Bæjarráð - 844. fundur - 23. júní 2014

Þetta var gert:

 

1.      Bæjarráð skiptir með sér verkum.

Tekið er á dagskrá, með afbrigðum, að bæjarráð skipti með sér verkum. Tillaga er um að Arna Lára Jónsdóttir, verði formaður og Kristján Andri Guðjónsson, varaformaður. Tillagan var samþykkt.

 

2.      Fundargerð aðalfundar Íbúasamtakanna Átaks 29/4.

Lögð fram til kynningar.

 

3.      Skipting ábyrgðar vegna talmeinaþjónustu. 2014-01-0071.

Lagður er fram tölvupóstur Svandísar Ingimundsdóttur, skólamálafulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 10/6 og Samkomulag milli velferðarráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 8/5.

Lagt fram til kynningar.

 

4.      Atvinnumál fatlaðra. 2014-06-0049.

Lagt er fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs, og Hörpu Stefánsdóttur, deildarstjóra fötlunarþjónustu dags. 13/6.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna möguleika á að veita fólki atvinnu með stuðningi. Bæjarráð skorar jafnframt á önnur fyrirtæki í Ísafjarðarbæ að gera slíkt hið sama.

Margrét Geirsdóttir mætti til fundarins undir þessum lið kl. 08:30.

 

5.      Trúnaðarmál, félagsþjónusta. 2014-06-0063.

Bókun færð í trúnaðarmálabók Ísafjarðarbæjar.

 

6.      Trúnaðarmál, félagsþjónusta. 2010-06-0048.

Bókun færð í trúnaðarmálabók Ísafjarðarbæjar.

Margrét Geirsdóttir yfirgaf fundinn kl. 08:45.

 

7.      Hvítbók um umbætur í menntamálum. 2014-02-0049.

Lögð er fram Hvítbók um umbætur í menntamálum, gefin út af mennta- og menningarmálaráðuneytinu í júní 2014.

Bæjarráð fagnar Hvítbókinni. Bæjarráð vísar Hvítbókinni til fræðslunefndar og óskar eftir umsögn og að skoðað verði hvaða aðgerða megi grípa til í grunnskólum Ísafjarðarbæjar til að ná markmiðum Hvítbókarinnar.

 

8.      Aðalfundur Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. 2012-07-0028.

Lagt er fram aðalfundarboð Jóhanns Birkis Helgasonar, framkvæmdastjóra Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., dags. 19/6, ásamt ársreikningi Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. fyrir árið 2013.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði Ísafjarðarbæjar á fundinum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda fundarboð á bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar.

 

9.      Aðalfundur Sparisjóðs Bolungarvíkur. 2014-06-0037.

Lagt er fram aðalfundarboð stjórnar Sparisjóðs Bolungarvíkur, dags. 10/6.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði Ísafjarðarbæjar á fundinum.

 

10.  Stofnfjárhafafundur Sparisjóðs Norðurlands ses. 2014-06-0037.

Lagt er fram fundarboð Ragnars Birgissonar stjórnarformanns, f.h. Sparisjóðs Bolungarvíkur dags. 13/6.

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði Ísafjarðarbæjar á fundinum.  

 

11.  Fasteignagjöld Skíðheimum Seljalandsdal. 2014-03-0030.

Lagt er fram bréf Arnar Ingólfssonar, f.h. Hollvinafélags Skíðheima, dags. 10/3 og bréf Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 28/4.

Bæjarráð hafnar beiðninni þar sem bæjarráð hefur ekki heimild til að samþykkja erindið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja sig í samband við bréfritara.

 

12.  Grunnskólinn á Ísafirði, breytingar innandyra. 2012-03-0090.

Lagt er fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs og Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 20/6.

Margrét Halldórsdóttir og Jóhann Birkir Helgason mættu til fundarins undir þessum lið kl. 09:30. Margrét Halldórsdóttir yfirgaf fundinn kl. 09:38.

Bæjarráð óskar eftir stöðu og yfirliti yfir viðhaldsfé Ísafjarðarbæjar og drögum að viðauka við fjárhagsáætlun vegna verkefnisins.

 

13.  Ofanflóðavarnir. 2013-03-0023.

Lagt er fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 12/6.

Bæjarráð samþykkir erindið.

Jóhann Birkir Helgason yfirgaf fundinn kl. 09:47.

 

14.  Friðlandið á Hornströndum. 2014-04-0048.

Lagt er fram bréf Jóns Björnssonar og Hildar Vésteinsdóttur, f.h. Umhverfisstofnunar, dags. 12/6.

Lagt fram til kynningar.

 

15.  Fasteignamat 2015. 2011-10-0014.

Lagt er fram bréf Margrétar Hauksdóttur, forstjóra, f.h. Þjóðskrár Íslands, dags. 13/6.

Lagt fram til kynningar.

 

16.  Fjármálastjórn sveitarfélaga. 2013-09-0050.

Lagt er fram bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 12/6.

Lagt fram til kynningar.

 

17.  Beiðni um stuðning við starf Hróksins. 2014-06-0051.

Lagt er fram bréf Hrafns Jökulssonar, forseta Hróksins, dags. 11/6.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

 

18.  Úthlutun úr Námsgagnasjóði. 2014-01-0071.

Lagt er fram bréf Klöru E. Finnbogadóttur og Vals Rafns Halldórssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10/6.

Lagt fram til kynningar.

 

19.  Framlag vegna nýbúafræðslu 2014. 2013-09-0032.

Lagt er fram bréf Elínar Pálsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 12/6.

Lagt fram til kynningar.

 

20.  Svarta pakkhúsið. 2011-03-0068.

Lagt er fram bréf Estherar Önnu Jóhannsdóttur, f.h. Minjastofnunar Íslands, dags. 10/6 auk samnings um styrk til atvinnuskapandi minjaverndarverkefnis, dags. 2/6..

Lagt fram til kynningar.

 

21.  Tæknivæðing bókasafna. 2014-06-0073.

Lagt er fram bréf Kristins Lofts Einarssonar og Valbjarkar Aspar Óladóttur, f.h. Öryggismiðstöðvarinnar, dags. 6/6.

Lagt fram til kynningar.  

 

22.  Kosning fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014-2015. 2014-01-0071.

Lagt er fram bréf Magnúsar Karels Hannessonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 6/6 ásamt samþykktum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

 

23.  Trúnaðarmál, starfsmannamál. 2014-06-0052 og 2014-06-0053.

Bókun færð í trúnaðarmálabók Ísafjarðarbæjar.

 

24.  Rekstrarleyfi fyrir heimagistingu, Sólheimar. 2014-06-0058.

Lagt er fram bréf Sýslumannsins á Ísafirði, dags. 18/6 og umsókn Sigríðar G. Ásgeirsdóttur, um rekstrarleyfi til heimagistingar, dags. 18/6.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 10:00.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs

Kristján Andri Guðjónsson                                                  

Daníel Jakobsson

Marzellíus Sveinbjörnsson, áheyrnarfulltrúi                         

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?