Bæjarráð - 845. fundur - 30. júní 2014

Þetta var gert:

 

1.      Fundargerð fræðslunefndar 4/6.

Fræðslunefnd, 345. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

2.      Fundargerð hafnarstjórnar 27/6.

2a) Steypt þekja á Suðureyrarhöfn. Tillaga hafnarstjórnar vegna opnunar tilboða og viðauki við fjárhagsáætlun. 2012-01-0001.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að gera endanlegan viðauka við fjárhagsáætlun.

2b) Vogarhús á Suðureyrarhöfn. Tillaga hafnarstjórnar vegna opnunar tilboða og viðauki við fjárhagsáætlun. 2014-05-0002.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að gera endanlegan viðauka við fjárhagsáætlun.

 

3.      Breyting á bæjarmálasamþykkt, síðari umræða. 2012-12-0018.

Síðari umræða um breytingar á bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar.

Áður á dagskrá á 346. fundi bæjarstjórnar 19. júní sl.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að vinna endanlegan viðauka við fjárhagsáætlun.

 

4.      Grunnskólinn á Ísafirði, breytingar innandyra. Viðauki við fjárhagsáætlun. 2012-03-0090.

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun vegna breytinga innandyra í Grunnskólanum á Ísafirði.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að vinna endanlegan viðauka við fjárhagsáætlun.

 

5.      Samningur um kaup á reiðtímum í reiðskemmu. 2014-05-0102.

Lögð fram svör Héraðssambands Vestfirðinga, er bárust með tölvupósti 19. júní sl., við spurningum bæjarráðs frá 10. júní sl., ásamt viðauka við fjárhagsáætlun.

Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir árið 2014 og felur bæjarstjóra að gera endanlegan viðauka við fjárhagsáætlun vegna styrks á árinu 2014. Málinu er jafnframt vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2015.

 

6.      Viðaukar við fjárhagsáætlanir. 2013-09-0050.

Lagt fram bréf innanríkisráðuneytis, dagsett 18. júní sl., með leiðbeiningum um gerð viðauka við fjárhagsáætlanir.

Lagt fram til kynningar.

 

7.      Skipan í framkvæmdaráð vegna umhverfisvottunar starfsemi sveitarfélaga á Vestfjörðum. 2011-07-0061.

Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsett 23. júní sl., þar sem falast er eftir því að Ísafjarðarbær skipi einn fulltrúa til að sitja í framkvæmdaráði vegna umhverfisvottunar sveitarfélaga á Vestfjörðum.

Bæjarráð tilnefnir Nanný Örnu Guðmundsdóttur í framkvæmdaráð vegna umhverfisvottunar starfsemi sveitarfélaga á Vestfjörðum.

 

8.      Geymsluhúsnæði fyrir söfnin í Ísafjarðarbæ. 2014-05-0036.

Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 25. maí sl., með tillögum að úrbótum vegna geymsluvanda safnanna í Ísafjarðarbæ. Einnig fylgir erindinu greinargerð forstöðumanns Safnahúss og teikning frá Tækniþjónustu Vestfjarða.

Bæjarráð samþykkir að gerð verði kostnaðaráætlun fyrir verkið og felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

 

9.      Deiliskipulag „Eyrin Ísafirði – Austurvegur“. 2012-03-0090.

 

Umhverfisnefnd, 414. Fundur, 10. júní 2014.

16.       2012030090 - Grunnskólinn á Ísafirði 2012-2014

            Auglýsinga- og athugasemdafresti vegna breytinga á deiliskipulagi "Eyrin Ísafirði - Austurvegur" er lokið. Þjár athugasemdir bárust, frá Áslaugi Jóhönnu Jesdóttur, Kristni Gunnar K Lyngmo og M. Halldóru Halldórsdóttur og Sigurborgu Þorkellsdóttur.

            Í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020 er svæðið sem um ræðir skilgreint sem skólalóð. Frá árinu 1997 hefur leiðin um Austurveg verið lokuð frá kl 7.00 - 16.00 á daginn til að veita skólabörnum aðgang að stærra leiksvæði. Nú þegar Austurvegur hefur verið hannaður sem skólalóð telur umhverfisnefnd að kaflaskipt opnun götunnar geti veitt börnum falskt öryggi og skapað umtalsverða hættu, því er sú leið ekki talin koma til greina.

Umhverfisnefnd tekur undir athugasemd Kristinns Lyngmo og Halldóru Halldórsdóttur og leggur til við bæjarstjórn að bílastæði á lóðarmörkum Austurvegar 11 og 13 verði felld út.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með ofangreindri breytingu.

Sviðsstjóra falið að svara bréfriturum í samræmi við umræður á fundinum.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfisnefndar um deiliskipulag „Eyrin Ísafirði – Austurvegi“.

 

10.  Fundur bæjarstjóra með sendiherrum. 2014-06-0087.

Lagður fram tölvupóstur bæjarstjóra, þar sem hann upplýsir að hann muni eiga fundi með sendiherrum Frakklands, Bretlands og Bandaríkjanna. Sendiherrarnir óskuðu eftir þessum fundum að eigin frumkvæði og munu þeir að öllum líkindum snúast um samtímastjórnmál og staðhætti.

Lagt fram til kynningar.

