Bæjarráð - 856. fundur - 6. október 2014

Dagskrá:

1.

2014100003 - Framför - beiðni um styrk í formi niðurfellingar á gatnagerðargjöldum

 

Lagt er fram bréf Einars Ólafssonar, f.h. Framfarar, styrktarsjóðs skíðamanna, dags. 26. september sl.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna málið betur.

 

   

2.

2014030020 - Náttúrustofa - Ýmis erindi 2014-2015

 

Lagt er fram bréf Böðvars Þórissonar, forstöðumanns Náttúrustofu Vestfjarða, dags. 3. október sl., með tillögu ársfundar Náttúrustofu Vestfjarða þann 2. október sl., þar sem óskað var eftir auka framlögum aðildarsveitarfélaga Náttúrustofunnar.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra skoða málið og gera drög að viðauka.

 

   

3.

2011120009 - Hjúkrunarheimili á Ísafirði

 

Á 39. fundi nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði beindi nefndin því til bæjarráðs að verkþátturinn ?lóð hjúkrunarheimilis? yrði boðinn út að lokinni kynningu nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál. Kynning fyrir nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál hefur nú farið fram.

 

Bæjarráð samþykkir að bjóða verkþáttinn út.

 

   

4.

2014020037 - Vinabæjarsamstarf á Norðurlöndunum

 

Lagður er fram tölvupóstur frá Janna Puumailainen frá vinabæ okkar Joensuu og Björn Bertilsson frá vinabæ okkar Linköping, frá 22. september sl. Auk svars frá Nicolai Riegels frá Roskilde, frá 3. október sl. vegna áframhaldandi vinabæjarsamstarfs.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið betur í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

5.

2011030002 - Hverfisráð Ísafjarðarbæ

 

Lagt er fram minnisblað Þórdíar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 3. október sl., um stofnun hverfisráða í Skutulsfirði.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.

2014090062 - Brothættar byggðir

 

Lagt er fram minnisblað Þórdíar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 3. október sl. vegna fundar um brothættar byggðir.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.

2014090054 - Þingmannafundur að Reykhólum 2014

 

Lagðir eru fram minnispunktar frá þingmannafundinum að Reykhólum 2014.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

2012100042 - Nýherji hf. - samningur um tölvuþjónustu

 

Lagt er fram minnisblað Ívars Magnússonar og Valtýs Gíslasonar, hjá Nýherja um þjónusturof á ncomputing þjóni í Ísafjarðarbæ, dags. 26. september sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.

1409017F - Félagsmálanefnd 30/9

 

391. fundur

 

Lagt fram til kynningar.

 

9.1.

2007010072 - Sérstakar húsaleigubætur

   

Félagsmálanefnd leggur til að samanlögð fjárhæð almennra húsaleigubóta og sérstakra húsaleigubóta hækki úr kr. 50.000,- í kr. 60.000,- frá 1. janúar 2014. Ákvæði um þetta er í 4. gr. í reglum um sérstakar húsaleigubætur í Ísafjarðarbæ.

   

Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar.

 

 

   

10.

1409015F - Fræðslunefnd 2/10

 

349. fundur

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55

 

Kristján Andri Guðjónsson

 

Daníel Jakobsson

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Helga Dóra Kristjánsdóttir

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?