Bæjarráð - 814. fundur - 21. október 2013

Þetta var gert:

 

1.      Fundargerð fræðslunefndar.

Fundargerð fræðslunefndar 16/10. 337. fundur.

6. liður. 2013-10-0051. Tillaga um lengingu á opnunartíma leikskólans Sólborgar til kl 16:30. Bæjarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar og óskar eftir upplýsingum um kostnað fyrir næsta fund bæjarráðs.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.      Hellulögn á Smiðjugötu. 2013-02-0060.

Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 18. október sl., með greinargerð vegna athugasemda íbúa vegna hæðarsetningar á Smiðjugötu.

Lagt fram til kynningar.

 

3.      Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla, framkvæmdaleyfi. 2013-03-0023.

Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 18. október sl., þar sem hann svarar fyrirspurn Gísla H. Halldórssonar um vatnsstraum sem sprettur upp úr miðri götunni á Urðarvegi. Upplýsir hann að líklega er um leka að ræða úr vatnsveitukerfi bæjarins og hugsanlega hefur eitthvað gefið sig þegar gatan var malbikuð. Bæjarverkstjóri mun skoða málið.

Lagt fram til kynningar.

 

4.      Styrkir til menningarmála – síðari úthlutun 2013. 2013-02-0049.

Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, dagsett 18. október sl., með samantekt um þær umsóknir er bárust um styrki til menningarmála við síðari úthlutun 2013.

 

Nafn                                           Verkefni                                       Sótt er um kr.

Eyþór Jóvinsson                       Smábókmenntahátíð á Flateyri                   200.000

Sigmundur Fríðar Þórðarson    Uppsetning Línu Langsokks á Þingeyri      200.000

Guðmundur Hjaltason              Barna- og unglingasöngleikurinn Jón Indíafari 200.000

Steingrímur R. Guðmundsson Uppfærsla Litla Leikklúbbsins á Ísafirði    Ótilgreint

Baldur Smári Ólafsson             Fræðslumynd um Óla Pétur Jakobsson      200.000

Fjölnir Már Baldursson             „Heyrðu mig nú“ og þáttur um GÍ             300.000

Anna Karen Kristjánsdóttir      Álfagleði á þrettándanum á Ísafirði            250.000

Björgúlfur Pálsson                    Söngkeppni Menntaskólans á Ísafirði         Ótilgreint

Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir Verkefni Menningarmiðst. Edinborgar      Ótilgreint

Margrét Gunnarsdóttir             Loftur langalöpp og Dans kvikmynd LRÓ Ótilgreint

 

Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá upplýsingafulltrúa.

 

5.      Íbúaþing á Flateyri. 2011-07-0075.

Lagt fram bréf frá Byggðastofnun, dagsett 15. október sl., þar sem vísað er í erindi Ísafjarðarbæjar frá 11. október sl., og upplýst að Byggðastofnun hafi fullan hug á að koma að framkvæmd íbúaþings á Flateyri undir verkefninu um „Brothættar byggðir“, en eigi óhægt um vik í augnablikinu vegna anna við önnur sambærileg verkefni. Erindi Ísafjarðarbæjar um íbúaþing á Flateyri verður svarað með skýrari hætti síðar.

Lagt fram til kynningar.

 

6.      Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2013/2014. 2013-09-0024.

Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dagsett 16. október sl., þar sem tilkynnt er um niðurstöðu úthlutunar byggðakvóta til sveitarfélagsins, sem skiptist á byggðarlög sem hér segir:

 

Flateyri                                     300 þorskígildistonn

Suðureyri                                  124 þorskígildistonn

 

Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins, er hægt að skila rökstuddum tillögum til ráðuneytisins eigi síðar en 1. nóvember.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

 

7.      Sumarlokanir leikskólanna Eyrarskjóls og Sólborgar. 2013-09-0009.

Lögð fram tillaga frá 336. fundi fræðslunefndar sem haldinn var 24. september sl., þar sem lagt er til að leikskólarnir Eyrarskjól og Sólborg loki samtímis í 4 vikur sumarið 2014. Haft hefur verið samráð við foreldraráð leikskólanna og gáfu þau jákvæðar umsagnir um málið.

Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.

 

8.      Fjárframlög til Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar. 2013-07-0023.

Lagt fram bréf Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur, verkefnastjóra Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar, dagsett 15. október sl., þar sem farið er yfir starfsemi miðstöðvarinnar og erfiðleika í rekstri. Óskað er eftir því að Ísafjarðarbær stuðli að áframhaldandi rekstri Menningarmiðstöðvarinnar með því að gera samning til þriggja ára um fjármagn til reksturs hennar. Farið er fram á 2 millj.kr. á ári í þrjú ár, sem muni renna til greiðslu launakostnaðar verkefnastjóra.

Bæjarráð óskar eftir að hitta verkefnastjóra Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar á næsta fundi.

 

9.      Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða.

Lögð fram fundargerð 84. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða, sem haldinn var 8. október sl.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

10.  Fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða.

Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 11. október sl.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með heilbrigðisfulltrúa.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 9:08

 

Hjördís Þráinsdóttir, skjalastjóri.

Gísli Halldór Halldórsson, formaður.

Albertína Elíasdóttir.                                                           

Arna Lára Jónsdóttir.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?