Bæjarráð - 849. fundur - 18. ágúst 2014

Þetta var gert:

 

1.      Verkefni bæjarráðs.

Bæjarstjóri fer yfir verkefnalista bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

 

2.      Athugasemdir við auglýstar breytingar á deiliskipulagi Hlíðarenda. 2014-08-0017.

Lagt er fram bréf Friðriks Pálssonar og Njáls Trausta Friðbertssonar, fyrir hönd Hjartans í Vatnsmýri, dags. 5. ágúst sl., þar sem gerð er grein fyrir undirskriftasöfnun hópsins vegna skerðingar á hlutverki Reykjavíkurflugvallar. 

Lagt fram til kynningar.

 

3.      Aðalfundur Melrakkaseturs Íslands ehf. 2014-08-0016.

Lagt er fram fundarboð stjórnar Melrakkaseturs Íslands ehf., dags. 6. ágúst sl., á aðalfund Melrakkasetursins sem haldinn verður 4. september 2014.

Lagt fram til kynningar.

 

4.      Skipulagsmál á Íslandi 2014 – lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir. 2014-01-0001.

Lagður er fram tölvupóstur Einars Jónssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 12. ágúst sl., auk skýrslu Skipulagsstofnunar „Skipulagsmál á Íslandi 2014 – Lykilmælikvarðar og fyrirliggjandi áætlanir“, útgefin í ágúst 2014.

Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og framkvæmdanefndar.

 

5.      Samstarfssamningur við NMÍ vegna Fab Lab. 2011-10-0054.

Lögð eru fram drög að samstarfssamningi milli Menntaskólans á Ísafirði, Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar, Súðavíkurhrepps og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, um Fab Lab smiðju á Ísafirði.

Bæjarráð samþykkir verkefnið fyrir komandi ár og vísar verkefninu til fjárhagsáætlunargerðar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða verkefnið við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og aðra samningsaðila.

 

Arna Lára Jónsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

 

6.      Viðaukar við fjárhagsáætlun. 2014-02-0125.

Lagðir eru fram viðaukar nr. 15 og 16.

Viðauki nr. 15 varðar nýjar nefndir og breytingar á nefndum eftir sveitarstjórnarkosningar 2014.

Viðauki nr. 16 varðar áheyrnarfulltrúa í bæjarráði, sem fékk sæti í bæjarráði eftir sveitarstjórnarkosningar 2014.

Bæjarráð samþykkir viðaukana.

 

7.      Vara áheyrnarfulltrúi í bæjarráði. 2014-02-0030.

Lagður er fram tölvupóstur Marzellíusar Sveinbjörnssonar, frá 14. ágúst sl., þar sem óskað er því að Helga Dóra Kristjánsdóttir verði varafulltrúi hans í bæjarráði fyrir framsóknarflokkinn.

Bæjarráð samþykkir erindið.

 

8.      Yfirlit yfir viðhaldsliði og framkvæmdir. 2013-06-0033.

Lagt er fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 14. ágúst sl. með yfirliti yfir viðhaldsliði nokkurra málaflokka ásamt framkvæmdum.

Lagt fram til kynningar.

 

9.      Afmæli rækjuiðnaðarins 2016. 2014-08-0034.

Lagt er fram bréf Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns Gamla sjúkrahússins – Safnahúsinu, dags. 11. ágúst 2014, með tillögum um hvernig væri hægt að minnast afmælis rækjuiðnaðarins árið 2016.

Bæjarráð vísar erindinu til nefndar um umhverfis- og framkvæmdamál.

 

10.  Breytingar á strætóferðum í Skutulsfirði. 2014-05-0096.

Lagt er fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis og eignasviðs, dags. 14. ágúst sl., vegna breytinga á strætóferðum í Skutulsfirði.

Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur um breytingar á strætóferðum í Skutulsfirði. Bæjarráð felur nefnd umhverfis- og framkvæmdamál að endurskoða almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ.

 

11.  Trúnaðarmál.

Bókun færð í trúnaðarmálabók.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:05.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs

Nanný Arna Guðmundsdóttir                                       

Daníel Jakobsson

Marzellíus Sveinbjörnsson, áheyrnarfulltrúi                                                

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?