Bæjarráð - 840. fundur - 19. maí 2014

Þetta var gert:

 

1.      Verkefni bæjarráðs.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir verkefnum bæjarráðs.

 

2.      Fundargerð atvinnumálanefndar 14/5.

Atvinnumálanefnd 121. fundur.

5. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið betur.

Lögð fram til kynningar.

 

3.      Fundargerð félagsmálanefndar 13/5.

Félagsmálanefnd 388. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

4.      Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða 9/5.

Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 9. maí sl.

Lögð fram til kynningar.

 

5.      Framlög til Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar. 2013-07-0023.

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Ísafjarðarbæjar og Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar.

Málinu frestað til næsta fundar bæjarráðs.

 

6.      Ósk um viðbótarframlög til Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. 2013-10-0054.

Síðast var fjallað um málið á fundi bæjarstjórnar þann 17. október sl. Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Ísafjarðarbæjar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar.

Gísli H. Halldórsson, formaður bæjarráðs, gerir grein fyrir samskiptum sínum við forsvarsmenn LRÓ.

Málinu frestað til næsta fundar bæjarráðs.

 

7.      Stefnuskrá í málefnum fatlaðra fyrir sveitarstjórnarkosningar 2014. 2014-05-0053.

Lagt fram skjal Sjálfsbjargar, Þroskahjálpar og Blindrafélagsins, ódagsett, þar sem farið er yfir markmið í þjónustu við fatlaða fyrir árin 2014-2018.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið sem setur skýran ramma til viðmiðunar og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að gera grein fyrir stöðu markmiða umræddra félaga og senda bæjarráði.

 

8.      Drög að reglum um refa- og minkaveiðar. 2014-02-0082.

Lagt fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 14. maí sl., ásamt drögum að reglum um refa- og minkaveiðar.

Bæjarráð óskar eftir umsögn Melrakkaseturs um reglurnar.

 

9.      Endurskoðun á sorpsamningi við Kubb ehf. 2011-03-0081.

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 14. maí sl., ásamt bréfi Kubbs ehf. dagsettu 21. Janúar sl.

Bæjarráð samþykkir breytingu á sorpsamningi, enda rúmist það innan fjárhagsáætlunar, með því skilyrði að sett verði inn uppsagnarákvæði sem heimilar bænum að segja samningnum upp þegar eitt ár er eftir af honum.

 

10.  Ósk um afnot af landsvæði Ísafjarðarbæjar. 2014-05-0032.

Lagt er fram bréf Sirkus Íslands, dagsett 13. maí sl., þar sem óskað er eftir afnotum af landsvæði Ísafjarðarbæjar við Ásgeirsgötu, vegna sirkussýningar.

Bæjarráð fagnar erindinu og samþykkir beiðni Sirkus Íslands.

 

11.  Fundur grunnskólakennara vegna kjaramála. 2014-05-0055.

Lagt er fram bréf, ásamt undirskriftalista, frá fundi grunnskólakennara á Silfurtorgi 15. maí sl. Í bréfinu er hvatt til að gengið verði til samninga við grunnskólakennara hið fyrsta.

Bæjarráð þakkar grunnskólakennurum fyrir erindið.

 

12.  Varnargarður neðan Gleiðarhjalla á Ísafirði. 2013-03-0023.

Lagt er fram bréf Ásthildar Cesil Þórðardóttur, dagsett 13. maí sl., um vinnu við varnargarð neðan Gleiðarhjalla.

Bæjarráð þakkar ábendinguna og ítrekar mikilvægi þess að eftirlitsmenn tryggi að farið sé eftir samningnum.

 

13.  Minnisvarði um Kirkjubólsfeðga. 2014-05-0072.

Lagt fram erindi Ólínu Þorvarðardóttur þar sem viðrað er að reisa minnisvarða um Jón og Jón Jónssyni á Kirkjubóli í Skutulsfirði sem brenndir voru á báli 1656.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið, óskar umsagnar umhverfisnefndar og felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:08.

 

Hjördís Þráinsdóttir, skjalastjóri

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Albertína F. Elíasdóttir                                                        

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?