Bæjarráð - 819. fundur - 25. nóvember 2013

Þetta var gert:

1.      Fundargerð fræðslunefndar 20/11.

Fræðslunefnd 20/11. 338. fundur.

Lögð fram til kynningar.

 

2.      Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 21/11.

Íþrótta- og tómstundanefnd 21/11. 114. fundur.

2. liður – Íþróttamaður ársins 2013. 2013-11-0042.

Þá leggur nefndin til við bæjarstjórn að íþróttamanni Ísafjarðarbæjar verði veitt peningaverðlaun kr. 100.000.

Gert er ráð fyrir peningaverðlaununum í fjárhagsáætlun.

 

Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 

3.      Styrkir til frumkvöðla. 2013-03-0020.

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar bæjarstjóra dags. 22. nóvember 2013, þar sem gerð er grein fyrir þeirri fjárhæð sem frumkvöðlastyrkur til Fánasmiðjunnar væri á árinu 2013.

Bæjarráð samþykkir styrkveitinguna.

 

4.      Sameiginlegt markaðsátak fyrir sveitarfélög á Vestfjörðum. 2013-11-0023.

Lagt er fram nýtt bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga, þar sem gerð er grein fyrir verkefninu Upplifðu Vestfirði. Díana Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi Fjórðungssambands Vestfirðinga mætti til fundarins til frekari umræðu um verkefnið.

Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

 

5.      Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar – Dalirnir tveir. 2013-11-0017.

Lagt er fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 22. nóvember 2013, þar sem gerð er grein fyrir áætluðum kostnaði við kaup á beltum undir snjótroðara.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

 

6.      Skilagrein Snjóflóðavarna á Flateyri. 2013-11-0047.

Lagt er fram bréf Halldóru Vífilsdóttur, f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 13. nóvember 2013, auk skilagreinar vegna framkvæmda við Snjóflóðavarnir á Flateyri, sem unnar voru á árunum 1996-1998.

Lagt fram til kynningar.

 

7.      Póstafgreiðsla á Suðureyri og Þingeyri. 2013-11-0043.

Lögð eru fram bréf Friðriks Péturssonar, f.h. Póst- og fjarskiptastofnunar, dags. 15. nóvember 2013, þar sem gerð er grein fyrir beiðni Íslandspósts um að loka póstafgreiðslu fyrirtækisins á Suðureyri og Þingeyri. Póst- og fjarskiptastofnun óskar eftir að Ísafjarðarbær skili inn umsögn um erindið til Íslandspósts.

Bæjarráð óskar eftir umsögn íbúasamtakanna Átaks í Dýrafirði.

 

Albertína F. Elíasdóttir yfirgefur fundinn kl. 09:20, Marzellíus Sveinbjörnsson tekur hennar stað.

 

8.      Sala eigna. 2013-07-0067.

Lagt er fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dags. 31. október 2013, þar sem gerð er grein fyrir tilboði í Hafnarbakka Suðureyri.

Bæjarráð hafnar tilboði í Hafnarbakka Suðureyri.

 

9.      Áætlað framlag vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2014. 2013-09-0031.

Lagt er fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 15. nóvember 2013, þar sem gerð er grein fyrir tillögu að áætlaðri úthlutun framlags til sveitarfélagsins vegna sérþarfa fatlaðra nemenda fyrir fjárhagsárið 2014.

Lagt fram til kynningar.

 

10.  Hvatning til iðkenda íþrótta- og tómstunda. 2012-01-006.

Lagt er fram bréf Sæmundar Runólfssonar, f.h. Ungmennafélags Íslands, dags. 15. nóvember 2013, þar sem gerð er grein fyrir tillögum samþykktum af fulltrúum 48. sambandsþings UMFÍ.

Lagt fram til kynningar.

 

11.  Afnot af íþróttahúsinu Torfnesi. 2009-06-0013.

Lagt er fram bréf Jóns Reynis Sigurvinssonar, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, dags. 14. nóvember 2013, þar sem óskað er eftir endurskoðun á samningi um afnot af íþróttahúsinu á Torfnesi..

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.

 

12.  Endurútreikningur láns hjá Landsbankanum. 2013-01-0040.

Lagt er fram bréf Davíðs Björnssonar, f.h. Landsbankans, dags. 12. nóvember 2013, vegna endurútreiknings láns sveitarfélagsins hjá Landsbankanum.

Lagt fram til kynningar.

 

13.  Fjárhagsáætlun 2014. 2013-06-0033.

Lögð er fram drög fjárhagsáætlun ársins 2014.

Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 10:43.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs.

Gísli Halldór Halldórsson, formaður                                   

Arna Lára Jónsdóttir 

Albertína F. Elíasdóttir                                                        

Marzellíus Sveinbjörnsson

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?