Bæjarráð - 855. fundur - 29. september 2014

Dagskrá:

1.

2014090054 - Fundargerðir Fjórðungssambands Vestfirðinga 2014/2015

 

Lögð er fram fundargerð Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 20. september sl.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur undir eftirfarandi áskorun Fjórðungssambands Vestfirðinga:
"Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga beinir því til stjórnvalda að ljúka án frekari tafa undirbúningi og ákvarðanatöku, svo hægt sé að hefja lagningu nýs láglendisvegar um Gufudalssveit (Vestfjarðavegur 60). Stjórn Fjórðungssambandsins telur í þeim efnum, algjörlega óásættanlegt að tefja málið með því að kæra það til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þessi framkvæmd er grundvallaratriði fyrir öryggi vegfarenda og eflingu byggðar á Vestfjörðum og má ekki dragast meira en þegar er raunin.
Sú óvissa sem uppi hefur verið um framkvæmdina síðustu árin er óþolandi, rétt eins og sú staðreynd að Vestfirðingar njóta enn ekki þeirra sjálfsögðu réttinda að byggðir séu tengdar saman og við hringveginn með nútímalegum heilsársvegum. Það er krafa Vestfirðinga að það muni ekki bitna á öðrum nauðsynlegum samgönguverkefnum á Vestfjörðum, ef verkefnið verður kostnaðarsamara en að hefur verið stefnt hingað til."

 

   

2.

2014090057 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2014

 

Lagt er fram fundarboð til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2014, sem haldinn verður 8. október n.k. kl. 16:00.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn.

 

   

3.

2012120018 - Endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar

 

Lögð eru fram drög að breyttum samþykktum Ísafjarðarbæjar í kjölfar breytinga á nefndum sem fram fóru eftir kosningar.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

4.

2014090033 - Byggðakvóti fiskveiðiárið 2014/2015

 

Lagt er fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 2. september, þar sem byggðakvóti fiskveiðiársins 2014/2015 er auglýstur til umsóknar.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015.

 

   

5.

2014090051 - Skrúður 2014-2015

 

Lagt er fram bréf Brynjólfs Jónssonar, formanns, f.h. stjórnar Framkvæmdasjóðs Skrúðs, dags. 17. september sl. þar sem óskað er eftir hækkun á rekstrarstyrk vegna ársins 2015.

 

Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

 

   

6.

2014050104 - Lokanir á leikskólum 24. og 31. desember 2014

 

Lagt er fram bréf Sifjar Huldar Albertsdóttur, f.h. foreldrafélags Sólborgar, dags. 11. september sl.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

7.

2014010071 - Samb.ísl.sveitarf. - Ýmis erindi 2014-2015

 

Lagt er fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 1. september sl., vegna tilnefninga í stjórnarnefnd Þjóðskjalasafns.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.

2014090063 - Gangstétt í Miðtúni

 

Lagt er fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 26. september sl. vegna gangstéttar í Miðtúni.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna málið betur.

 

   

9.

2014090031 - Aðalgata, Suðureyri, akstursstefna

 

Lagt er fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 26. september sl., vegna akstursstefnu í Aðalgötu, Suðureyri.

 

Bæjarráð beinir því til skipulags- og mannvirkjanefndar að skoða kosti og galla þess að breyta götunni í tvístefnugötu og setja málið í forgang.

 

   

10.

2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015

 

Lagt er fram Minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 25. september sl. með greiningu á tekjustofnum sveitarfélagsins.

 

Lagt fram til kynningar.
Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mætti til fundarins undir þessum lið kl. 08:50.

 

   

11.

2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015

 

Lögð eru fram drög að yfirliti Fasteignagjalda 2015, af Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 26. september sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

12.

2014090036 - Verkferlar stjórnsýslusviðs

 

Lögð eru fram drög að umsókn og reglum af Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 26. september sl., um styrki til félaga og félagasamtaka

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að reglunum.

 

   

13.

2014090036 - Verkferlar stjórnsýslusviðs

 

Lögð eru fram drög að umsókn og reglum af Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 26. september sl., um lækkun fasteignaskatts fyrir elli- og örorkulífeyrisþega

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að reglunum.

 

   

14.

2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015

 

Lögð eru fram drög að áætlun 2015-2018 af Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 26. september sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

15.

2012030090 - Grunnskólinn á Ísafirði 2012-2014

 

Lagður er fram viðauki nr. 20 af Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 10. september sl.

 

Bæjarráð leggur til að viðauki verði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

 

   

16.

2014090065 - Mánaðaryfirlit 2014

 

Lögð eru fram drög að mánaðaráætlun 31.8.14 af Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 26.9.14

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

17.

2011040059 - Díoxínmengun - bótakröfur o.fl.

 

Trúnaðarmál

 

Trúnaðarmál rætt og fært í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

 

   

18.

2014080051 - Fundargerð nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 22/9

 

Fundargerð 39. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

19.

1409014F - Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál 25/9

 

Fundargerð 3. fundar nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál.

 

Lögð fram til kynningar.

 

19.1.

2014090049 - Við stólum á þig - umhverfisvænt söfnunarátak

   

Umhverfisnefnd telur þetta gott og þarft verkefni en sér sér ekki fært að styrkja það að svo stöddu þar sem slík styrkveiting rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar þessa árs.

   

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna málið.

 

 

19.2.

2011120009 - Hjúkrunarheimili á Ísafirði

   

Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál leggur til við bæjarstjórn að "Frágangur lóðar" við Hjúkrunarheimilið Eyri verði boðið út.

   

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við þessa bókun.

 

 

   

20.

1409005F - Skipulags- og mannvirkjanefnd 25/9

 

Fundargerð 419. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Gísli Halldór Halldórsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?