Bæjarráð - 853. fundur - 15. september 2014
Dagskrá:
|
1. |
2011100054 - Stafræn smiðja (Fab Lab). |
|
|
Sigríður Kristjánsdóttir mætir til fundarins undir þessum lið, kl. 8:15, til að fara yfir samstarfssamning milli Menntaskólans á Ísafirði, Bolungarvíkurkaupstaðar, Súðavíkurhrepps, Ísafjarðarbæjar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands um Fab Lab. Sigríður yfirgaf fundinn kl. 08:40. |
||
|
|
||
|
2. |
2014080016 - Melrakkasetur - aðalfundur 2014 |
|
|
Lögð er fram fundargerð aðalfundar Melrakkaseturs Íslands ehf., sem fram fór 4. september sl. |
||
|
Lögð fram til kynningar. |
||
|
|
||
|
3. |
2014080064 - Byggðasafn Vestfjarða 2014 |
|
|
Lögð er fram fundargerð Byggðasafns Vestfjarða frá 8. september 2014. Í c-lið fundargerðarinnar kemur m.a. eftirfarandi fram: "Stjórnin telur rétt að starfsmenn byggðasafnsins verði 3 í ljósi yfirtöku safnsins á Vélsmiðju Guðmundar Sigurðssonar og mikilla óleystra verkefna við skráningu safnkosts byggðasafnsins." |
||
|
Bæjarráð styður tillögu stjórnar Byggðasafns Vestfjarða, felur bæjarstjóra að gera drög að viðauka vegna ársins 2014 og vísar kostnaði vegna ársins 2015 til fjárhagsáætlanagerðar. |
||
|
|
||
|
4. |
2014020030 - Nefndarmenn 2014 |
|
|
Lagður er fram tölvupóstur Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa, frá 10. september sl. með tilnefningum framsóknarflokksins á áheyrnarfulltrúum og vara áheyrnarfulltrúum í nefndir Ísafjarðarbæjar. |
||
|
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilnefndir áheyrnarfulltrúar verði staðfestir. |
||
|
|
|
|
|
5. |
2014080070 - Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - uppsögn og ráðning 2014 |
|
|
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðunni. Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja ráðningarferlið. |
||
|
|
||
|
6. |
2014020125 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014. |
|
|
Lögð eru fram frumdrög að viðauka við fjárhagsáætlun vegna framkvæmda á skólalóð GÍ. |
||
|
Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mætir til fundarins undir þessum lið kl. 09:19. |
||
|
|
||
|
7. |
2014020125 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 |
|
|
Lögð eru fram frumdrög að viðauka vegna leiðréttingar á afsláttum og styrkjum á móti fasteignaskatti. |
||
|
Bæjarráð leggur til að viðauki verði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar. |
||
|
|
||
|
8. |
2014020125 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 |
|
|
Lögð eru fram frumdrög að viðauka vegna leiðréttingar á vinnufatnaði og fasteignagjöldum á Hlíf. |
||
|
Bæjarráð leggur til að viðauki verði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar. |
||
|
|
||
|
9. |
2014020125 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2014 |
|
|
Lögð eru fram frumdrög að viðauka vegna kaupa Hafna Ísafjarðarbæjar á skotbómulyftara. |
||
|
Bæjarráð leggur til að viðauki verði lagður fyrir bæjarstjórn til samþykktar. |
||
|
|
||
|
10. |
2014080027 - Fjárhagsáætlun 2015 |
|
|
Edda María Hagalín, yfirgefur fundinn eftir umræður undir þessum lið kl. 09:57. |
||
|
|
||
|
11. |
1409004F - Félagsmálanefnd 8/9 |
|
|
Bæjarráð vísar 3. lið til fjárhagsáætlunargerðar. |
||
|
11.1. |
2012110034 - Endurskoðun erindisbréfs félagsmálanefndar |
|
|
Félagsmálanefnd vísar drögum að erindisbréfi nefndarinnar til bæjarstjórnar og leggur til að það verði samþykkt með áorðnum breytingum. |
||
|
Erindisbréf nefndarinnar verður lagt fyrir næsta fund bæjarstjórnar. |
||
|
|
||
|
12. |
1409007F - Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál 11/9 |
|
|
Fundargerð 2. fundar nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál. |
||
|
Lögð fram til kynningar.
|
||
|
12.1. |
2014090032 - Tjaldsvæði Tungudalur 2015 |
|
|
Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál leggur til að rekstur tjaldsvæðisins verði boðinn út að nýju í vor. |
||
|
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að rekstur tjaldsvæðisins í Tungudal verði boðinn út fyrir sumarið 2015. |
||
|
|
||
|
12.2. |
2012110034 - Endurskoðun erindisbréfs nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál. |
|
|
Nefnd um umhverfis- og framkvæmdamál vísar drögum að erindisbréfi til afgreiðslu í bæjarstjórn. |
||
|
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund bæjarstjórnar. |
||
|
|
||
|
13. |
1409009F - Nefnd um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu 12/9 |
|
|
Fundargerð 2. fundar nefndar um íbúalýðræði og virkari stjórnsýslu. |
||
|
Lögð fram til kynningar. |
||
|
|
||
|
14. |
2014080043 - Fundargerðir barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum |
|
|
Fundargerð 128. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum. |
||
|
Lögð fram til kynningar. |
||
|
|
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
|
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
|
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
|
|
|
|