Bæjarráð - 866. fundur - 8. desember 2014

Nanný Arna Guðmundsdóttir, mætti til fundarins kl. 8:46.

 

Dagskrá:

1.

2014120002 - Frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku o.fl., 258. mál - umsagnarbeiðni

 

Lagður er fram tölvupóstur frá Velferðarnefnd Alþingis, frá 28. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar við frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku o.fl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.

2014090021 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar 2014

 

Lagt er fram bréf Hlyns Reynissonar, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 1. desember sl., auk fundargerðar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 28. nóvember sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

2014020049 - Mennta- og menningarmálaráðuneyti - Ýmis erindi 2014

 

Lagt er fram bréf Ástu Magnúsdóttur og Hellenar Gunnarsdóttur, f.h. Mennta- og menningarmálaráðherra, dags. 25. nóvember sl., varðandi styrk til sveitarfélaga til að taka upp námsupplýsingakerfi.

 

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

 

   

4.

2014110013 - Ósk um afnot af snjóbíl í eigu Ísafjarðarbæjar

 

Lagt er fram bréf stjórnar Íbúasamtakanna Átaks, dags. 24. nóvember sl., vegna beiðni Björgunarfélags Ísafjarðar um að fá afnot af snjóbílnum sem staðsettur er á Þingeyri. Fulltrúar Björgunarfélags Ísafjarðar mæta til fundarins undir þessum lið.

 

Lagt fram til kynningar.
Fulltrúar Björgunarfélags Ísafjarðar mæta til fundarins kl. 8:21 og yfirgefa fundinn kl. 8:39.
Bæjarráð óskar eftir að gerður verði þríhliða samningur við björgunarsveitirnar í Dýrafirði og á Ísafirði, með öryggi íbúa Ísafjarðarbæjar í huga og felur bæjarstjóra að vera í sambandi við þessa aðila.

 

   

5.

2014120001 - Umsókn um styrk vegna Eldvaranarátaksins 2014

 

Lögð er fram umsókn Landssambands slökkviðliðs- og sjúkraflutningamanna, um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2014, dags. 1. desember sl.

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

 

   

6.

2014120008 - Hvatning til sveitarfélaga að gera átak í að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla

 

Lagt er fram bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. desember sl. þar sem sveitarfélög eru hvött til að hækka menntunarstig starfsmanna leikskóla.

 

Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóri greinir frá að vinna er hafin við endurskoðun á reglum um þróunar- og starfsmenntasjóð í þessu skyni.

 

   

7.

2014120010 - Samningur um vegahald þjóðvega innan þéttbýlismarka

 

Lagt er fram bréf Sigurðar Más Óskarssonar, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 28. nóvember sl., vegna samnings um veghald þjóðvega innan þéttbýlismarka.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

2014020125 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014

 

Lögð eru fram drög að viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2014 vegna ágóðahlutar EBÍ og sveitarstjórnarkosninga.

 

Bæjarráð leggur til að viðauki verði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mætir til fundarins undir þessum lið kl. 8:50.

 

   

9.

2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015

 

Lagðar eru fram tillögur að gjaldskrám og samþykktum Ísafjarðarbæjar vegna 2015.

 

Bæjarráð gerir grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á gjaldskrám frá síðustu drögum.

 

   

10.

2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015

 

Fjárhagsáætlun verður rædd. Ný drög að fjárhagsáætluninni liggja frammi í síðasta lagi á fundardegi.

 

Edda María Hagalín, fjármálastjóri, fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á drögum að fjárhagsáætluninni, frá síðustu drögum.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Daníel Jakobsson

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?