Bæjarráð - 832. fundur - 10. mars 2014

Þetta var gert:

1.      Verkefni bæjarráðs.

Bæjarstjóri fór yfir verkefni bæjarráðs.

 

2.      Fundargerð atvinnumálanefndar 7/3.

Atvinnumálanefnd 118. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

3.      Fundargerð fræðslunefndar 5/3.

Fræðslunefnd 342. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

4.      Fundargerð nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 5/3.

Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis 35. fundur.

 

2. liður. Viðauki við samning um byggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Ísafjarðarbæ dags. 10. nóvember 2011. 2008-06-0016.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna í viðaukanum í samræmi við umræður á fundinum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

5.      Eyrarskjól – Hjallastefnan. 2013-12-0025.

Lögð eru fram drög að samningi milli Hjallastefnunnar ehf. og Ísafjarðarbæjar um fag- og rekstrarlega inngöngu leikskólans Eyrarskjóls til Hjallastefnunnar ehf.

Lagt fram til kynningar.

 

6.      Hafnir Ísafjarðarbæjar, sala á moksturstæki. 2014-03-0011.

Lagt er fram bréf Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, sem barst 5. mars 2014.

Bæjarráð samþykkir söluna.

 

7.      Breytingar á reglum um menningarstyrki. 2014-02-0060.

Lögð er fram tillaga að breytingum á reglum Ísafjarðarbæjar um úthlutun styrkja til menningarmála.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

 

8.      Frumkvöðlastyrkir. 2014-03-0013.

Bæjarráð ákveður að auglýsa styrki til frumkvöðla og fyrirtækja sem vilja auka starfsemi sína, með umsóknarfresti til og með 7. apríl 2014.

 

9.      Markaðsmál Ísafjarðarbæjar.

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi mætir á fundinn kl. 09:12. Hálfdán Bjarki yfirgefur fundinn kl. 09:33.

 

10.  Skráning landamerkja í Ísafjarðarbæ. 2014-03-0020.

Lagt er fram bréf Náttúrustofu Vestfjarða, dags. 5. mars 2014.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og eignasviðs.

 

11.  Holt í Arnardal. 2014-03-0018.

Lagt er fram bréf Guðjóns Eiríkssonar og Eyvindar P. Eiríkssonar, dags. 5. mars 2014.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfis- og eignasviðs.

 

12.  Færanleg salerni á Ísafjarðarhöfn. 2014-02-0075.

Lagt er fram minnisblað Marzellíusar Sveinbjörnssonar, umsjónarmanns eignasjóðs, dags. 5. mars 2014.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:50.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Kristján Andri Guðjónsson                                                  

Marzellíus Sveinbjörnsson

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?