Bæjarráð - 816. fundur - 4. nóvember 2013

Þetta var gert:

1.      Fundargerð fjallaskilanefndar.

Fjallskilanefnd 30/10. 4. fundur.

2. liður. Fjallaskilanefnd leggur til að gerður verði fjallaskilasjóður fyrir sveitarfélagið. Nefndin leggur m.a. til að framlag Ísafjarðarbæjar í sjóðinn verði kr. 1.000.000,-.

Bæjarráð kallar eftir frekari upplýsingum frá fjallskilanefnd.

 

2.      Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Samband íslenskra sveitarfélaga 25/10. 809. fundur.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.      Snjóflóðavarnir undir Kubba. 2010-12-0048.

Lagt er fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 25. október sl., þar sem gerð er grein fyrir kostnaðaráætlun vegna frágangs lóða við Stórholt 7 og 9 vegna snjóflóðavarna undir Kubba. Óskað er eftir heimild til að óska eftir tilboðum í verkið.

Bæjarráð samþykkir beiðnina.

 

4.      Niðurfelling hluta Mosdalsvegar nr. 621-01 H af vegaskrá. 2013-10-0073.

Lagt fram bréf Ingva Árnasonar, deildarstjóra Tæknideildar Vestursvæðis Vegagerðarinnar, dags. 28. október sl., þar sem Ísafjarðarbæ er veitt tækifæri til að koma fram með rök og/eða málsástæður gegn fyrirhugaðri niðurfellingu hluta Mosdalsvegar nr. 621-01 H af vegaskrá.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.

 

5.      Heilbrigðisnefnd Vestfjarða.

Fyrir fundinn mætir Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, vegna fundargerðar heilbrigðisnefndar 11. október sl.

Bæjarráð og heilbrigðisfulltrúi fóru yfir verkefni og rekstur heilbrigðiseftirlitsins.

 

6.      Fjárframlög til Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar. 2013-07-0023.

Fyrir fundinn mætir Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Menningar­miðstöðvarinnar Edinborgar, vegna bréfs hennar fyrir hönd Menningar­miðstöðvarinnar dags. 15. október sl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram með verkefnastjóra Menningar­miðstöðvarinnar.

 

7.      Kómedíuleikhúsið. 2005-09-0047.

Fyrir fundinn mætir Elfar Logi Hannesson, leikstjóri Kómedíuleikhússins, vegna bréfs hans fyrir hönd Kómedíuleikhússins dags. 28. október sl.

Bæjarráð vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2014.

 

8.      Styrkir til menningarmála. 2013-02-0049.

Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir til menningarmála, vegna haustúthlutunar 2013.

Bæjarráð frestar málinu fram á næsta fund bæjarráðs.

 

9.      Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014. 2013-09-0024.

Lagt er fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, vegna byggðakvóta fyrir árið 2013/14.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að sérreglum í samræmi við umræður á fundinum.

 

10.  Svar við fyrirspurn Í-listans. 2013-10-0020.

Lagt er fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dags. 1. nóvember sl., með svörum við fyrirspurn Í-listans vegna kostnaðar við framkvæmdir Ísafjarðarbæjar árið 2013.

Minnisblaðið er lagt fram til kynningar.

Kristján Andri Guðjónsson, fulltrúi Í-listans í bæjarráði, vill láta bóka eftirfarandi:„Ljóst má vera að kostnaðaráætlun hafi verið stórlega vanmetin varðandi færslu leiktækja og nýja skólalóð á Austurvelli. Ljóst má vera að bæta þarf vinnu við áætlun um gerð við verk af þessari stærðargráðu“.

Gísli Halldór Halldórsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í bæjarráði, vill láta bóka eftirfarandi: „Kostnaðaráætlun var ekki vanmetin, hins vegar var aðeins gert ráð fyrir 5 milljónum í verkið á þessu ári, þó var ákveðið að fara lengra með verkið heldur en áætlanir stóðu til.“

 

11.  Viðauki við fjárhagsáætlun vegna lengri opnunartíma Sólborgar. 2013-10-0051.

Lagt er fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 1. nóvember sl. þar sem gerð er grein fyrir áætluðum kostnaði við lengingu á opnunartíma leikskólans Sólborgar.  

