Bæjarráð - 808. fundur - 9. september 2013

Þetta var gert:

 

1.      Fundargerð Nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis 29/8. 30. fundur.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

2.      Fundargerð nefndar um sorpmál.

Nefnd um sorpmál 30/8. 26. fundur.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

3.      Fjárhagsáætlun 2014. – Tillaga að vinnuferli. 2013-06-0033.

Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, mætir til fundar undir 3. lið dagskrár.

Lögð fram tillaga að vinnuferli við gerði fjárhagsáætlunar 2014 og þriggja ára áætlunar 2014-2017, unnin af Jóni Halldóri Oddssyni, fjármálastjóra.

Lagt fram til kynningar.

 

4.      Hálfsársuppgjör. 2012-02-0032.

Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, mætir til fundar undir 4. lið dagskrár.

Lagt fram hálfsársuppgjör Ísafjarðarbæjar fyrir fyrstu sex mánuði ársins, unnið af Jóni Halldóri Oddssyni, fjármálastjóra.

Lagt fram til kynningar.

 

5.      Heimsókn frá Kaufering í Þýskalandi. 2012-07-0022.

Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa, dagsett 2. september sl., vegna komu sendinefndar frá Kaufering í Þýskalandi til Ísafjarðarbæjar dagana 8.-11. nóvember nk. Unnið er að því að setja saman dagskrá fyrir hópinn og meiningin er að skoða það sem markvert er í bæjarfélaginu, með áherslu á mannlíf, menningu og atvinnulíf.

Bæjarráð felur upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu.

 

6.      Aðalfundur Hvetjanda. 2013-09-0010.

Lagt fram bréf Shirans Þórissonar f.h. Hvetjanda hf., dagsett 2. september sl., þar sem boðað er til aðalfundar vegna rekstrarársins 2012. Fundurinn verður haldinn 9. september nk. á Skrifstofuhótelinu, Hafnarstræti 9-13, Ísafirði og hefst kl 13:00.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta á fundinn.

 

7.      Ísafjarðarvegur 6. – Rekstrarleyfi vegna heimagistingar. 2013-09-0012.

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Ísafirði, dagsett 6. september sl., þar sem umsagnar Ísafjarðarbæjar er óskað vegna umsóknar Kristins Orra Hjaltasonar um leyfi til reksturs heimagistingar að Ísafjarðarvegi 6, Hnífsdal.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn um rekstrarleyfi, að uppfylltum þeim skilyrðum er um slík leyfi gilda.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:12

 

Hjördís Þráinsdóttir, skjalastjóri.

Gísli Halldór Halldórsson, formaður.

Marzellíus Sveinbjörnsson.                                                              

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?