Bæjarráð - 830. fundur - 25. febrúar 2014

Þetta var gert:

1.      Fundargerð hafnarstjórnar 19/2.

Hafnarstjórn 170. fundur.

  1. liður - Erindi frá Eimskipafélagi Íslands hf. 2011-01-0034.

Fyrir fundinum liggur bréf frá Gylfa Sigfússyni, forstjóra Eimskipafélags Íslands, dagsett 16. janúar 2014 þar sem óskað er eftir að hafnir Ísafjarðarbæjar endurskoði hækkun gjaldskrár fyrir árið 2014.

Hafnarstjórn ákveður að hækkun á vörugjöldum fyrir árið 2014 verði 2%.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita eftir frekari upplýsingum.

 

5. liður – Færanleg salerni á Ísafjarðarhöfn. 2014-02-0075.

Fyrir fundinum liggur tillaga um að hafnir Ísafjarðarbæjar skoði það að kaupa færanleg salerni til að nota við flotbryggju þar sem þjónustubátar skemmtiferðaskipa leggjast að neðan við ísinn.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að leita eftir því hjá bæjarstjórn að keyptar verði tvær einingar fyrir sumarið 2014.

Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingar um þessi færanlegu salerni, tengikostnað og hvar sé hægt að nota þau.

 

6. liður - Moksturstæki hafnarinnar at 936. 2011-01-0034.

Fyrir fundinum er tillaga um að tækið verði selt í því ástandi sem það er. Eins og hafnarstjórn er kunnugt um þá hefur notkun tækisins verið stöðvuð af Vinnueftirlitinu.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að auglýsa vél hafnarinnar til sölu og stefnir að því að samskonar vél verði keypt. Einnig felur hafnarstjórn hafnarstjóra að óska eftir því að það fjármagn sem samkvæmt fjárhagsáætlun átti að fara í viðgerðina á tækinu ásamt söluandvirði vélarinnar verði notað til kaupa á nýju tæki.

Bæjarráð óskar eftir að hafnarstjóri útfæri viðauka sem lagður verður fyrir bæjarstjórn.

 

Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.      Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 19/2.

Íþrótta- og tómstundanefndar 147. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

3.      Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða 14/2. 2014-02-0069.

Lagt er fram bréf Antons Helgasonar, heilbrigðisfulltrúa, með fundargerð heilbrigðisnefndar frá 14/2 og ársreikningi Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2013.

Bæjarráð vísar samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Vestfjarða til umhverfisnefndar.

 

4.      Umsókn um leyfi til sölu gistingar að Túngötu 1. 2014-02-0100.

Lagt er fram bréf sýslumannsins á Ísafirði dags. 19. febrúar 2014 ásamt umsókn um leyfi til sölu gistingar að Túngötu 1.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

 

5.      Funi, sorpbrennsla. 2011-04-0059.

Lögð er fram álitsgerð matsmanna á meintu tjóni vegna rekstrarstöðvunar á búrekstri vegna meintrar díoxínmengunar frá Sorpbrennslustöðinni Funa á Ísafirði, dags. 4. febrúar 2014.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ræða við viðkomandi aðila á grundvelli forsendna matsgerðarinnar í þeim tilgangi að reyna ná sáttum í málinu.

 

6.      Stefna Ísafjarðarbæjar.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri gerir grein fyrir málinu.

Bæjarráð vinnur áfram að málinu.

 

7.      5 ára framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar. 2014-02-0113.

Lögð er fram drög að 5 ára framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar.

Lögð fram til kynningar.

 

8.      Stjórnsýsluhúsið Ísafirði. 2011-11-0067.

Lagður er fram ársreikningur Stjórnsýsluhússins Ísafirði fyrir árið 2013, dags. 17. febrúar 2014.

Lagður fram til kynningar.

 

9.      Refa- og minkaveiðar 2014. 2014-02-0082.

Lagt er fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 20. febrúar 2014, til bæjarráðs.

Jóhann Birkir Helgason, mætir til fundarins kl. 09:20.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram fram að næsta fundi bæjarráðs.

 

10.  Upplýsingar um stöðu framkvæmda ársins 2014. 2013-06-0033.

Lagt er fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 19. febrúar 2014, til bæjarráðs.

Lagt fram til kynningar.

Jóhann Birkir Helgason, yfirgefur fundinn kl. 09:40.

 

11.  Breytingar á reglugerð um húsaleigubætur. 2013-09-0029.

Lagt er fram bréf Elínar Pálsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur f.h. Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, innanríkisráðuneytinu, dags. 13. febrúar 2014.

Lagt fram til kynningar.

 

 

12.  Ábyrgð á leigu á sértæku húsnæðisúrræði. 2012-09-0046.

Lagt er fram bréf Sifjar Huldar Albertsdóttur, verkefnastjóra hjá Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dags. 20. febrúar 2014, auk draga að samningi um ábyrgð á leigu á sértæku húsnæðisúrræði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn um ábyrgð á leigu á sértæku húsnæðisúrræði og feli bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

 

13.  Kostnaður vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna í skólum. 2014-02-0001.

Lagt er fram bréf Sifjar Huldar Albertsdóttur, verkefnastjóra hjá Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dags. 18. febrúar 2014.

Lagt fram til kynningar.

 

14.  Markaðsmál.

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi, mætir til fundarins kl. 09:53.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, og Hálfdán Bjarki gera grein fyrir málinu.

Hálfdán Bjarki yfirgefur fundinn kl. 10:10.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 10:12.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Arna Lára Jónsdóttir                                                            

Albertína F. Elíasdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?