Bæjarráð - 821. fundur - 9. desember 2013

Þetta var gert:

1.      Fundargerð hafnarstjórnar 26/11.

Hafnarstjórn 26/11. 403. fundur.

Fundargerð lögð fram til kynningar ásamt drögum að svarbréfi til Hraðfrystihússins Gunnvarar og gjaldskrá hafnarinnar.

Lagt fram til kynningar.

 

2.      Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 4/12.

Íþrótta- og tómstundanefnd 4/12. 145. fundur.

Bæjarráð óskar eftir að Margrét Halldórsdóttir og Kristján Óskar Ásvaldsson mæti á næsta fund bæjarráðs fyrir hönd íþrótta- og tómstundanefndar.

Lagt fram til kynningar.

 

3.      Fundargerð umhverfisnefndar 4/12.

Umhverfisnefnd 4/12. 404. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

4.      Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga 22/11.

Lögð fram til kynningar.

 

5.      Fundargerð stjórnar Byggðasamlags Vestfjarða 22/11.

Lögð fram til kynningar.

 

6.      Þröstur Jóhannesson. 2013-12-0004.

Lagt fram bréf Sýslumannsins á Ísafirði, dagsett 3. desember 2013, þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins á umsókn Þrastar Jóhannessonar um svefnpokagistingu í Reykjafirði, Hornströndum.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

 

7.      Úthlutun byggðakvóta á Suðureyri. 2013-09-0024.

Lögð eru fram erindi f.h. 12 smábátaeigenda, dags. 1. desember 2013, þar sem þeir lýsa óánægju sinni með úthlutunarreglur sem gilda um úthlutun byggðakvóta á Suðureyri.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

 

8.      Aukin framleiðsla Arnarlax á lax í sjókvíum. 2011-02-0012.

Lagt er fram bréf Verkís, f.h. Arnarlax, dags 29. nóvember 2013, þar sem óskað er eftir athugasemdum frá Ísafjarðarbæ um drög að tillögum um matsáætlun aukningar framleiðslu á laxi í sjókvíum í Arnarfirði um 7.000 tonn.

Bæjarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við bókun umhverfisnefndar.

 

9.      Gjaldsskrár Ísafjarðarbæjar 2014. 2013-06-0033.

Lagt er fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, dags. 5. desember 2013, auk nýjustu útgáfu af gjaldskrám Ísafjarðarbæjar 2014.

Á fundinn mætir Sædís M. Jónatansdóttir, kl. 09:16.Sædís yfirgaf fundinn kl. 09.25.

Bæjarráð samþykkir að vísa gjaldskrám Ísafjarðarbæjar til seinni umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun ársins 2014 og felur bæjarstjóra að móta tillögu með hliðsjón af minnisblaði upplýsingafulltrúa.

 

10.  Menningarmiðstöðin Edinborg. 2013-07-0023.

Tekið er aftur fyrir erindi Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar, sem fram kom í bréfi verkefnastjóra menningarmiðstöðvarinnar, dags. 15. október 2013. Bæjarstjóri gerir nánar grein fyrir stöðu málsins.

Lagt fram til kynningar.

 

11.  Forgangsröðun helstu viðhaldsverkefna fjárhagsáætlunar 2014. 2013-06-0033.

Bæjarráð lagði til forgangsröðun viðhaldsverkefna vegna fjárhagsáætlunar 2014.

 

12.  Þriggja ára fjárhagsáætlun. 2013-06-0033.

Umræður fóru fram um þriggja ára fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 10:05.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Arna Lára Jónsdóttir                                                            

Albertína F. Elíasdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?