Bæjarráð - 825. fundur - 20. janúar 2014

Þetta var gert:

1.      Fundargerð þjónustuhóps aldraðra 9/1.

Þjónustuhópur aldraðra 9/1. 74. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

2.      Fjórðungssamband Vestfirðinga.

Lögð er fram fundargerð stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfjarða sem haldinn var 10/1.

Lögð fram til kynningar.

 

3.      Fossavatnsgangan. 2013-12-0036.

Fulltrúar Fossavatnsgöngunnar, Jónas Gunnlaugsson og Þröstur Jóhannesson,  mæta á fundinn kl. 8:20 ásamt Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. Fulltrúar Fossavatnsgöngunnar kynntu framtíðarsýn sína á skíðagöngusvæðið á Seljalandsdal og Fossavatnsgönguna 2014-2024. Jafnframt fóru fram umræður um skipulagningu Fossavatnsgöngunnar 2014. Framangreind véku af fundinum kl. 9:10.

           

4.      3ja ára fjárhagsáætlun. 2013-06-0033.

Edda María Hagalín, fjármálastjóri, mætir á fundinn kl. 9:20.

Edda María og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, kynntu drög að 3ja ára fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar. Edda María vék af fundi kl. 9:30.

 

5.      Áhaldahúsið á Flateyri.

Lagt er fram minnisblað bæjarstjóra, dags. 17. janúar 2014, þar sem hann leggur til að Ísafjarðarbær afhendi Slysavarnarfélaginu á Flateyri, helminginn af Túngötu 7, Flateyri.

Bæjarráð samþykkir að Slysavarnarfélagið fái hluta af húsinu til afnota, en felur bæjarstjóra að ræða við Slysavarnarfélagið um útfærslu á því í samræmi við umræður á fundinum.

 

6.      Væntanleg húsbygging Þroskahjálpar á Ísafirði.. 2012-09-0046.

Lagt er fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs, sem barst 17. janúar 2014, ásamt minnispunktum frá símafundi sem fram fór 14. janúar 2014, þar sem gerð er grein fyrir stöðu mála varðandi væntanlega byggingu húsnæðis á Ísafirði á vegum Húsbyggingarsjóðs Þroskahjálpar og drög að viljayfirlýsingu.

Margrét Geirsdóttir mætir til fundarins kl. 9:45 og vék af fundinum kl. 9:

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða viljayfirlýsingu.

 

7.      Eftirlitsgjald á útgefendur hlutabréfa og skuldabréfa. 2013-01-0044.

Lagt er fram bréf Fjármálaeftirlitsins, dags. 15. janúar 2014, þar sem gerð er grein fyrir álögðu eftirlitsgjaldi á Ísafjarðarbæ sem er til greiðslu á árinu 2014.

Lagt fram til kynningar.

 

8.      Beiðni um fjárstuðning vegna víkingaverkefnis. 2014-01-0049.

Lagt er fram bréf Þórhalls Arasonar og Þóris Arnar Guðmundssonar, f.h. Félags áhugamanna um víkingaverkefni á slóðum Gísla Súrssonar, dags. 13. desember 2013, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi Ísafjarðarbæjar að fjárhæð kr. 1.300.000,-.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu.

 

9.      Trúnaðarmál – Atvinnumál.

Bókun færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:56.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari.

Gísli Halldór Halldórsson, formaður.

Arna Lára Jónsdóttir                                                            

Albertína F. Elíasdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?