Bæjarráð - 859. fundur - 27. október 2014

Dagskrá:

1.

2014100049 - Fossavatnsgangan 2014 - styrkbeiðni

 

Lagður er fram tölvupóstur Daníels Jakobssonar, f.h. Fossavatnsgöngunnar, þar sem óskað er eftir afnotum af Edinborgarhúsinu á kostnað Ísafjarðarbæjar vegna Fossavatnsgöngunnar 2014.

 

Daníel Jakobsson vék af fundi við umfjöllun um þetta erindi.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

 

   

2.

2014100048 - Mannvirkjastofnun - ýmis erindi 2014-2015

 

Lagt er fram bréf Bernhards Jóhannessonar, f.h. Mannvirkjastofnunar, dags. 17. október sl. varðandi gæðakerfi þjónustuaðila brunavarna á Ísafirði.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

2014090033 - Byggðakvóti fiskveiðiárið 2014/2015

 

Lagt er fram bréf Jóhanns Guðmundssonar og Hinriks Greipssonar, f.h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 9. október sl., með niðurstöðu um úthlutun byggðakvóta til sveitarfélagsins fiskveiðiárið 2014/2015.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða úthlutunarreglur byggðakvóta og vinna svar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í samvinnu við bæjarfulltrúa bæjarráðs.

 

   

4.

2014080070 - Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - uppsögn og ráðning 2014

 

Gísli Halldór Halldórsson gerir grein fyrir stöðu mála.

 

Bókun færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

 

   

5.

2014100054 - Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl.

 

Lagður er fram tölvupóstur nefndasviðs Alþingis, frá 23. október sl., þar sem leitað er umsagnar um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl.

 

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar og atvinnumálanefndar.

 

6.

2012110034 - Endurskoðun erindisbréfa

 

Lagt er fram til kynningar minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 23. október sl., þar sem lagt er til að verkefni menningarmála verði flutt frá bæjarráði til atvinnumálanefndar.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að verkefni menningarmála verði flutt frá bæjarráði til atvinnumálanefndar.

 

   

7.

2014020105 - Almennar styrkbeiðnir og styrktarlínur 2014

 

Lögð er fram umsókn Þórlaugar R. Jónsdóttur, rekstrarstjóra, f.h. Samtaka um kvennaathvarf, dags. í október sl. um rekstrarstyrk fyrir árið 2015.

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 

   

8.

2014080064 - Byggðasafn Vestfjarða 2014

 

Lögð eru fram frumdrög að viðauka vegna breytinga á starfsmannamálum Byggðasafns Vestfjarða.

 

Bæjarráð leggur til að viðauki verði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

 

   

9.

2014100057 - Fundur sveitarstjórnar með fjárlaganefnd 2014

 

Lagður er fram listi með þeim atriðum sem farið var yfir með fjárlaganefnd Alþingis

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.

2014090032 - Tjaldsvæði Tungudalur 2015

 

G.I. Halldórsson óskar eftir framlagi vegna taprekstrar á Mýrarboltanum.

 

Bæjarráð hafnar erindinu.

 

   

11.

2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015

 

Lögð er fram uppfærð tímaáætlun um vinnu við fjárhagsáætlun ársins 2015.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

12.

1410010F - Hafnarstjórn 21/10

 

174. fundur

 

Lagt fram til kynningar.

 

12.1.

2014100020 - Hafnarframkvæmdir á samgönguáætlun 2015-2018

   

Lagt fram til kynningar.

 
     

13.

1410004F - Skipulags- og mannvirkjanefnd 22/10

 

421. fundur

 

Lagt fram til kynningar.

 

13.1.

2009120009 - Þingeyri - deiliskipulag

   

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við bókun skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

 

13.2.

2009040020 - Sjókvíaeldi í Dýrafirði

   

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við bókun skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

 

13.3.

2011020059 - Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði

   

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við bókun skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

 

   

14.

2011030002 - Hverfisráð Holta- og Tunguhverfis

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð hverfisráðs Holta- og Tunguhverfis frá 20. október sl.

 

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar fundargerðinni til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

 

   

15.

2011030002 - Hverfisráð Dýrafjarðar - Íbúasamtökin Átak

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð aðalfundar íbúasamtakanna Átaks, frá 29. apríl sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:17

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?