Bæjarráð - 869. fundur - 12. janúar 2015

Dagskrá:

1.

2014100021 - Verkefni sem vísað er til bæjarstjóra af bæjarráði og bæjarstjórn

 

Lagður er fram til kynningar verkefnalisti bæjarstjóra dags. 9. janúar sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.

2014090065 - Mánaðaryfirlit 2014

 

Lagt er fram til kynningar rekstraryfirlit málaflokka 30. nóvember sl.

 

Lagt fram til kynningar.
Edda María Hagalín mætti til fundarins undir þessum lið kl. 8:16 og yfirgefur fundinn kl. 08:23.

 

   

3.

2015010051 - Unglingadeildin Hafstjarnan - 70 ára afmæli

 

Lagt er fram bréf Teits Magnússonar, f.h. Unglingadeildarinnar Hafstjörnunnar, dags. 8. janúar sl., þar sem fulltrúum bæjarstjórnar er boðið í 70 ára afmælisveislu Unglingadeildarinnar Hafstjörnunnar.

 

Bæjarráð þakkar boðið og hvetur bæjarfulltrúa til að mæta.

 

   

4.

2015010049 - Málefni innflytjenda, ábendingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

 

Lagður er fram tölvupóstur Önnu Guðrúnar Björnsdóttur, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 8. janúar sl., þar sem komið er á framfæri þremur ábendingum um málefni innflytjenda.

 

Bæjarráð þakkar ábendingarnar og vísar áfram til félagsmálanefndar, íþrótta- og tómstundanefndar og fræðslunefndar.

 

   

5.

2015010027 - Veraldarvinir - sjálfboðaliðar

 

Lagður er fram tölvupóstur Þórarins Ívarssonar, framkvæmdastjóra Veraldarvina, frá 8. janúar sl., þar sem óskað er eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

2015010054 - Réttindi atvinnulausra hjá Ísafjarðarbæ

 

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, dags. 9. janúar sl., varðandi réttindi atvinnulausra hjá Ísafjarðarbæ.

 

Bæjarráð staðfestir að atvinnulausir fái frítt í sund og strætó þar til annað verður ákveðið

 

   

7.

2015010052 - Þjónustukönnun fyrir sveitarfélög 2015

 

Lagður er fram tölvupóstur Sigríðar Ólafsdóttur, starfsmanns Capacent, frá 8. janúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er boðið að kaupa skýrslu Ísafjarðarbæjar.

 

Bæjarráð ákveður að hafna boðinu um kaup á skýrslunni vegna lítils úrtaks.

 

   

8.

2015010016 - Ársskýrsla 2014 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar

 

Lögð er fram til kynningar ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar 2014.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

9.

2014090054 - Fundargerðir Fjórðungssambands Vestfirðinga 2014/2015

 

Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 27. nóvember og 9. desember sl.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

10.

1412009F - Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 130

 

130. fundur - 22. desember sl.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

11.

1501003F - Fræðslunefnd - 352

 

352. fundur - 8. janúar sl.

 

Lögð fram til kynningar.

 

11.1.

2014120028 - Sumarlokun Eyrarskjóls og Sólborgar 2015

   

Fræðslunefnd leggur til að sumarlokunin á Eyrarskjóli og Sólborg verði þannig að báðir leikskólarnir loka í tvær vikur, 20. júlí - 5. ágúst og foreldrar velji frí, þannig að öll börn taki 4 vikur samfelldar.

   

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

 
 

11.2.

2013010070 - Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum

   

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að ekki verði starfrækt leikskóladeild á Eyrarsól leikskólaárið 2015-2016, þar sem ekki er sama þörf fyrir leikskólapláss og þegar deildin var sett á laggirnar.

   

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

 

 

11.3.

2015010003 - Ósk um aukningu á stöðugildum við Tjarnarbæ

   

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að beiðnin verði samþykkt.

   

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

 

     

12.

1501005F - Hafnarstjórn - 176

 

176. fundur - 6. janúar sl.

 

Lögð fram til kynningar.

 

12.1.

2014080027 - Gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar 2015

   

Lagt er fram minnisblað Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dags. 7. janúar sl., auk tillögu að breyttri gjaldskrá vegna ársins 2015.

   

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

 

 

   

13.

1412012F - Skipulags- og mannvirkjanefnd - 424

 

424. fundur - 7. janúar sl.

 

Lögð fram til kynningar.

 

13.1.

2014120069 - Mávagarður C - umsókn um lóð

   

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð C við Mávagarð, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

   

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Jóhann Birkir Helgason mætti til fundarins undir þessum lið kl. 09:15.

 
 

13.2.

2014120068 - Mávagarður D - umsókn um lóð

   

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Vestfirskir verktakar ehf. fái lóð D við Mávagarð, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

   

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Jóhann Birkir Helgason yfirgefur fundinn kl. 09:19

 

 

   

14.

2011030002 - Hverfisráð Ísafjarðarbæ

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð fyrsta fundar Hverfisráðs Súgandafjarðar, sem haldinn var 10. desember sl.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:22

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?