Bæjarráð - 827. fundur - 3. febrúar 2014

Þetta var gert: 

 

1.      Fundargerðir félagsmálanefndar 21/1.

Félagsmálanefnd 384. fundur.

Lögð fram til kynningar. 

 

2.      Fundargerð nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 29/1.

Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis 29/1. 34. fundur.

Lögð fram til kynningar. 

 

3.      Fundargerð stjórnar BsVest 21/1.

Lögð fram til kynningar. 

 

4.      Sjúkraflutningar Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar. 2009-02-0008.

Lagt er fram samningur um sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, milli Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar, dags. 30. janúar 2014.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðan samning. 

 

5.      Málefni Hrafnseyrar. 2012-05-0001.

Lögð eru fram drög að samningi milli mennta- og menningamálaráðuneytisins og Byggðasafns Vestfjarða.

Lagt fram til kynningar. 

 

6.      Þorrablót Flateyringa – Stútungur. 2014-01-0085.

Lögð er fram umsókn Lilju Kristinsdóttur um tímabundið áfengisleyfi vegna Þorrablóts Flateyringa - Stútungs, dags. 31. janúar 2014.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. 

 

7.      Grunnvíkingafélagið Ísafirði - Þorrablót. 2014-02-0003.

Lögð er fram umsókn Grunnvíkingafélagsins Ísafirði um tækifærisleyfi vegna þorrablóts, dags. 29. janúar 2014.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. 

 

8.      Fjármögnun byggingar hjúkrunarheimilis. 2011-12-0009.

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu fjármögnunar byggingar hjúkrunarheimilisins Eyri. 

 

9.      Bygging hjúkrunarheimilis. 2014-01-0071.

Lagt er fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. janúar 2014.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna í málinu.

 

10.  Úttekt á slökkviliði Ísafjarðarbæjar 2013.

Lagt er fram bréf Bernhards Jóhannessonar, f.h. Mannvirkjastofnunar, dags. 27. janúar 2014, ásamt niðurstöðum úttektarinnar.

Bæjarráð fagnar úttektinni og felur bæjarstjóra að skila inn úrbótaáætlun til bæjarráðs.

 

11.  Forvarnarstarf SAMAN-hópsins 2014. 2009-01-0048.

Lagt er fram bréf Geirs Bjarnasonar, f.h. SAMAN-hópsins, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við forvarnarstarf SAMAN-hópsins á árinu 2014.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.  

 

12.  Trúnaðarmál – atvinnumál

Bókun færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

 

13.  Þriggja ára fjárhagsáætlun. 2013-06-0033.

Lögð eru fram 1. drög að þriggja ára fjárhagsáætlun.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að breyta áætluninni í samræmi við umræður á fundinum.

 

Edda María Hagalín mætti á fundinn undir 13. lið, kl. 09:15 og yfirgaf fundinn kl. 09:40.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:40.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Arna Lára Jónsdóttir

Albertína F. Elíasdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?