Bæjarráð - 807. fundur - 2. september 2013

Þetta var gert:

 

1.      Skjalageymslur Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsi. 2013-08-0040.

Hjördís Þráinsdóttir, skjalastjóri, og Jóna Símonía Bjarnadóttir, forstöðumaður héraðsskjalasafns, eru mættar til fundar bæjarráðs til að ræða um stöðuna á skjalageymslum Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Hillupláss er af skornum skammti og nauðsynlegt að gera bragarbót þar á svo hægt sé að tryggja örugga varðveislu skjala bæjarins samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til skjalasafna.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna málið og undirbúa fyrir fjárhagsáætlanagerð.

 

2.      Kristján Andri Guðjónsson mætti til fundar bæjarráðs.

Kristján Andri Guðjónsson, bæjarfulltrúi, mætti til fundar bæjarráðs þar sem hann tilkynnti að hann sé að selja útgerð sína. Útlit er fyrir að útgerðin haldi áfram á svæðinu í núverandi mynd.

 

3.      Fundargerð barnaverndarnefndar.

Barnaverndarnefnd 29/8. 125. fundur.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

4.      Bréf Leikfélags Flateyrar. – Félagsheimilið á Flateyri. 2011-07-0075.

Lagt fram bréf frá Leikfélagi Flateyrar, dagsett 8. ágúst sl. og undirritað af Maríu Dögg Þrastardóttur og Arnaldi Mána Finnssyni. Leikfélagið vill kalla eftir því að ýtt sé á fullnun framkvæmda við Félagsheimilið á Flateyri, og býðst félagið jafnframt til að leggja af mörkum sjálfboðavinnu svo framkvæmdum ljúki sem fyrst. Einnig eru viðraðar hugmyndir um að leikfélagið komi að viðhaldi hússins í framtíðinni. Erindinu fylgir einnig minnisblað um stöðu verkefna sem tengjast Flateyri og eflingu félagslífs þar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til leigusamninga við Leikfélag Flateyrar og að kanna málefni tónlistarkennslu á Flateyri. Bæjarráð mun vinna áfram að málinu.

 

5.      Bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytis. – Malbikun á Urðarvegi, styrkur ofanflóðanefndar Jöfnunarsjóðs. 2012-10-0012.

Lagt fram bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, dags 22. ágúst sl., um viðbótarkostnað vegna malbikunar á Urðarvegi í tengslum við færslu lagna vegna fyrirhugaðra varnargarða. Ofanflóðanefnd hefur samþykkt að styrkja sveitarfélagið vegna endanlegs viðbótarkostnaðar að hálfu, en þó ekki hærri upphæð en 2,3 milljónir króna.

Bæjarráð felur sviðsstjóra- umhverfis og eignasviðs að huga betur að frárennslismálum á Urðarvegi. Lagt fram til kynningar.

 

6.      Trúnaðarmál. – Reiðvöllur í Engidal. 2011-10-0056.

Trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálamöppu bæjarráðs.

 

7.      Bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs. – Gatnagerð á Mávagarði, viðauki við fjárhagsáætlun. 2013-01-0042.

Tekið fyrir að nýju bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 12. ágúst sl., um aukinn kostnað við uppfyllingu á Mávagarði. Lóð Olíudreifingar og höfnin á Mávagarði eru mun hærri en núverandi vegur niður á Mávagarð og nauðsynlegt er að fylla í götuna svo hægt sé að taka þessi mannvirki í notkun. Viðauki við fjárhagsáætlun fylgir erindinu.

Bæjarráð samþykkir erindið. 

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09.01.

 

Hjördís Þráinsdóttir, skjalastjóri.

Gísli Halldór Halldórsson, formaður.

Albertína Elíasdóttir.                                                           

Arna Lára Jónsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?