Bæjarráð - 836. fundur - 7. apríl 2014

Þetta var gert:

 

1.      Verkefni bæjarráðs.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir verkefnum bæjarráðs.

 

2.      Endurnýjun rekstrarleyfis – Simbahöllin. 2014-04-0003.

Lagt er fram bréf sýslumannsins á Ísafirði, dags. 1. apríl 2014 og umsókn Simbahallarinnar ehf. um endurnýjun rekstrarleyfis til veitingu veitinga, dags. 28. mars 2014.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

 

3.      Grenjavinnsla 2014. 2014-02-0082.

Lagt er fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 31. mars 2014.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

 

4.      Grunnskólinn á Suðureyri, skólalóð, opnun tilboða. 2013-11-0022.

Lagt er fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 2. apríl 2014.

Bæjarráð samþykkir að fara að tillögu sviðsstjóra og samþykkja  tilboð Gröfuþjónustu Bjarna ehf. í verkið.

 

5.      Arðgreiðsla Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna 2013. 2012-02-0099.

Lagt er fram bréf Óttars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga ohf., dags. 2. apríl 2014.

Lagt fram til kynningar.

 

6.      Atvinnumál á Þingeyri. 2014-04-0001.

Lagt er fram minnisblað Shirans Þórissonar, framkvæmdastjóra Atvest, dags. 3. apríl 2014.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar telur útilokað fyrir eigendur Vísis hf., að loka starfsstöðvum Vísis á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi, án samráðs við þá aðila sem málinu tengjast. Í ljósi þess hvernig til starfseminnar var stofnað er ekki rétt að Vísir hf. á Þingeyri taki þessa ákvörðun án samráðs við Ísafjarðarbæ og aðra hlutaðeigandi aðila.

Ef fyrirtæki ætla að eiga fullan þátttökurétt í samfélaginu þá eiga þau skilyrðislaust að sýna meiri samfélagslega ábyrgð en þarna birtist.

Þessi tíðindi ættu jafnframt að vera stjórnvöldum áminning um að gera þær breytingar sem þarf svo að  fiskveiðistjórnunarkerfið tryggi trausta atvinnu og byggð í landinu, eins og því er ætlað.

Bæjarstjóri hefur skipulagt fund með atvinnuvegaráðherra og íbúafund á Þingeyri. Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum um tildrög málsins og áherslur á næstu dögum.

 

7.      Útsýnisskífa á Kambsnesi í Álftafirði. 2014-04-0010.

Lagt er fram bréf Salbjargar Þorbergsdóttur og Oddnýjar E. Bergsdóttur, f.h. áhugahóps um útsýnisskífu á Kambsnesi í Álftafirði, dags. 3. apríl 2014.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu að svo stöddu.

 

8.      Tölvumál. 2014-01-0034.

Lagður er fram tölvupóstur Jónu Benediktsdóttur, f.h. Í-listans, dags. 4. apríl 2014.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurnunum.

 

9.      Sumarróló á Suðureyri. 2014-03-0066.

Lagt er fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 4. apríl 2014.

Jóhann Birkir var viðstaddur fundinn undir þessum lið.

Jóhanni Birki er falið að vinna áfram í málinu.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:02.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Albertína F. Elíasdóttir                                                        

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?