Bæjarráð - 843. fundur - 10. júní 2014

Þetta var gert:

 

1.      Fundargerð nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 7/5.

Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 36. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

2.      Fundargerð nefndar um sorpmál 21/5.

Nefnd um sorpmál 30. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

3.      Fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Lögð er fram fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga dags. 4/6.

Lögð fram til kynningar.

 

4.      Aðalfundur Sparisjóðs Bolungarvíkur og samruni við Sparisjóð Norðurlands. 2014-06-0037.

Lagt er fram bréf Ragnars Birgissonar, f.h. Sparisjóðs Bolungarvíkur dag. 28/4.

Lagt fram til kynningar.

 

5.      Aðalfundur Hvetjanda. 2014-06-0028.

Lagt er fram fundarboð Shirans Þórissonar, framkvæmdastjóra Hvetjanda hf. dags. 5/6 ásamt ársreikningi ársins 2013.

Bæjarráð felur Örnu Láru Jónsdóttur að mæta á aðalfundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

 

6.      Kynning á starfsemi Fjórðungssambands Vestfirðinga og byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks. 2014-06-0029.

Lagður er fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar dags. 3/6.

Bæjarráð þakkar fundarboðið og staðfestir fundartímann þriðjudaginn 24. júní kl. 15:30 til 17:30.

 

7.      Umsókn um styrk vegna yngstu skáta á Ísafirði. 2014-06-0011.

Lagt er fram bréf Dagnýjar Viggósdóttur, f.h. Skátafélagsins Einherjar-Valkyrjan, dags. 3/6.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur næstu bæjarstjórn að taka erindið upp síðar.

 

8.      Endurgreiðsla til sveitarfélaga vegna refaveiða. 2014-02-0082.

Lagt er fram bréf Gunnlaugar H. Einarsdóttur og Steinars Rafns Beck Baldurssonar, f.h. Umhverfisstofnunar, dags. 3/6.

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, mætir til fundarins kl. 08:52 og yfirgefur fundinn kl. 08:58.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn áætlun vegna refaveiða árin 2014-2016.

 

9.      Efling tónlistarnáms – Tímabundin breyting á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. 2013-09-0028.

Lagt er fram bréf Elínar Pálsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur, f.h. Jöfnunarsjóðs dags. 28/5.

Lagt fram til kynningar.

 

10.  Skráning í skólamat og frístund í Grunnskóla Ísafjarðar. 2014-03-0028.

Lagt er fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, og Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 6/6.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

 

11.  Upplýsingatækni í grunnskólum. 2013-10-0038.

Lagt er fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs dags. 6/6.

Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, mætir til fundarins undir þessum lið kl. 09:04.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að haldið sé áfram með verkefnið.

 

12.  Samningur um kaup á tímum í reiðskemmu. 2014-05-0102.

Lagt er fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs dags. 6/6, samningur milli Ísafjarðarbæjar og Knapaskjóls ehf., dags. 22/5 og drög að 9. viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2014.

Bæjarráð vísar samningnum til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2015. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá HSV, Hestamannafélaginu Hendingu og Hestamannafélagið Stormi um samninginn, áður en viðeigandi hluti viðaukans við fjárhagsáætlun er samþykktur.

 

13.  Uppbygging og viðhald á Torfnessvæðinu. 2013-02-0058.

Lagt er fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs og Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 6/6.

Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs yfirgefur fundinn kl. 09:44.

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, mætir til fundarins kl. 09:28 og yfirgefur fundinn kl. 09:44.

Samkvæmt framkvæmdaáætlun er gert ráð fyrir fjármagni í girðingu í kringum keppnisvöllinn á Torfnesi á árinu 2015, bæjarráð vísar málinu því til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2015.

 

Albertína F. Elíasdóttir yfirgaf fundinn kl. 09:18.

 

14.  Menningarmiðstöðin Edinborg. 2013-07-0023.

Lögð eru fram drög að samningi milli Ísafjarðarbæjar og Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar og drög að 9. viðauka við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2014.

Bæjarráð felur starfandi bæjarstjóra að vinna áfram að samningnum. Bæjarráð samþykkir viðeigandi hluta viðaukans.

 

15.  Breytingar á umdæmum embætta sýslumanna og lögreglustjóra. 2014-06-0030.

Lögð eru fram gögn vegna samráðs um breytingar á umdæmum embætta sýslumanna og lögreglustjóra, frá 4. júní sl.

Bæjarráð telur það styrkja embættið að það sé ein skrifstofan á Ísafirði heldur en að kröftum sýslumannsembættisins sé dreift á tvær skrifstofur á svo litlu svæði sem um ræðir, þ.e. milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Það hlýtur jafnframt að vera æskilegt fyrir sýslumannsembættið að hafa aðgang að öllum þeim stofnunum sem eru á Ísafirði með skjótari hætti.

 

16.  Erindisbréf nefnda. 2012-11-0034.

Lagt er fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, dags. 5/6.

Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og vísar erindisbréfum nefnda Ísafjarðarbæjar til viðkomandi nefnda. Nefndin óskar eftir að nefndirnar komi með tillögur til úrbóta á erindisbréfunum eftir því sem við á.

 

17.  Hátíðarhöld á 17. júní.

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi, mætir til fundarins undir þessum lið kl. 10:26 og kynnir stöðuna á skipulagningu 17. júní hátíðarhaldanna. Hálfdán Bjarki yfirgefur fundinn kl. 10:43.

 

18.  Nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. 2014-01-0071.

Lagður er fram tölvupóstur Önnu Guðrúnar Björnsdóttur, sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 6. júní sl. ásamt fylgiskjali.

Lagt fram til kynningar.

 

19.  Álagning sorpgjalds á Jökulfjörðunum. 2013-03-0017.

Lagt er fram afrit af úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 43/2013.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 10:50.

 

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Albertína F. Elíasdóttir                                                        

Arna Lára Jónsdóttir

Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra og bæjarritari

Er hægt að bæta efnið á síðunni?