Bæjarráð - 834. fundur - 24. mars 2014

 

Þetta var gert:

1.      Verkefni bæjarráðs.

Bæjarstjóri fór yfir verkefni bæjarráðs.

 

2.      Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða 5/3.

88. fundur stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða.

Lögð fram til kynningar.

 

3.      Holt í Arnardal. 2014-03-0018.

Lagt er fram bréf Þorbjörns H. Jóhannessonar f.h. landeigenda Fremrihúsa, dags. 21. mars 2014.

Bæjarráð felur bæjarritara að kanna málið.

 

4.      Eyrarskjól – Hjallastefnan. 2013-12-0025.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu málsins.

 

5.      Hellulögn Tangagötu. 2014-01-0011.

Lagt er fram minnisblað Andra Árnasonar hrl., bæjarlögmanns, dags. 21. mars 2014.

Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, mætti til fundarins kl. 08:42.

 

Bæjarráði þykir miður að hafa ekki gert sér ljóst að útboð Vesturfells er ógilt. Eftir umsögn bæjarlögmanns er þó ljóst að svo er.

Bæjarráð felur Jóhanni Birki Helgasyni, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að ganga til samninga við Gröfuþjónustu Bjarna ehf. sem var með næst lægsta tilboðið sem barst í verkið.

 

Jóhann Birkir yfirgaf fundinn kl. 08:51.

 

6.      Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar. 2014-03-0053.

Lagt er fram afrit af bréfi Sýslumannsins á Ísafirði, dags. 20. mars 2014, ásamt umsókn Hamraborgar ehf. um rekstrarleyfi til sölu gistingar.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

 

7.      Þrjár tillögur til þingsályktunar í tengslum við aðildarviðræður við Evrópusambandið. 2014-03-0046.

Lagðir eru fram þrír tölvupóstar frá nefndasviði Alþingis, dags. 20. mars 2014, þar sem þrjár tillögur til þingsályktunar í tengslum við Evrópusambandið eru sendar Ísafjarðarbæ til umsagnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda nefndasviði Alþingis bókun bæjarstjórnar frá 341. fundi bæjarstjórnar vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 08:57.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Albertína F. Elíasdóttir                                                        

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?