.

 

153. fundur haldinn 14. janúar, fundargerðin er í fimm liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

8.

1501009F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 154

 

154. fundur haldinn 15. janúar sl., fundargerðin er í einum lið.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

9.

1412013F - Skipulags- og mannvirkjanefnd - 425

 

425. fundur haldinn 14. janúar sl., fundargerðin er í 10. liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Gísli Halldór Halldórsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?