Bæjarráð - 839. fundur - 12. maí 2014

Þetta var gert:

 

1.      Verkefni bæjarráðs.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir verkefnum bæjarráðs.

 

2.      Fundargerð félagsmálanefndar 6/5.

Félagsmálanefnd 387. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

3.      Fundargerð fræðslunefndar 30/4.

Fræðslunefnd 344. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

4.      Fundargerð hafnarstjórnar 4/4.

Hafnarstjórn 171. fundur.

b. liður 6. liðar – Önnur  mál. 2011-01-0034.

Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að tekið verði til hliðar fjármagn í samræmi við tillögur hafnarstjórnar við fjárhagsáætlunargerð ársins 2014 til að hefja framkvæmdir við endurbyggingu á Gamla Olíumúla.

Bæjarráð vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun 2015.

 

5.      Fundargerð umhverfisnefndar 7/5.

Umhverfisnefnd 412. fundur.

 

3. liður. Mánagata 6, Ísafirði, sala á lóðarskika. 2014-04-0026.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að samið verði við lóðareiganda um kaup á lóðarskikanum.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að vinna málið frekar í samræmi við umræður á fundinum.

 

15. liður. Þingeyri, deiliskipulag. 2009-12-0009.

Með vísan í ofangreint leggur Umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með þeirri breytingu að færa byggingarreit Gramsverslunar innan lóðar Hafnargötu 6 til suð/vesturs.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

 

16. liður. Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði. 2011-02-0059.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

 

17. Hafnarvog á Suðureyri. 2014-05-0002.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði send í grenndarkynningu.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

 

Lögð fram til kynningar.

 

6.      Fundargerðir stjórnar BsVest 21/3 og 23/4.

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks frá 21. mars og 23. apríl 2014.

Lagðar fram til kynningar.

 

7.      Fundargerð samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga 25/3.

Lögð fram fundargerð samgöngunefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 25. mars 2014.

Lögð fram til kynningar.

 

8.      Innkaupareglur Ísafjarðarbæjar.

Lagðar eru fram tillögur að breytingum á innkaupareglum Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

 

9.      Gatnagerð á Mávagarði, opnun tilboða. 2013-10-0043.

Lagt er fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 2. maí 2014.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.

 

10.  Beiðni um stuðning við Yrkjusjóð. 2014-04-0060.

Lagt er fram bréf Yrkjusjóðs, ódags., en barst 30. apríl 2014.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.   

 

11.  Upplýsingar vegna endurskoðunar á ársreikningi. 2014-04-0047.

Lagt er fram bréf Andra Árnasonar, bæjarlögmanns, f.h. Juris slf., dags. 29. apríl 2014.

Lagt fram til kynningar.

 

12.  Rekstrarleyfi – Alviðra. 2014-05-0005.

Lagt er fram bréf sýslumannsins á Ísafirði, dags. 5. maí 2014 auk umsóknar Lappa ehf., dags. 5. maí 2014, um rekstrarleyfi til sölu gistingar.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

 

13.  Framlög til stjórnmálaflokka. 2014-02-0078.

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 7. maí 2014.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarritara að úthlutun fjárframlags til stjórnmálaflokka.

 

14.  Friðland Hornstranda. 2014-04-0048.

Lagt er fram minnisblað Albertínu F. Elíasdóttur, formanns umhverfisráðs og Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 9. maí 2014.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda erindi til Umhverfisstofnunar í samræmi við tillögur í minnisblaðinu og umræður á fundinum.

 

15.  Bæjarmálasamþykktir Ísafjarðarbæjar. 2012-12-0018.

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 9. maí 2014, auk breytinga á samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir þær breytingar sem gerðar hafa verið á samþykktunum og leggur til að þær verði lagðar fram til kynningar á næsta bæjarstjórnarfundi.

 

16.  Sorpmál í Ísafjarðarbæ.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerir grein fyrir málinu.

 

17.  Vinabæjarheimsókn ungmenna frá grunnskólum Ísafjarðarbæjar til Kaufering. 2012-07-0022.

Lagt er fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, dags. 9. maí 2014.

Bæjarráð samþykkir tillögur upplýsingafulltrúa.

 

18.  Grenjavinnsla 2014. 2014-02-0082.

Lagt er fram minnisblað umhverfis- og eignasviðs, dags. 8. maí 2014 auk viðauka við fjárhagsáætlun.

Bæjarráð frestar málinu til næsta bæjarráðsfundar.

 

19.  Aðalfundur fulltrúaráðs Háskólaseturs Vestfjarða ses. 2014-05-0018.

Lagt er fram bréf Þorsteins Jóhannessonar og Peter Weiss f.h. fulltrúaráðs Háskólaseturs Vestfjarða ses, dags. 7. maí 2014.

Lagt fram til kynningar.

 

20.  Framlög úr Jöfnunarsjóði janúar-mars 2014. 2013-09-0028.

Lagt er fram bréf Elínar Pálsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur, f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 7. maí 2014.

Lagt fram til kynningar.

 

21.  Grunnskólinn á Ísafirði, skólalóð. 2012-03-0090.

Lagt er fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 9. maí 2014.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við tillögur í bréfinu.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 10:00.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Albertína F. Elíasdóttir                                                        

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?