Bæjarráð - 848. fundur - 11. ágúst 2014

Þetta var gert:

 

1.      Verkefni bæjarstjórnar.

Bæjarstjóri fer yfir verkefnalista bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

 

2.      Fjallaskilanefnd 17/7.

Fjallaskilanefnd, 5. fundur

Lögð fram til kynningar.

 

3.      Skipulags- og mannvirkjanefnd 25/7.

Skipulags- og mannvirkjanefnd, 416. fundur.

 

„I.       Tillaga til 848. fundar bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 11. ágúst 2014.

Skipulags- og mannvirkjanefnd 416. Fundur, 25. júlí 2014.

 

2.         2014070018 - Tunguskógur 68, Ísafirði - umsókn um lóð.

            Lagt fram erindi dags. 14. júlí sl. frá Sigurði Gunnarssyni og Lindu Kristjánsdóttur þar sem sótt er um lóðina Tunguskógur 68, Ísafirði.

            Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Sigurður Gunnarsson og Linda Kristjánsdóttir fái lóðina Tunguskógur 68, Ísafirði með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.“

 

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 

4.      Stjórnarfundur Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Lögð er fram fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 15. júlí sl.

Lögð fram til kynningar.

 

5.      Stjórnarfundir Náttúrustofu Vestfjarða.

Lagðar eru fram fundargerðir stjórnarfunda Náttúrustofu Vestfjarða frá 22. maí, 17. júlí og 23. júlí sl.

Lagðar fram til kynningar.

 

6.      Stuðningur við Samhjálp. 2014-02-0105.

Lagður er fram tölvupóstur Gunnars Reyndal, f.h. Samhjálpar, frá 5. ágúst 2014, þar sem óskað er eftir stuðningi við Samhjálp með auglýsingu eða styrktarlínu.

Bæjarráð hafnar beiðninni.

 

7.      Arctic Lindy Exchange danshátíð á Ísafirði. 2014-01-0076.

Lagt er fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, dags. 28. janúar sl., þar sem óskað er eftir heimild til að lána hátíðinni húsnæði til að gista í fjöldaaðstöðu.

Bæjarráð samþykkir erindið.

 

8.      Íslenska kalkþörungafélagið ehf., beiðni um viðbætur við leyfi. 2012-09-0004.

Lagt er fram bréf Bryndísar G. Róbertsdóttur, f.h. orkumálastjóra, dags. 2. ágúst sl. og fylgiskjöl, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. um viðbætur við leyfi til leitar og rannsókna á kalþörungaseti á hafsbotni í Önundarfirði og Ísafjarðardjúpi, að meðtöldum Jökulfjörðum.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar og nefndar um umhverfis- og framkvæmdarmál.

 

9.      Umsókn um styrk til að halda félagsfund í Parkinsonsamtökunum á Íslandi í Ísafjarðarbæ. 2014-08-0009.

Lagt er fram bréf Snorra Más Snorrasonar, formanns Parkinsonsamtakanna á Íslandi, sem barst 21. júlí sl., þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 150.000,- til að halda félagsfund í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við bréfritara.

 

10.  100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 2015. 2014-08-0014.

Lagður er fram tölvupóstur Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna, frá 6. ágúst sl., með hvatningu um að minnast kosningaréttar kvenna og 100 ára afmælisins 2015 með ýmsum hætti.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið.

 

11.  Umsókn um gistileyfi á Hesteyri. 2014-08-0007.

Lagt er fram bréf Sýslumannsins á Ísafirði, dags. 27. júní sl., barst 5. ágúst sl., ásamt umsókn Birnu H. Pálsdóttur, dags. 12. júní sl., þar sem óskað er eftir endurnýjun leyfis um gististað.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

 

12.  Skólalóðin við Grunnskóla Ísafjarðar. 2012-03-0090.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir málinu. Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

 

13.  Reglur um notkun skjaldamerkis. 2011-02-0058.

Lagt er fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, dags. 5. ágúst sl., þar sem gerð er tillaga að breytingu á reglum um notkun skjaldarmerkis Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í  málinu.

 

14.  Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla. 2013-03-0023.

Lagt er fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 7. ágúst sl., þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að samþykkja greiðsluáætlun vegna ofanflóðavarna neðan Gleiðarhjalla.

Bæjarráð samþykkir erindið með fyrirvara um gerð viðauka við fjárhagsáætlun. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka til samþykktar.

 

15.  Drykkjarfontur á Austurvelli. 2014-08-0013.

Lagt er fram bréf Jóns Reynis Sigurvinssonar, fráfarandi formanns Lionsklúbbs Ísafjarðar, dags. 5. ágúst 2014.

Bæjarráð þakkar Lionsklúbbi Ísafjarðar kærlega fyrir góða gjöf og felur bæjarstjóra að hafa samband við Lionsklúbb Ísafjarðar.

 

16.  Vestfiðringur, umsókn um styrk. 2014-07-0010.

Lagt er fram bréf Elísabetar Gunnarsdóttur, verkefnastjóra Vestfiðrings, sem barst með tölvupósti 27. júní sl., þar sem óskað er eftir styrk til verkefnisins Vestfiðringur, átaks til uppbyggingar starfa í skapandi greinum.

Bæjarráð samþykkir beiðnina.  

 

17.  Ályktanir sveitarstjórnarvettvangs EFTA um loftlags- og orkumál og málefni norðurslóða. 2014-01-0071.

Lagt er fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10. júlí sl., um ályktanir 9. fundar sveitarstjórnarvettvangs EFTA um loftlags- og orkumál og málefni norðurslóða.

Lagt fram til kynningar.

 

18.  Heitir pottar við sundlaug Flateyrar. 2006-03-0084.

Lagt er fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 8. ágúst sl., þar sem gerð er grein fyrir seinkunum á framkvæmdum við heita potta við sundlaug Flateyrar.

Lagt fram til upplýsingar.

 

19.  Ársfundur Náttúrustofu Vestfjarða. 2014-03-0020.

Lagt er fram fundarboð Náttúrustofu Vestfjarða, dags. 1. ágúst sl., þar sem boðað er til samráðsfundar aðildarsveitarfélaga Náttúrustofu Vestfjarða.

Bæjarráð felur Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, að mæta á fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

 

20.  Trúnaðarmál.

Bókun færð í trúnaðarmálabók.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:30.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs

Kristján Andri Guðjónsson                                           

Jónas Þór Birgisson

Marzellíus Sveinbjörnsson, áheyrnarfulltrúi

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?