Bæjarráð - 846. fundur - 7. júlí 2014

Fjarverandi:         Arna Lára Jónsdóttir, Nanný Arna Guðmundsdóttir situr fundinn í hennar stað.

                            Daníel Jakobsson, Jónas Þ. Birgisson situr fundinn í hans stað.

 

Þetta var gert:

 

1.      Fundargerð fræðslunefndar 3/7.

Fræðslunefnd, 346. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

2.      Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 27/6.

817. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

3.      Upplýsingatækni í grunnskólum. 2013-10-0038.

Lagt er fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 3. júlí sl., ásamt drögum að viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og leggur til að viðauki við fjárhagsáætlun verði lagður fyrir næsta fund bæjarráðs.

 

4.      Skólamál í Ísafjarðarbæ. 2014-07-0011.

Lagt er fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 4. júlí sl.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að gera kostnaðaráætlun og drög að viðauka eftir því sem við á.

 

5.      Púkamót 2014. 2014-06-0091.

Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 2. júlí sl.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að gera drög að viðauka við fjárhagsáætlun.

 

6.      Grunnskólinn á Ísafirði, breytingar innandyra. 2012-03-0090.

Lagður er fram 13. viðauki við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, dags. 27. júní sl.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.

 

7.      Eyrarskjól. 2014-02-0125.

Lagður er fram 10. viðauki við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, dags. 30. júní sl.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.

 

8.      Hafnarframkvæmdir, vogarhús og Þekja-Suðureyrarhöfn. 2012-03-0090.

Lagður er fram 11. viðauki við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, dags. 27. júní sl.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.

 

9.      Samningur um kaup á reiðtímum í reiðskemmu. 2014-05-0102.

Lagður er fram 12. viðauki við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, dags. 24. júní sl.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.

 

10.  Iceland review, landshlutakynning.

Lagður er fram tölvupóstur Sunnu Mistar Sigurðardóttur, auglýsingastjóra Iceland review/Atlantica, frá 2. júlí sl.

Bæjarráð tekur ákvörðun um að taka þátt í landshlutakynningu Iceland review/Atlantica í ágúst 2014. Bæjarráð felur upplýsingafulltrúa að vinna að auglýsingunni með Markaðsstofu.

 

11.  Annað

Bæjarstjórn telur nauðsynlegt að gerir fyrirvara við tillögu Fjórðungssambands Vestfirðinga um að aðalskrifstofa lögreglunnar verði staðsett annars staðar en í fjölmennasta byggðakjarna Vestfjarða. Í bókun bæjarráðs frá 10. júní sl. er gengið út frá tillögu innanríkisráðuneytisins að aðalskrifstofa lögreglunnar ætti að vera staðsett í Ísafjarðarbæ.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:24.

 

 

Kristján Andri Guðjónsson, formaður bæjarráðs

Nanný Arna Guðmundsdóttir                                       

Jónas Þ. Birgisson

Marzellíus Sveinbjörnsson, áheyrnarfulltrúi                                            

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Er hægt að bæta efnið á síðunni?