Bæjarráð - 847. fundur - 17. júlí 2014

Fjarverandi:         Arna Lára Jónsdóttir, Nanný Arna Guðmundsdóttir situr fundinn í hennar stað.

 

Þetta var gert:

 

1.      Verkefni bæjarstjórnar

Bæjarstjóri fer yfir verkefnalista bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

 

2.      Fundargerð skipulags- og framkvæmdanefndar 8/7.

Skipulags- og framkvæmdanefnd, 415. fundur.

4. liður – Fossárvirkjun í Skutulsfirði – framkvæmdaleyfi.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði veitt fyrir Fossárvirkjun með eftirfarandi skilyrðum:

Að sveitarfélagsvegurinn fram Engidalinn verði lagfærður að framkvæmd lokinni, í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar, enda vegurinn ekki gerður fyrir umferð þungavinnuvéla.

Að framkvæmdaslóðar sem ekki eru tilgreindir á deiliskipulagi verði afmáðir.

Að umgengni og frágangur verði til fyrirmyndar og allt rask á framkvæmdatíma verði takmarkað.

Framkvæmdaleyfi verði gefið út eftir að greinargerð um framkvæmd á ofangreindum atriðum hefur verið skilað inn til Ísfjarðarbæjar.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

Bæjarráð ræddi um 5. lið fundargerðarinnar, varðandi snjóflóðavarnir undir Kubba.

 

Lögð fram til kynningar.

 

3.      XXVIII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. 2014-07-0012.

Lagt er fram bréf Karls Björnssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. júlí sl., þar sem boðað er til XXVIII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldið verður 24.-26. september n.k.

Lagt fram til kynningar.

 

4.      59. Fjórðungsþing Vestfirðinga.

Lagt er fram bréf Aðalsteins Óskarsson, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 9. júlí sl., þar sem boðað er til 59. Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið verður 3. og 4. október n.k.

Lagt fram til kynningar.

 

5.      Vinarbæjarsamstarf.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri gerir grein fyrir málinu, en sendiherra Frakklands á Íslandi kom að máli við hann í sumar og vildi kanna áhuga Ísafjarðarbæjar á hefja vinabæjarsamstarf við Les Sables-d‘Olonne.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að halda áfram með málið í samræmi við umræður á fundinum.

 

6.      Viðskiptasamningur um lánalínu.

Lögð eru fram drög að viðskiptasamningi um lánalínu að fjárhæð kr. 500.000.000,- milli Landsbankans og Ísafjarðarbæjar, vegna framkvæmda við hjúkrunarheimilið.

Bæjarráð samþykkir samninginn og gefur bæjarstjóra heimild til að undirrita samninginn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar auk annarra skjala til að hægt sé að draga á lánalínuna. Bæjarráð felur bæjarstjóra enn fremur að vinna áfram í langtímafjármögnun hjúkrunarheimilisins.

 

7.      Heitir pottar á Flateyri. 2006-03-0084.

Lagt er fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 9. júlí sl. og frumdrög að viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, þar sem óskað er auknu fjármagni í gerð girðingar í kringum heitu pottana á Flateyri.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun sem lögð verði fyrir næsta fund bæjarráðs, ef við á. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um hvers vegna verkið er nú þegar komið mánuð á eftir áætlun og stefnir ekki í að klárist í sumar.

 

8.      Umsókn um leyfi fyrir brennu, Mýrarboltinn. 2014-07-0020.

Lagður er fram tölvupóstur Thelmu E. Hjaltadóttur, f.h. sýslumannsins á Ísafirði, frá 10. júlí sl. og umsókn Kubbs ehf. um leyfi fyrir brennu dags. 10. júlí sl.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

 

9.      Faktorshúsið í Hæstakaupstað. 2014-05-0087.

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 16. júlí þar sem gerð er grein fyrir möguleikum bæjarráðs á að fella niður fasteignagjöld Faktorshússins í Hæstakaupstað.

Bæjarráð hafnar erindinu og felur bæjarstjóra að hafa samband við umsækjanda.

 

10.  Refaveiðar, endurgreiðsla til sveitarfélaga. 2014-02-0082.

Lagt er fram bréf Umhverfisstofnunar, dags. 10. júlí sl., ásamt drögum að samningu um refaveiðar á árunum 2014-2016 og yfirliti yfir endurgreiðsluhlutföll sveitarfélaga.

Bæjarráð telur það framlag Umhverfisstofnunar sem nefnt er í samningsdrögunum vera alltof lágt og felur bæjarstjóra að kanna málið frekar.

 

11.  Upplýsingatækni í grunnskólum. 2013-10-0038.

Lagður er fram viðauki við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, dags. 3. júlí sl., vegna kaupa á spjaldtölvum fyrir grunnskóla sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir viðaukann.

  

12.  Breytingar á nefndum. 2014-02-0125.

Lögð eru fram frumdrög að viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, dags. 16. júlí sl. vegna breytinga á launaáætlun nefnda, nýrra nefnda og áheyrnarfulltrúa í bæjarráði.

Bæjarráð tekur jákvætt í drögin og felur bæjarstjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun sem lögð verður fyrir næsta fund bæjarráðs í samræmi við þær breytingar sem ræddar voru á fundinum.

 

13.  Auglýsing um starf skipulags- og byggingarfulltrúi. 2014-07-0021.

Lagt er fram bréf Skipulagsfræðingafélags Íslands, dags. 15. júlí sl., þar sem félagið gerir athugasemd við að auglýsingu á starfi skipulags- og byggingafulltrúa.

Lagt fram til kynningar.

 

14.  Sumarlokun bæjarskrifstofa Ísafjarðarbæjar.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir sumarlokun bæjarskrifstofa Ísafjarðarbæjar sem verður á tímabilinu 21. júlí til og með 1. ágúst n.k.

 

15.  Umsókn um tækifærisleyfi, Sveitasælan. 2014-07-0022.

Lagður er fram tölvupóstur Thelmu E. Hjaltadóttur, f.h. sýslumannsins á Ísafirði frá 16. júlí sl. auk umsóknar Sveitasælunnar ehf.um tækifærisleyfi, dags. 15. júlí sl.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:15.

 

 

Kristján Andri Guðjónsson, formaður bæjarráðs

Nanný Arna Guðmundsdóttir                                      

Daníel Jakobsson

Marzellíus Sveinbjörnsson, áheyrnarfulltrúi                                                                                      

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Er hægt að bæta efnið á síðunni?