 

11.  Umsókn um styrk vegna yngstu skáta á Ísafirði. 2014-06-0011.

Lagt fram að nýju bréf Dagnýjar Viggósdóttur f.h. skátafélagsins Einherjar-Valkyrjan, dagsett 3. júní sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna ferðar yngstu skáta á skátamót á Úlfljótsvatni. Erindið var áður á dagskrá bæjarráðs 10. júní sl., þar sem nýrri bæjarstjórn var falið að afgreiða það endanlega.

Bæjarráð samþykkir að veita skátafélaginu Einherjar-Valkyrjan, kr. 100.000,- styrk og lítur á styrkinn sem hvatningu vegna endurvakningar skátafélagsins.

 

12.  Umsókn um styrk vegna Púkamótsins. 2014-06-0091.

Lagður fram tölvupóstur bæjarstjóra, dagsettur 27. júní sl., þar sem upplýst er að Jóhann Torfason hafi símleiðis, fyrir hönd Púkamótsins, óskað eftir styrk að upphæð kr. 50.000,- frá Ísafjarðarbæ vegna 10 ára afmælis Púkamótsins.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga.

 

13.  Boð í tilefni 40 ára afmælis Bolungarvíkurkaupstaðar. 2014-06-0092.

Lagt fram bréf Elíasar Jónatanssonar, bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar, dagsett 26. júní sl., þar sem bæjarfulltrúum og bæjarstjóra er boðið á opnun hátíðardagskrár í tilefni 40 ára afmælis kaupstaðarins.

Bæjarráð þakkar boðið og óskar Bolungarvíkurkaupstað til hamingju með afmælið. Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa og bæjarbúa alla til að taka þátt í hátíðarhöldunum.

 

14.  Kortlagning auðlinda í ferðaþjónustu – fulltrúi í stýrihóp. 2014-06-0084.

Lagður fram tölvupóstur Ferðamálastofu, dagsettur 24. júní sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær tilnefni fulltrúa í svæðisbundinn stýrihóp vegna kortlagningu auðlinda í ferðaþjónustu á Íslandi.

Bæjarráð tilnefnir Heimi Hansson í þennan stýrihóp.

 

15.  Fundargerð samstarfsnefndar Samb. ísl. sveitarf. og Kennarasambands Íslands vegna Skólastjórafélags Íslands.

Fundargerð samstarfsnefndar Samb. ísl. sveitarf. og Kennarasambands Íslands vegna Skólastjórafélags Íslands. frá 24. júní sl.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

16.  Landsfundur jafnréttisnefnda. 2014-01-0071.

Lagður fram tölvupóstur Samb. ísl. sveitarf., dagsettur 25. júní sl., þar sem boðað er til landsfundar jafnréttisnefnda þann 19. september næstkomandi.

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

 

17.  Nýsköpun í opinberum rekstri. 2014-06-0089.

Lagður fram tölvupóstur fjármálaráðuneytis, dagsettur 24. júní sl., þar sem kynnt er vinna OECD – Efnahags og framfarastofnunarinnar, í nýsköpunarmálum í opinberum rekstri.

Lagt fram til kynningar.

 

18.  Skipulagsdagurinn 2014. 2014-01-0001.

Lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnunar, dagsettur 26. júní sl., ásamt tilkynningu um Skipulagsdaginn 2014 – árlegan viðburð Skipulagsstofnunar með sveitarfélögum.

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdanefndar.

 

19.  Trúnaðarmál – starfsmannamál. 2014-06-0093.

Trúnaðarmál rætt og fært í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

 

20.  Trúnaðarmál – félagsþjónustumál. 2014-06-0063.

Trúnaðarmál rætt og fært í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

 

21.  Ályktun bæjarráðs. 2013-01-0049.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar áformum um flutning Fiskistofu út á land. Vonandi verður þetta til þess að fleiri stofnanir og verkefni á vegum hins opinbera verði flutt á landsbyggðirnar á næstum misserum. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar bendir á að engin starfsemi Fiskistofu hefur verið á Ísafirði frá áramótum þrátt fyrir fyriráætlanir stjórnvalda að byggja upp starfsemina. Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að fjölga störfum Fiskistofu á Ísafirði og byggja enn frekar upp starfsemi Hafrannsóknar­stofnunar á Ísafirði vegna nálægðar við fiskimið og fiskeldi.

 

Vestfirðir er sá landshluti þar sem fólksfækkun hefur orðið hvað mest og er nauðsynlegt að grípa til alvöru byggðaaðgerða. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hvetur stjórnvöld til að horfa til Vestfjarða þegar flytja á störf út á land til að styrkja stoðir vestfirskrar byggðar.

 

22.  Áheyrnarfulltrúar Framsóknarflokks í nefndum Ísafjarðarbæjar. 2014-06-0094.

Lagt fram bréf Marzellíusar Sveinbjörnssonar, oddvita Framsóknarflokksins á Ísafirði, þar sem þess er farið á leit að flokkurinn fái áheyrnarfulltrúa með tillögurétt í nefndum Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð samþykkir að Framsóknarflokkurinn í Ísafjarðarbæ fái umbeðna áheyrnarfulltrúa. Bæjarráð vísar þeim hluta beiðninnar er varðar greiðslur fyrir fundarsetu til nýrrar nefndar um íbúalýðræði.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:55.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari.

Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs.

Kristján Andri Guðjónsson.                                           

Jónas Þór Birgisson.

Marzellíus Sveinbjörnsson, áheyrnarfulltrúi.                                       

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?