Bæjarráð - 858. fundur - 20. október 2014

Fundargerð ritaði:  Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari.

 

Dagskrá:

1.

2014100021 - Verkefni sem vísað er til bæjarstjóra af bæjarráði og bæjarstjórn

 

Lagður er fram verkefnalisti bæjarstjóra.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.

2014100032 - Fræðslumiðstöð Vestfjarða - Ósk um stuðning um aukið framlag á fjárlögum

 

Lagður er fram tölvupóstur Smára Haraldssonar, frá 13. október 2014, þar sem Fræðslumiðstöð Vestfjarða leitar eftir stuðningi vegna beiðni fræðslumiðstöðvarinnar um aukið framlag á fjárlögum.

 

Bæjarráð þakkar erindið og leggst á árar með Fræðslumiðstöð Vestfjarða um að framlag verði aukið á fjárlögum.

 

   

3.

2014080027 - Gjaldskrár Ísafjarðarbæjar

 

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 17. október sl. ásamt tillögum að gjaldskrám Ísafjarðarbæjar vegna ársins 2014.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

2014010071 - Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum

 

Lagður er fram tölvupóstur Magnúsar Karel Hannessonar, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, frá 16. október sl., með upplýsingum um málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum sem haldið verður 14. nóvember n.k.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

2011070026 - Setning siðareglna kjörinna fulltrúa

 

Lagðar eru fram siðareglur kjörinna fulltrúa Ísafjarðarbæjar til skoðunar.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að vinna málið áfram.

 

   

6.

2014100035 - Tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ 2014

 

Lagt er fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, dags. 15. október sl., um tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ 2014.

 

Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að tendrun jólaljósa.

 

   

7.

1410005F - Íþrótta- og tómstundanefnd 16/10

 

150. fundur

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?