Bæjarráð - 824. fundur - 13. janúar 2014

Þetta var gert:

1.      Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 8/1.

Íþrótta- og tómstundanefnd 8/1. 146. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

2.      Fundargerð umhverfisnefndar 8/1.

Umhverfisnefnd 8/1. 405. fundur.

5. liður – Nýtingaráætlun fyrir Ísafjarðardjúp og Jökulfirði. 2010-04-0016.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsing áætlunar um Nýtingaráætlun fyrir Ísafjarðardjúp og Jökulfirði 2014 - 2026, dags. 26.11.2013 verði samþykkt.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

 

7. liður – Dynjandi. 2012-10-0060.

Lögð fram tillaga að greinargerð ásamt umhverfisskýrslu og skipulagsskilmálum að deiliskipulagi fyrir Dynjanda í Arnarfirði,dags. 19. des 2013. Tillagan er unnin af Landform ehf.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

 

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 

3.      Reglur um afslætti af fasteignagjöldum. 2014-01-0030.

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 10. janúar 2014, varðandi atriði sem þarf að taka afstöðu til við álagningu fasteignagjalda og innheimtu þeirra árið 2014. Jafnframt liggja fyrir drög að reglum ársins 2014 um afslætti fasteignagjalda fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja og drög að tilkynningu til félagasamtaka vegna styrks til félags-, menningar-, eða íþróttastarfsemi.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar í samræmi við umræður og viðræður á fundinum.

 

4.      Framkvæmdir vegna vatnsaga við Urðarveg 64 og 66. 2012-10-0012.

Lagt er fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 2. janúar 2014 varðandi beiðni Ísafjarðarbæjar um styrk við framkvæmdir vegna vatnsaga á lóðum húsanna að Urðarvegi 64 og 66.

            Bæjarráð óskar eftir fundi með ofanflóðanefnd vegna málsins.

 

5.      Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla. 2013-03-0023.

Lagt er fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 2. janúar 2014 varðandi samkomulag við landeiganda vegna framkvæmda við vegslóða vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla.

Lagt fram til kynningar.

 

6.      Ofanflóðamannvirki neðan Gleiðarhjalla. 2011-10-0068.

Lagt er fram bréf Huldu R. Rúriksdóttur, hrl, til Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dags. 3. janúar 2014, ásamt afriti af bréfi til Helga Jóhannessonar, hrl., dags. sama dag, þar sem óskað var eftir fyrirtöku máls hjá matsnefnd eignarnámsbóta.

Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að málið verði til lykta leitt með skjótum hætti og tekur undir óskir um að matsnefnd eignarnámsbóta taki mál fasteignarinnar Seljalandsvegar 102 til meðferðar eins og ákveðið hefur verið í bæjarstjórn. Það er síður en svo vilji bæjaryfirvalda að málið verði tafið á nokkurn hátt og hefur slíkt hvergi komið fram í bókunum eða umræðum sem bæjarfulltrúar þekkja til.

Bæjarráði þykir miður að ekki hafi náðst saman um verð á fasteigninni sem um ræðir. Ekki er þó hægt að skella skuldinni á annan samningsaðilann þegar ekki næst saman í slíkum samningum. Þegar ljóst varð í lok árs 2013 að aðilar væru sammála um að ekki næðist saman var því ákveðið að hefja eignarnámsferli án frekari tafa.

Bæjarráð getur ekki útilokað að starfsmenn bæjarins þurfi að upplýsa fjölmiðla um gang mála eftir því sem nauðsynlegt er. Slíkt skal þó gert af varfærni, með samþykki bæjarstjóra og í samræmi við vilja bæjaryfirvalda.

 

7.      Framleiðsluaukning á regnbogasilungi. 2012-03-0012.

Lagt er fram bréf Vals Klemenssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 27. desember 2013, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum framleiðsluaukning á regnbogasilungi í 4.000 tonn á vegum Dýrfisks í Ísafjarðardjúpi við Snæfjallaströnd skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Bæjarráð vísar málinu til umhverfisnefndar.

 

8.      Eyrarskjól – Hjallastefnan. 2013-12-0025.

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara og Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 10. janúar 2014, varðandi samningaviðræður við Hjallastefnuna um að taka við rekstri leikskólans Eyrarskjóls.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í formlegar samningaviðræður við Hjallastefnuna ehf. um yfirtöku Hjallastefnunnar ehf. á rekstri leikskólans Eyrarskjóls. Bæjarstjóri leiði þær viðræður.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:10.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Arna Lára Jónsdóttir                                                            

Albertína F. Elíasdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?