Bæjarráð - 817. fundur - 11. nóvember 2013

Þetta var gert:

1.      Fundargerð atvinnumálanefndar 7/11.

Atvinnumálanefnd 7/11. 117. fundur.

2. liður. Atvinnumálanefnd telur að umsóknin uppfylli skilyrði um úthlutun styrkja til frumkvöðla og leggur til við bæjarráð að erindið verði samþykkt.

Bæjarráð óskar eftir því að bæjarstjóri reikni út hversu hár styrkurinn er og leggi fyrir bæjarráð.

 

2.      Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 7/11.

Íþrótta- og tómstundanefnd 7/11. 143. fundur.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.      Styrkir til menningarmála. 2013-02-0049.

Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir til menningarmála, vegna haustúthlutunar 2013. Bæjarráð samþykkir að úthluta menningarstyrkjum, samtals að fjárhæð kr. 500.000,- til eftirfarandi aðila:

 

Sigmundur Fríðar Þórðarson                              100.000,-

Guðmundur Hjaltason                                           50.000,-

Fræðslumynd um Óla Pétur Jakobsson                 50.000,-

Söngkeppni Menntaskólans á Ísafirði                     50.000,-

Loftur langlöpp og Dans kvikmynd LRÓ             100.000,-

Sunnukórinn                                                         100.000,-

Kvika, kvikmyndaklúbbur                                       50.000,-

                                                                             500.000,-

 

4.      Sumarlokun leikskóla. 2013-09-0009.

Fyrir fundinn mætir Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skólasviðs.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að leikskólarnir loki í fjórar vikur sumarið 2014.

 

5.      Atvinnuþróunarverkefni í samstarfi við Atvest. 2010-08-0057.

Samstarfssamningsuppkast við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða lagt fram, eftir að Bæjarstjórn samþykkti að gengið yrði til samninga á grundvelli samningsuppkastsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn við Atvest.

 

6.      Niðurfelling hluta Mosdalsvegar nr. 621-01 H af vegaskrá. 2013-10-0073.

Lagt er fram minnisblað Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 07.11.2013.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma athugasemdum Jóhanns Birkis Helgasonar á framfæri við Vegagerðina.

 

7.      Beiðni um umsögn vegna sjókvíaeldis í Önundarfirði. 2013-11-0015.

Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 05.11.2013, ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er eftir umsögn vegna sjókvíaeldis í Önundarfirði.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd.

 

8.      Steinskúlptúr symposium 2014. 2013-11-0014.

Lagt er fram bréf Önnu Sigríðar Sigurjónsdóttur og Sólveigar Bjarnadóttur, vegna Steinskúlptúr symposium 2014.

Bæjarráð sér sér ekki fært að ljá verkefninu stuðning.

 

9.      Óskað eftir stuðningi við Snorraverkefnið 2014. 2013-11-0013.

Lögð er fram umsókn Ástrósar Signýjardóttur, verkefnastjóra, f.h. Snorraverkefnisins, um stuðning við Snorraverkefnið 2014, dags. 4. nóvember 2013.

Bæjarráð sér sér ekki fært að ljá verkefninu stuðning.

 

10.  Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa. 2013-11-0007.

Lagt er fram bréf Björns Karlssonar, forstjóra Mannvirkjastofnunar, dags. 30.10.2013, vegna gæðastjórnunarkerfis byggingarfulltrúa.  

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

 

11.  Umferðarátakið „Gangbraut – já takk“. 2013-11-0008.

Lagt er fram bréf Félags íslenskra bifreiðaeigenda, dags. 01.11.2013, þar sem gerð er grein fyrir umferðarátaki FÍB.

Umbótaáætlun hefur þegar verið unnin og verður unnið eftir henni á næsta ári. Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

 

12.  Heilbrigðisnefnd Vestfjarða. 2013-02-0029.

Lagður er fram tölvupóstur Antons Helgasonar, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, sem barst 04.11.2013, ásamt fylgiskjölum.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

 

13.  Sjúkraflutningar Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar. 2009-02-0008.

Umræður um bréf Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem lagt var fyrir síðasta bæjarráðs­fund 04.11.2013.

Bæjarstjóri upplýsir bæjarráð um stöðu málsins.

 

14.  Úthlutun aflaheimilda Byggðastofnunar. 2013-09-0024.

Lagt er fram bréf Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóra, fyrir hönd Byggðastofnunar, dags. 05.11.2013, um ákvörðun Byggðastofnunar á að ganga til samninga vegna úthlutunar á aflamarki við Íslandssögu og samstarfsaðila um 400 þorskígildistonn vegna Suðureyrar og Arctic Odda og samstarfsaðila um 300 þorskígildistonn vegna Flateyrar.

Lagt fram til kynningar.

 

15.  Íbúaþing á Flateyri. 2011-07-0075.

Ákveðið hefur verið að halda íbúaþing á Flateyri 23. nóvember n.k. þar sem stefnt er að því að ræða málin og stofna hverfisráð á Flateyri.

 

16.  Tillaga um samþykki nýtingaráætlunar Arnarfjarðar. 2010-04-0016.

Lagður er fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, fyrir hönd Fjórðungssambands Vestfirðinga, sem barst 07.11.2013, auk fylgiskjala, þar sem farið er fram á að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar staðfesti samþykkta greinargerð og uppdrætti að nýtingaráætlun Arnarfjarðar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar verði samþykkt.

 

17.  Áætlað árstillag til Fjórðungssambands Vestfirðinga. 2013-06-0079.

Lagður er fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, fyrir hönd Fjórðungssambands Vestfirðinga, sem barst 01.11.2013, auk fylgiskjala, til kynningar á áætluðu árstillagi sveitarfélaga á Vestfjörðum til Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Lagt fram til kynningar.

 

18.  Kauptilboð í fasteignina Hafnarbakka 1, Suðureyri. 2013-07-0067.

Lagt er fram kauptilboð að fasteigninni Hafnarbakka 1, Suðureyri, dags. 28.10.2013.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið frekar í samræmi við umræður á fundinum.

 

19.  Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2014. 2013-06-0033.

Umræður fóru fram um fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2014.

 

20.  Nefnd um byggingu hjúkrunarheimili 25/10.

Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis 25/10. 32. fundur.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

21.  Vinabæjarsamningur við Kaufering, Þýskalandi. 2012-07-0022.

Lagður er fram vinabæjarsamningur sem undirritaður var við Kaufering, þann 10. nóvember 2013.

Samningurinn lagður fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:42.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Gísli Halldór Halldórsson, formaður

Arna Lára Jónsdóttir                                                            

Albertína F. Elíasdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?