Bæjarráð samþykkir beiðni um lengingu opnunartíma Sólborgar.

 

12.  Sumarlokun leikskóla. 2013-09-0009.

Lagt er fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 1. nóvember sl. þar sem gerð er grein fyrir áætluðum kostnaði við styttingu á lokun leikskólanna yfir sumartímann.

Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.

 

13.  Atvinnuþróunarverkefni í samstarfi við Atvest. 2010-08-0057.

Lögð eru fram lokadrög að samningi milli Ísafjarðarbæjar og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um atvinnuþróunarverkefni, samkvæmt bókun 811. og 813. fundar bæjarráðs vegna viðbótarstyrks.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Atvest á grundvelli þessa samningsuppkasts.

 

 

14.  Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2014. 2013-10-0071.

Lögð er fram umsókn Guðrúnar Jónsdóttur, talskonu Stígamóta, dags. 20. október sl., þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna reksturs Stígamóta árið 2014. 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við fjárbeiðni Stígamóta vegna rekstrar ársins 2014.

 

15.  Umsókn Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk fyrir árið 2014. 2013-10-0070.

Lögð er fram umsókn Þórlaugar R. Jónsdóttur, rekstrarstjóra Kvennaathvarfsins, dags. október sl, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna reksturs Kvennaathvarfsins fyrir árið 2014.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við fjárbeiðni Kvennaathvarfsins vegna rekstrar ársins 2014.

 

16.  Umsókn Fánasmiðjunnar um stuðning við frumkvöðla. 2013-03-0020.

Lögð er fram umsókn Arnar Sindra Gíslasonar, f.h. Fánasmiðjunnar, dags. 25. október sl. um stuðning við frumkvöðla.

Bæjarráð samþykkir að taka erindið til afgreiðslu.

 

17.  Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda Tónlistaskóla Ísafjarðar. 2013-11-0001.

Lagt er fram bréf Jóns Páls Hreinssonar, formanns, og Aðalsteins Óskarssonar, gjaldkera Tónlistarskóla Ísafjarðarbæjar, dags. 31. október sl., þar sem sótt er um niðurfellingu fasteignagjalda á fasteigninni Austurvegi 11, með vísan til samstarfssamnings.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

 

18.  Sjúkraflutningar Slökkviliðs Ísafjarðar. 2009-02-0008.

Lagt er fram bréf Þrastar Óskarssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, dags. 30. október 2013, vegna sjúkraflutninga Slökkviliðs Ísafjarðar, þar sem fram kemur að heilbrigðisstofnunin verði að yfirtaka þjónustuna sjái bæjaryfirvöld sér ekki fært að þjónusta stofnunina með sjúkraflutninga án þess að til komi veruleg hækkun á samningi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu og leggja það fyrir á næsta fundi í samræmi við umræður á fundinum.

 

19.  Væntanleg húsbygging Þroskahjálpar á Ísafirði. 2012-09-0046.

Lögð er fram greinargerð Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar, dags. 1. nóvember sl., ásamt drögum að samningi milli Ísafjarðarbæjar og Landssamtakanna Þroskahjálpar, vegna væntanlegrar húsbyggingar Þroskahjálpar á Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við uppkast 1 að leigusamningi. Þegar endanlegur samningur liggur fyrir verði hann lagður fyrir bæjarstjórn.

 

20.  Fjárhagsáætlun 2014. 2013-06-0033.

Lögð eru fram drög að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar ársins 2014.

Bæjarstjóri leggur til að drög fjárhagsáætlunar verði lögð fyrir næsta bæjarstjórnarfund. Fjárhagsáætlun fari síðan til 1. umræðu í bæjarstjórn þriðja fimmtudag nóvember mánaðar.

Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra og vísar drögum fjárhagsáætlunar til kynningar í bæjarstjórn.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 11:11.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Gísli Halldór Halldórsson, formaður.

Marzellíus Sveinbjörnsson.                                                  

Kristján Andri Guðjónsson.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?