Bæjarráð - 841. fundur - 26. maí 2014

Þetta var gert:

 

1.      Verkefni bæjarráðs.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir verkefnum bæjarráðs.

 

2.      Tveir liðir fundargerðar félagsmálanefndar 13/5.

Félagsmálanefnd 388. fundur.

3. liður. 2014-05-0003. Bæjarráð samþykkir samninginn með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hann.

4. liður. 2011-04-0079. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Sædís M. Jónatansdóttir mætti til fundarins undir þessum lið kl. 08:47 og yfirgefur fund kl. 08:51.

 

3.      Einn liður fundargerðar atvinnumálanefndar 14/5.

Atvinnumálanefnd 121. fundur.

2. liður.2014-05-0096.  Lagt fram til kynningar.

 

4.      Fundargerð umhverfisnefndar 21/5.

Umhverfisnefnd 413. fundur.

9. liður. 2012-09-0046. Bæjarráð gerir ekki athugsemd við tillöguna.

10. liður. 2012-04-0038. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

 

5.   Liður. 2014-05-0071. Bæjarráð tekur undir bókun umhverfisnefndar og harmar hve lítið er fjallað um málefni Vestfjarða í tillögu að kerfisáætlun Landsnets 2014 - 2023, eins brýn og þau eru.

Þá er engin umfjöllun er um mögulega Hvalárvirkjun sem þrefaldað gæti orkuöflun á Vestfjörðum. Ekki hafa heldur verið skoðaðir möguleikar á að tvöfalda hluta línuleiða í því skyni að auka rekstraröryggi þeirra.

 

Lögð fram til kynningar.

 

6.      Aukin framleiðsla Arnarlax á laxi. 2011-02-0012.

Lagt er fram afrit af bréfi Sigmars Arnars Steingrímssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, til Arnarlax dags. 16. maí 2014.

Lagt fram til kynningar.

 

7.      Afskráning skuldabréfa úr kauphöll. 2014-05-0084.

Lagt er fram afrit af bréfi Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara og Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, til NASDAQ OMX, dags. 22. maí 2014.

Lagt fram til kynningar.

 

8.      Rekstrarleyfi – Túngata 2 ehf. 2014-05-0086.

Lagt er fram bréf sýslumannsins á Ísafirði, dags. 19. maí 2014 og umsókn Túngötu 2 ehf. um rekstrarleyfi, dags. 4. maí 2014.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

 

9.      Beiðni um stuðning vegna Hlaupahátíðar á Vestfjörðum. 2012-07-0021.

Lagt er fram bréf Guðbjargar Rósar Sigurðardóttur, f.h. stjórnar Hlaupahátíðar á Vestfjörðum, dags. 22. maí sl.

Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina. Bæjarráð felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að tryggja umbeðinn opnunartíma í Sundhöll Ísafjarðar. Bæjarráð þakkar jafnframt öllum þeim sjálfboðaliðum sem hafa komið að skipulagningu hátíðarinnar í gegnum tíðina.

 

10.  Grunnskólinn á Ísafirði, skólalóð. 2012-03-0090.

Lagt er fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 14. maí sl., auk viðauka við fjárhagsáætlun.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann við fjárhagsáætlunina. Bæjarráð leggur áherslu á að verkið bílastæði við Byggðasafn verði klárað, þ.e.a.s. sá hluti sem er á áætlun og því kanna hvort óhætt sé að lækka umræddan lið á fjárhagsáætlun.

 

11.  Faktorshúsið í Hæstakaupstað. 2014-05-0087.

Lagt er fram bréf Áslaugar Jóhönnu Jensdóttur, f.h. Faktorshússins í Hæstakaupstað, dags. 15. maí sl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið betur.

 

12.  Umsókn um frumkvöðlastyrk. 2014-03-0013.

Lögð er fram umsókn Braga Magnússonar, f.h. Vélsmiðju Ísafjarðar, um frumkvöðlastyrk, dags. 4. apríl sl.

Bæjarráð tekur undir bókun 121. fundar atvinnumálanefndar um erindið og hafnar umsókninni þar sem hún uppfyllir ekki skilyrði. Arna Lára vék af fundi undir þessum lið.

 

13.  Refa- og minkaveiðar. 2014-02-0082.

Lagður er fram viðauki við fjárhagsáætlun í samræmi við minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, dags. 14. maí sl., sem lagt var fyrir 840. fund bæjarráðs.

Valur Richter mætir til fundarins undir þessum lið, kl. 08:27 og yfirgefur fund kl. 08:40.

Bæjarráð samþykkir að leggja þá fjárhæð sem er áætluð í minka- og refaveiðar í fjárhagsáætlun að fullu í minkaveiðar. Framlögðum viðauka er hafnað.

 

14.  Varnargarður neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði. 2013-03-0023.

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, mætir til fundarins undir þessum lið, kl. 09:24 og gerir grein fyrir stöðunni. Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að svara bréfritara bréfs sem lagt var fyrir síðasta fund bæjarráðs og að fylgjast grannt með framkvæmdinni. Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs yfirgefur fundinn kl. 09:33.

 

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:36.

 

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Albertína F. Elíasdóttir                                                        

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?