Bæjarráð - 838. fundur - 29. apríl 2014

Þetta var gert:

 

1.      Verkefni bæjarráðs.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir verkefnum bæjarráðs.

 

2.      Fundargerð atvinnumálanefnd 23/4.

120. fundur atvinnumálanefndar.

1. liður – Umsóknir um styrki til frumkvöðla og fyrirtækja sem vilja auka við starfsemi sína. 2014-03-0013.

„Auglýst var á heimasíðu Ísafjarðarbæjar eftir umsóknum um styrki til frumkvöðla og fyrirtækja sem vilja auka starfsemi sína, þann 12. mars 2014. Umsóknarfresturinn rann út 7. apríl 2014 og barst ein umsókn.

Umsókn Hallgríms Kjartanssonar, framkvæmdastjóra, f.h. Sjávareldis ehf., Ísafirði.

Atvinnumálanefnd tekur jákvætt í umsóknina og leggur til við bæjarráð að umsóknin verði samþykkt.“

Bæjarráð samþykkir umsóknina og felur bæjarritara að ganga frá styrkveitingunni til Sjávareldis ehf.

 

6. liður – Bókun frá nefndarmanni atvinnumálanefndar. Samfélagsleg ábyrgð. 2014-04-0041.

„„Atvinnumálanefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún beiti sér fyrir því að Ísafjarðarbær setji sér og öðrum fyrirtækjum sem Ísafjarðarbær á beinan og óbeinan hlut í (til dæmis í gegnum Hvetjanda) skriflega stefnu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og stofnana.“  

Atvinnumálanefnd tekur undir bókun Benedikts Bjarnasonar og skorar á bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að gerast aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð.“

Bæjarráð felur atvinnumálanefnd að vinna málið áfram þannig að hægt verði að taka ákvörðun fyrir gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.

 

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 

3.      Tillaga um verkefni frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða. Trúnaðarmál. 2010-08-0057.

Lagt er fram minnisblað Shirans Þórissonar, framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, ódags. sem barst með tölvupósti 25. apríl 2014.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og veitir atvinnumálanefnd heimild til að afgreiða málið.

 

4.      Gjaldskrá slökkviliðs Ísafjarðarbæjar. 2013-06-0033.

Lagður er fram tölvupóstur Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 25. apríl 2014 og gjaldskrá slökkviliðs Ísafjarðarbæjar til samþykktar.

Bæjarráð vísar gjaldskrá slökkviliðs Ísafjarðarbæjar til samþykktar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

 

5.      Skjalageymslur bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar. 2013-08-0040.

Lagt er fram minnisblað Hjördísar Þráinsdóttur, skjalastjóra Ísafjarðarbæjar, dags. 22. apríl 2014.

Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

 

6.      Ferðaþjónusta á Hornströndum. 2014-04-0048

Fram fóru umræður um þyrluferðaþjónustu á friðlandi Hornstranda.

Bæjarráð felur bæjarritara og formanni umhverfisnefndar að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundi.

 

7.      Íbúaþing á Flateyri. 2011-07-0075.

Fram fara umræður um framhald á íbúaþingi á Flateyri og vangaveltur um hvort Ísafjarðarbær eigi að sækja um aðkomu Byggðastofnunar í gegnum verkefnið „Brothættar byggðir“.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fela bæjarritara að standa að umsókn í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfirðinga.

 

8.      Ársreikningur Ísafjarðarbæjar og stofnana 2013. 2014-04-0047.

Lögð fram drög að ársreikningi Ísafjarðarbæjar og stofnana fyrir starfsárið 2013. Til fundar við bæjarráð mætir Edda María Hagalín, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð samþykkir ársreikning Ísafjarðarbæjar og stofnana fyrir starfsárið 2013 til endurskoðunar með þeim breytingum er ræddar voru á fundinum.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að ársreikningurinn verði lagður fyrir fund bæjarstjórnar þann 8. maí n.k. til fyrri umræðu.

 

9.      Félagsheimilið í Hnífsdal. 2011-03-0055.

Lagt er fram bréf Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, f.h. íbúasamtaka Hnífsdals, dags. 31. október 2013, en barst í tölvupósti 28. apríl 2014.

Bæjarráð felur eignadeild Ísafjarðarbæjar að kanna ástand Félagsheimilisins í Hnífsdal í samræmi við beiðni íbúasamtaka Hnífsdals.

 

10.  Umsókn um rekstrarleyfi – Massi þrif ehf. 2014-04-0049.

Lagður er fram tölvupóstur sýslumannsins á Ísafirði, dags. 22. apríl 2014 og umsókn Massa þrifa ehf., dags. 22. apríl 2014.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

 

11.  Umsókn um rekstrarleyfi – Dalbær. 2014-04-0050

Lagður er fram tölvupóstur sýslumannsins á Ísafirði, dags. 28. Apríl 2014 og umsókn Ingibjargar Kjartansdóttur vegna Dalbæjar á Snæfjallaströnd dags. 23. apríl 2014.

Bæjaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:30.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari 

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Albertína F. Elíasdóttir                                                        

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?